Störf þingsins 22. mars. Flóttafólkið frá Úkraínu

Flóttafólkið frá Úkraínu

Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og fjölgar þeim með degi hverjum. Búist er við að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu næstu vikur og mánuði. Sumir munu dvelja hér tímabundið en aðrir munu setjast hér að til lengri tíma.

Nú þegar hefur stórum hópi flóttamanna verið boðið húsnæði í Reykjavík af borgarbúum og einkaaðilum/fyrirtækjum sem hafa aukarými eða hafa yfir að ráða lausu húsnæði. Þak yfir höfuðið er frumskilyrði og liggur húsnæði ekki á lausu í þeim alvarlega húsnæðisskorti sem ríkir í Reykjavík.

Flóttafólk frá Úkraínu þarfnast sárlegra víðtækrar aðstoðar og ekki síst börnin sem upplifað hafa erfiða reynslu og eru í mörg í miklu áfalli.

Það skiptir málið að hægt er sé að taka á móti stríðshrjáðum úkraínskum börnum með sómasamlegum hætti. Ríkisstjórnin þarf að útfæra tillögur um hvernig skuli styrkja þær stofnanir ríkisins sem munu bjóða flóttafólki og þá sérstaklega börnum fjölbreytta þjónustu og aðstoð.

Ef horft er til Reykjavíkur þegar kemur að grunnþjónustu við börn er staðan ekki góð. Langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má ekki bregðast.

Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeir sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börn, öryrkjar, fátækir, heimilislausir og eldra fólk, verði ýtt til hliðar og látið bíða enn lengur.  Ámóta ástand er á stofnunum ríkisins s.s. BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Eftir þjónustu hjá þessum stofnunum og fleirum sem sinna börnum í vanlíðan bíða mörg hundruð börn