Skipulags- og samgönguráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
um Björgun:

Í þessu máli verður fjöru fórnað, enn einni. En Björgun mun taka að sér vinnu við
landfyllingar. Hér verður með þessari uppbyggingu gengið verulega í fjöru í Reykjavík.
Það þykir fulltrúa Flokks fólksins leitt og stemmir auk þess ekki við „grænar áherslur.“

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn Flokks fólksins, um sektir vegna stöðubrota í miðbænum:

Flokkur fólksins lagði fram fyrirspurnir vegna ábendinga sem höfðu borist og kvartana
vegna innheimtu Bílastæðissjóðs. Kvartað var yfir óvægnum aðferðum þar sem fólk
upplifir jafnvel að verið sé að leiða sig í gildru með því að hafa merkingar ábótavant.
Málið er að fjölmargt hefur breyst í miðbænum og ekki allir átta sig á þessum
breytingum enda breytingar örar. Sums staðar eru merkingar ekki nógu góðar eða
hreinlega ábótavant t.d. þar sem er algert stöðubann. Einnig eru víða framkvæmdasvæði
sem byrgja sýn. Fram kemur að mikið er um sektir vegna stöðubrota. Ekkert er í svari
um að merkingum sé ábótavant og er því gert ráð fyrir að svo sé. Full ástæða er til að
fara yfir merkingar og bæta úr þeim að mati Flokks fólksins. Yfirlit er að finna í svari
hvar flest stöðumælabrotsgjöld eru og er eftir því tekið að þau eru langflest við
Skólavörðustíg, Tryggvagötu og Laugaveg sem kannski þarf ekki að undrast yfir.

 

Bókun Flokks fólksins við svari um fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks
fólksins, um Bjarkargötu og Tjarnargötu:

Fyrirspurnin var lögð fram 2019. Flokkur fólksins lagði fram fyrirspurn um hvort
eitthvað standi í veginum fyrir að breyta Bjarkargötu og Tjarnargötu í einstefnugötur og
að annað hvort verði hægt að aka göturnar frá norðri eða frá suðri. Það hefur vakið
athygli að báðar þessar götur eru tvístefnu akstursgötur sem kemur sér mjög illa fyrir þá
sem um þessar götur aka. Hægt er að aka þessar götur bæði til norðurs og suðurs.
Bifreiðum er lagt báðu megin á götunni og því ekki mögulegt að mæta bifreiðum sem um
götun aka er þær koma úr sitthvorri áttinni. Dæmi eru um að bílar þurfi að bakka út úr
götunni til að hleypa bíl framhjá sem skapar ekki bara slysahættu heldur einnig hættu á
að rekast í aðra bíla. Þetta ástand er verst á vetrum þegar götur er snjóþungar eða fullar
af klökum. Alvarlegt er þrjú ár tók að svara þessari fyrirspurn. Í svari kemur í raun
ekkert annað fram en að ekkert hafi verið gert og að þetta sé ekki forgangsmál.

 

Bókun Flokks fólksins við svari um við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks
fólksins, um kostnað vegna skýrslu:

Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir upplýsingum um heildarkostnað greiningarvinnu og
skýrslugerðar umhverfis- og skipulagssviðs um áhrif hámarkshraða áætlunar
Reykjavíkur á ferðatíma Strætó. Um var að ræða innanhússvinnu og var óskað er eftir
upplýsingum um tímafjölda sem fór í verkið og annan kostnað sem og heildarkostnað.
Beðið var um verkið af meirihlutanum og Strætó sem hafði áhyggjur af því að lækkun
hámarkshraða myndi hægja á Strætó.Í svari kemur fram að ekki hafi verið haldið
bókhald um fjölda tíma sem fara í þetta verkefni eða annað innan skrifstofu
samgöngustjóra og borgarhönnunar. Skrifstofan getur ekki svarað þessu en giskar á
tveggja mánaða vinnu. Er ekki mikilvægt að halda vel utan um hvernig fjármagni er
varið enda þótt vinnan sé innan skrifstofunnar?

