You are currently viewing Múlalundur hunsaður

Múlalundur hunsaður

 

Flest bendir til þess að Reykjavíkurborg muni áfram hunsa Múlalund – vinnustofu SÍBS varðandi kaup á margskonar skólavörum fyrir næsta skólaár ólíkt öðrum sveitarfélögum. Í þrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku, reynt að fá Reykjavíkurborg að samningaborðinu án árangurs. Á vef DV er fjallað um svar við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um af hverju Reykjavíkurbor, skóla- og frístundaráð verslar ekki skólavörur við Múlalund. Hér má sjá svarið í heild sinni  Múlalundur, svar við fyrirspurn Flokks fólksins 

DV hafði samband við Helga Kristófersson aðstoðarframkvæmdarstjóra söludeildar Múlalundar.

„Þetta viðhorf borgarinnar er einfaldlega sorglegt. Um 80 prósent okkar starfsmanna er með lögheimili í Reykjavík og það eru löng bið eftir plássi hjá okkur. Það er verið að hringja, aðallega frá Vinnumálastofnun, eftir störfum hjá okkur fyrir fólk í brýnni þörf en við getum ekki ráðið fleiri því verkefnin skortir,“ segir Helgi Kristófersson, aðstoðarframkvæmdastjóri Múlalundar.

Í ljósi þess að upphæðirnar sem um ræðir séu lágar. „Þetta er spurning um nokkrar milljónir sem dropi í hafið við rekstur skólakerfis borgarinnar. Á móti skapar Reykjavíkurborg atvinnu fyrir hóp sem að er í mjög brothættri stöðu. Þetta sjá önnur sveitarfélög og því er stífnin í borginni furðuleg,“ segir Helgi.

Starfsemin í Múlalundi er afar félagslega- og tilfinningalega mikilvæg fyrir starfsfólkið

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, hefur látið sig málið varða innan borgarstjórarnar og á dögunum lagði hún fram fyrirspurn til meirihluta borgarstjórnar af hverju ekki væri verslað við Múlalund. Miðað við vélrænu kerfissvörin sem bárust þar sem Reykjavíkurborg felur sig á bak við rammasamning er að mati Kolbrúnar lítil von að eitthvað breytist.

„Það er því fyrirséð að niðurstaða verði eins og áður sú að flytja þetta inn og kaupa ódýrustu mögulegu vörur. Síðan kemur Reykjavíkurborg og biður Múlalund um að taka fleiri starfsmenn af biðlistum Reykjavíkurborgar til sín í störf við að framleiða vörur sem Reykjavíkurborg vill ekki kaupa. Sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur hafa tekið af skarið og sýnt hverju þau eru megnug í að versla vörur Múlalundar í stað innfluttra vara,“ sagði Kolbrún í bókun sinni.

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir:

Reykjavíkurborg hefur fulla heimild til þess að víkja frá rammasamningum þegar um er að ræða viðskipti við verndaða vinnustaði eins og Múlalund og því er ákvörðun borgarinnar fyrst og fremst pólitísk að mati Kolbrúnar.

„Það að fara óhefðbundna leið eins og þá að nýta slagkraft grunnskólanna í Reykjavík sem stærsta notanda skólamappa á Íslandi, til að skapa mikilvæg störf fyrir fólk með skerta starfsorku, er pólitísk ákvörðun. Hér er borgin ekki góð fyrirmynd.“