Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á ferðavenjukönnun 2024:
Ánægjulegt er að sjá í þessari könnun hversu mörg börn ganga í skólann. Það er auðvitað best að þau gangi ef aldur leyfir og ef öryggi þeirra er tryggt á leið í og úr skóla. Mjög stór hluti fer þó með einkabíl (eru keyrð) en fæst fara með strætó. Fleiri hjóla en fara með strætó sem er auðvitað mikil tíðindi en segir okkur heilmikið um hversu brýnt er að bæta almenningssamgöngur. Almenningssamgöngur og hjól eru aðeins brot af heildinni. Þeir sem fara með strætó fer fækkandi. Fólk velur bílinn í yfirgnæfandi meirihluta sem farþegar og bílstjórar. Þessi könnun er afgerandi. Ljóst er að einkabíllinn hefur vinninginn eins og aðrar kannanir hafa sýnt. Þess vegna skiptir öllu máli að umferðarflæði sé gott. Snjalljósavæðingu þarf til til að svo megi verða og næg bílastæði þurfa að vera á viðráðanlegu verði, helst neðanjarðar sé þess kostur. Það er auðvitað áhugavert að sjá að jafnvel þótt hjólastígar hafi verið betrumbættir hefur þeim sem, nota hjólið sem samgöngutæki ekki fjölgað að sama skapi. Ljóst má telja að fólkið hefur valið einkabíllinn sem fyrsta kost. Ferðavenjukönnun sem þessi hefur verið gerð af Gallup árlega í 16 ár og oft eru litlar breytingar milli ára. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að nóg sé að láta gera slíka könnun annað hvert ár.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á jólunum í borginni.
Eftir því er tekið að “jólaborgin” er að stærstu leyti í miðbænum og miðsvæðis. Flokkur fólksins hefur áhyggjur að aðgengi að þessum svæðum t.d. aðgengi fyrir þá sem ekki búa í nágrenni við miðbæinn og geta gengið til að skoða dýrðina svo ekki sé minnst á fatlað fólk Fólk í efri byggðum barnafólk sem á ekki annan kost en að nota bílinn á erfitt með að fá stæði í kringum þessi torg og götur sem skreyta á eða sem setja á upp jólamarkaði – viðburði. Þetta er bagalegt ekki síst vegna barnanna utan miðborgar sem mörg hver munu aldrei njóta “jólaborgarinnar”. Af hverju er ekki splæst á jólamarkað í Breiðholti, Árbæ, Grafarhotli og Úlfarsárdal og Grafarvogi sem dæmi? Af hverju miðast ávallt allt sem skemmtilegt er við miðbæinn sem aldrei hefur verið eins erfitt að nálgast og nú? Þetta eru vangaveltur sem fulltrúi Flokks fólksins telur sig knúinn til að varpa fram hér enda um augljóst misrétti að ræða eftir því hvar fólk býr í borginni.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að stemma við hraðakstri bifhjóla á göngu- og hjólastígum:
Tekið er undir að stemma þarf stigu við hættulegum hraðakstri bifhjóla á göngu- og hjólreiðastígum borgarinnar, sem og á gangstéttum. Bæta má merkingar um hámarkshraða léttra bifhjóla. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að setja fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana og hefur verið vel tekið í það. Fulltrúa Flokks fólksins finnst einnig mikilvægt að hjólastígar séu flokkaðir eftir öryggi þeirra og gæðum þannig að hægt sé að skoða á netinu hvaða hjólastígar væru öruggir og hverjir jafnvel hættulegir. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Ef ekki er vöntun á rými á skilyrðislaust að breikka stígana. Áhyggjur eru af fjölgun slysa þeirra sem nota lítil vélknúin farartæki. Rafhlaupahjól eða öllu heldur rafskreppur eins og betra er að kalla þessi farartæki hafa verið bannaðar í sumum borgum t.d. París. Þar sem rafskreppur eru leyfðar verður að vera meira regluverk í kringum þær og skoða af alvöru að setja aldurstakmark á þær t.d. að fólki yngra en 18 ára verði óheimilt að fara um á skreppum, nái þær meira en 25 kílómetra hraða.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurnýjun á endurvinnslustöðvum sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. nóvember 2022:
Það er varla boðlegt að svara fyrirspurn tveimur árum eftir að hún er borin fram. Samræmist það góðum stjórnsýsluháttum? Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram 3 spurningar sem varða endurnýjun á endurvinnslustöðvum. Spurt var hver mun borga endurnýjun endurvinnslustöðva? Samkvæmt fylgiskjölum er hér um stórmál að ræða og veruleg gjaldskrárhækkun væntanleg vegna þess. Í svari kemur fram að vísa á áformum um nýja endurvinnslustöð við Lambhagaveg og leiðir til fjármögnunar til staðfestingar hjá eigendavettvangi Sorpu. Svar við spurningu 2 um hvort það stefni í neyðarástand ef ekki verður hægt að urða í Álfsnesi eins og komið hefur fram í fundargerð kemur fram að neyðarástandi hefur verið forðað þegar flokkun hófst við upprunastað og hefur urðun því minnkað. Loks var spurt, er rétt að ekki sé gert ráð fyrir stofnfjárframlögum frá eigendum á árunum 2023-2027? Í svari segir að það sé rétt sem fulltrúi Flokks fólksins las í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2023-2027, ekki var gert ráð fyrir stofnfjárframlögum frá eigendum á árunum 2023-2027. Í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2025-2029 er heldur ekki gert ráð fyrir stofnfjárframalögum frá eigendum. Svo virðist því sem að notkunargjöld eigi að standa undir rekstri og uppbyggingu Sorpu.
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bryggju yfir leirur í Grafarvogi, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða USK24110155
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bryggju yfir leirur í Grafarvogi, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK24110148
Ný mál
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um lagfæringar á gangstéttaviðgerðir í Hálsaseli
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í gangstéttarviðgerðir í Hálsaseli og nágrenni.
Greinargerð:
Áður hefur verið bent á hættulegar gangstéttir í Jafnaseli í efra Breiðholti. Á köflum er gangstéttin í Hálsaseli hættuleg, sprungin og holótt og má telja mildi að enginn hafi slasað sig á göngu, hvað þá á hlaupum eða á hjóli. Fulltrúa Flokks fólksins finnst reyndar stórskrýtið að það þurfi að koma með tillögur um viðhald einstakra gangstétta? Á ekki að vera stöðugt viðhald í gangi? Hér má teljast fullvíst að viðhald hefur verið vanrækt lengi. