Skipulags- og samgönguráð 4. desember 2019

Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna Bjarkargötu og Tjarnargötu Mál nr. US190399

Bjarkargata og Tjarnargata 101 Reykjavík. Það vekur athygli að tvær götur í 101 Reykjavík, Bjarkargata og Tjarnargata eru báðar tvístefnu akstursgötur sem kemur sér mjög illa fyrir þá sem um þessar götur aka. Hægt er að aka þessar götur bæði til norðurs og suðurs. Bifreiðum er lagt báðu megin á götunni og því ekki mögulegt að mæta bifreiðum sem um götun aka er þær koma úr sitt hvorri áttinni.
Fyrirspurnin er þessi. Flokki fólksins telur skynsamlegt að breyta Bjarkargötu og Tjarnargötu í einstefnu akstursgötur, annað hvort verði hægt að aka göturnar frá norðri eða frá suðri. Er eitthvað sem stendur í veginum fyrir slíkum breytingum.
Frestað.

Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, rykbinding gatna í borginni í skipulags og samgönguráði Mál nr. US190398

Hvernig má það vera að Reykjavíkurborg rykbindur götur borgarinnar aðeins 2 til 4 á ári en nú berast þær fregnir af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum eins t.d. svíum sem rykbinda götur Stokkhólmsborgar 50 sinnum á ári. Hver er skýringin á þessum mikla mun?
Frestað.

Bókun Flokks fólksins við liðnum Hagatorg, biðstöð strætó, tillaga borgarstjóra að biðstöð strætó verði á torginu

Hagatorg hefur aldrei verið slysasvæði, síst af öllu fyrir gangandi vegfarendur. Engin slys á fólki undanfarin 10 ár. Einungis smávegis eignatjón á bílum. Það þarf því ekki að auka öryggi þess vegna. Það að þrengja torgið í eina akrein, banna akstur að utanverðu, setja strætóstöðina allveg við innri hringinn og láta strætó stoppa í akstursleiðinni á vinstri akrein gerir ekkert annað en að auka á hættu, auka tafir vegfarenda, með tilheyrandi mengun. Rétt er að stoppistöð hefur verið þarna til margra ára, en hún var utar og því hægt að aka framhjá strætó sem stoppaði þá án þess að hefta allan annan akstur. Fólk hefur verið að ganga yfir torgið þvers og kruss, þó svo að það sé alls ekki til fyrirmyndar og reyndar fáheyrt að slíkt sé leyft. Það minnkar öryggi til muna, þar sem ökumenn eiga ekki von á fólki úr öllum áttum á torginu. Verði þetta leyft þarna, þá eykur það jafnfram hættu á að slík hegðun verði viðhöfð á öðrum hringtorgum. Nær væri að taka fyrir þetta og fólk haldi sig við almennar gönguleiðir og þá að sjálfsögðu með löglegum merkingum um gangbrautir, sem ekki er við Hagatorg. Með þessu varða 2 þrengingar með upphækkunum og gangbrautum þvert yfir torgið, en ekkert kringum það, sem er mjög einkennilegt.

Bókun Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði við aðalskipulagi, Sjómannareiti, breytingar á aðalskipulagi

Í málefni Sjómannaskólareitsins hafa komið óvenju mikið af alvarlegum athugasemdum frá fólki á öllum aldri og þar með börnum sem er annt um umhverfi sitt. Þetta svæði er afar mikilvægt í borgarlandinu enda einstakt. Flokkur fólksins vill hvetja meirihlutann til að staldra við og ana ekki að neinu sem ekki verður aftur tekið. Hér er auðvelt að gera alvarleg mistök svo stórslys verði. Meirihlutinn í borgarstjórn verður að fara rækilega ofan í saumana á umsögnum og athugasemdum og kynna sér vandlega þau málefni er varða sjálfsprottnu grænu svæðin á Sjómannaskólareitnum í Reykjavík. Þegar slíkur mótbyr er, er varla þess virði að keyra áfram af offorsi og öfgum. Flokkur fólksins vill vekja athygli á óskum nemenda í Háteigsskóla og draga fram þeirra framtíðarsýn á svæðinu. Flokkur fólksins vill taka undir með Vinum Saltfiskmóans að gengið er um of á gróðurþekju Háteigshverfis sem er nú þegar of lítil samkvæmt úttekt borgarinnar sjálfrar. Gríðarlegt byggingarmagn með tilheyrandi skuggavarpi mun ekki aðeins rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru heldur einnig rýra gildi stakkstæðisins í Saltfiskmóanum og Vatnshólsins sem útivistarsvæðis. Ástæða er til að hafa áhyggjur af umferðaröryggi. Vandi Háteigsskóla vegna þéttingar í Háteigshverfi er enn óleystur. Fyrirliggjandi byggingaráform fela í sér skipulagsslys sem varað er eindregið við.