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar og sektir á Bryggjugötu 4:

Fulltrúi Flokks fólksins hafði fengið ábendingar um að merkingar á Bryggjugötu 4 væri ábótavant.  Aðkeyrslan að hótelinu Edition Hotel  er þannig að það er pláss fyrir bíla á svokallaðri vistgötu en merkingar eru ekki skýrar. Dæmi eru um að fólk hafi lagt þarna í góðri trú til að sinna erindum en fengið síðan háa sekt. Þarna er bann við lagningu í vistgötu nema í sérmerktum stæðum en litlar sem engar merkingar eru um að þarna sé vistgata og óheimilt að leggja.

Óskað var eftir  upplýsingum frá Bílastæðasjóði um merkingar á þessari götu og á þessum stað nákvæmlega sem er Bryggjugata (101) 4 og hvort talið sé að þær séu nægjanlega?

Fram kemur að Bílastæðasjóður telur  merkingar við Bryggjugötu fullnægjandi en aðrir telja svo ekki vera. Þegar miklar breytingar eru gerðar á umhverfi þarf að merkja mjög vel og meira en þegar umhverfi er rótgróið og flestir áttað sig á svæðinu. Þetta ættu skipulagsyfirvöld að hafa í huga.  Aldrei er of mikið af upplýsingum og ekki á að spara merkingar á svæðum í örri breytingu.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn um ný umferðarlög:

Fyrirspurnin var lögð fram í jan. 2020. Á þessum tíma höfðu ný umferðarlög tekið gildi
varðandi aðgengi fatlaðra með stæðiskort um göngugötur og að leggja í þær götur í
sérmerkt stæði. Því miður hefur það ákvæði ekki verið virt og er hreyfihömluðum gert að
leggja í nærliggjandi götur sem hefur skapað vandamál fyrir suma ef viðkomandi á erindi
í göngugötuna. Spölur frá stæði og í göngugötu getur verið talsverður. Spurt var hvort
borgaryfirvöld vilji ganga ennþá lengra en lagasetningin segir til um og veita eldri
borgurum sem erfitt eiga með gang og hreyfingar sama aðgengi og fötluðum er veitt í
þessum lögum. Í svari kemur fram að borgaryfirvöld telja að aðgengi eldri borgara sé
nægilega tryggt með því að heimila handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða að aka
um göngugötur og ekki sé því ástæða að ganga lengra. Því er fulltrúi Flokks fólksins ekki
sammála. Ekki allt eldra fólk með skerta hreyfifærni eru með stæðiskort. Öldrun fylgja
alls konar líkamleg vandamál s.s. stirðnun, gigt og fleira sem skerðir hreyfifærni. Sýna
þarf þessu skilning og væri því sjálfsagt að borgaryfirvöld gangi lengra en lagasetning
segir til um og veiti eldri borgurum með skerta hreyfifærni sama aðgengi og fötluðum.

 

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks
fólksins, um undantekningu frá akstursbanni um göngugötur:

Fyrirspurnin var lögð fram í janúar 2020, eða fyrir meira en tveimur árum. Þá höfðu ný
umferðarlög tekið gildi og voru nýmælin þau að bílar merktir með stæðiskorti fyrir
hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra máttu nú nýta sér göngugötur
og jafnframt leggja þar í merkt stæði. Þetta olli miklu uppnámi hjá meirihlutanum og
meirihluta skipulags- og samgönguráðs sem vildu ekki sjá bíla hreyfihamlaðra á
göngugötum hvað þá að þeir gætu lagt þar. Farið var í aðgerðir til að fá Alþingi til að
gefa Reykjavíkurborg ákvarðanafrelsi um hvar hreyfihamlaðir mættu leggja og yrði það
þá í mesta lagi í hliðargötum. Þetta mál hefur verið til vandræða æ síðan. Engin
bílastæði eru fyrir hreyfihamlaða í göngugötum enda þótt bílar með stæðiskort megi aka
þær götur og eiga rétt á að leggja þar. Mörg dæmi eru um að hreyfihamlaður
einstaklingur hefur átt í mesta basli með að komast frá stæði í hliðargötu til að t.d. sinna
erindum við Laugaveg. Ef vel á að vera þurfa hreyfihamlaðir að geta lagt bíl sínum í
göngugötu til að sinna erindum sínum eftir atvikum.

