Mannréttindaráð 13. desember 2018

Tillaga Flokks fólksins um að mannréttindaráð sameini krafta sína velferðarsviði í þeim tilgangi að  hjálpa þeim til að komast sem fyrst á vinnumarkað

Flokkur fólksins veit að all stór hópur innflytjenda með réttindi til að vinna er ekki á vinnumarkaði. Fyrir þetta fólk, eins og annað fólk, skiptir máli að komast á vinnumarkað til að eiga þess kost að ala önn fyrir sér og sínum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að þeir sem eru vinnufærir geti unnið. Með því að komast á vinnumarkað kemur margt annað að sjálfu sér s.s. tungumálið, menning og samskiptin við landann. Það sem hindrar marga er að fólk hefur ekki fengið nægjanlegar nákvæmar upplýsingar til að finna fullnægjandi öryggi til að fóta sig á vinnumarkaði í landi sem er því enn framandi. Nauðsynlegt er að fólki séu veittar upplýsingar um íslensk lög, skattalög, vinnuréttarlög, vinnumiðlun á sínu eigin tungumáli. Halda þarf sérstök námskeið eða fundi með fólkinu til að leiða það inn í hvernig bera eigi sig að hér á landi svo það geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Fjölmargir þessara einstaklinga og fjölskyldna þrá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni fremur en að þiggja framfærsluaðstoð.