 

Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var
fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 4. maí sl. um að fjölga bekkjum í borgarlandinu:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bekkjum verði fjölgað í miðbænum og á öðrum
stöðum í borginni eftir atvikum fyrir fólk til að setja á. Skoða mætti ýmist trébekki eða
steinbekki, einhverja sem eru fyrirferðarlitlir og smekklegir. Svona bekkir þurfa ekki að
kosta mikið og ekki er um að ræða mikinn viðhaldskostnað. Best væri að hafa steinbekki
sem ekki er hægt færa úr stað og einnig eru tiltölulega viðhaldsfríir. Þetta er
hagsmunamál fyrir borgara á öllum aldri sem eru á ferð um borgina að geta tyllt sér á
bekk um stund til að njóta stundarinnar. Þetta er í raun ákveðið ákveðið lýðheilsumál
sem hefur beint að gera með lífsgæði. Víða mætti einnig koma fyrir litlum „áningar
reitum“ þar sem fólk getur sest niður og slakað á sjálft eða með öðrum. Allskonar
útfærslur gætu verið í boði og einnig mætti efna til samkeppni um góðar tillögur sem
taka á þessum málum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hljóðmön
í Blesugróf. Mál nr. US220106

Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var
fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 4. maí sl.:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig gangi með hljóðmön við
Blesugróf? Það er búið að vera á dagskrá frá 2014 og varðar lýðheilsu þessa hverfis.
Vísað er í fyrirspurn frá 2020 um fyrirhugaða hljóðmön við Reykjanesbraut. Hvernig er
staðan í þeim málum en talsverður hávaði er í hverfinu vegna umferðar á Reykjanesbraut
og Stekkjarbakka. (sjá Aðgerðaáætlun gegn hávaða, frá Vegagerðinni og
Reykjavíkurborg frá janúar 2014). Árið 2021 bókaði Flokkur fólksins við svari við
fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um mön við Reykjanesbraut/Blesugróf
eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins spurði fyrir íbúa eftir upplýsingum um fyrirhugaða
mön við Reykjanesbraut/Blesugróf og þá hvernig mál standa. Íbúum fannst þeir ekki hafa
náð til skipulagsyfirvalda. Í svari segir að forhönnun á umræddri hljóðmön sé nú lokið
og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda liggi fyrir en ekki liggi fyrir hvenær hægt verði
að ráðast í framkvæmdir. Mörgu er því enn ósvarað svo sem hvenær hægt verður að
ráðast í framkvæmdir og hver sé ábyrgur fyrir því að koma verkinu af stað. Flokkur
fólksins spyr hvað sé að frétta af þessu og af hverju hefur þetta tekið allan þennan tíma?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og
borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um aukið aðgengi að vatni í borginni. 

Flokkur fólksins leggur til að lagt verði í stórátak í að auka framboð á drykkjarvatni með
drykkjarbrunnum og horft verði ekki síst til aðgengi að vatni í skólum borgarinnar.
Hjólreiðafólki og hlaupurum fer fjölgandi í borginni og samhliða hefur komið í ljós að
mikill skortur er á drykkjarbrunnum meðfram hjóla- og göngustígum borgarinnar. Þeir
brunnar sem finna má eru sumir ónothæfir. Fjölga þarf brunnum og vanda til verka til að
brunnarnir haldist nothæfir til lengri tíma.
Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um rafskútur á göngugötum. 

Borist hefur fulltrúa Flokks fólksins ábending um að á göngugötum sem nú hefur verið
fjölgað í miðbænum er mikið um rafmagnshlaupahjól. Sumir eru farnir að tala um þessar
götur meira sem rafhlaupahjólagötur frekar en göngugötur. Rafhlaupahjól geta farið hratt
og eru þau t.d. bönnuð á Strikinu í Kaupmannahöfn sem dæmi. Ábendingar hafa borist
að margir á rafhlaupahjól aka þessar götur mjög hratt og jafnvel með börn á þeim án
hjálma. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður rætt um slysatíðni í tengslum við
rafmagnshlaupahjól sem náð geta allt að 20 km hraða og jafnvel meira. Það er ekki bara
nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota
á þessi hjól og skoða hvar öruggast er að þau séu notuð. Flokkur fólksins spyr hvort ekki
þurfi að skoða þessi mál nánar, beita sér fyrir reglum sem eru t.d. meira í takt við reglur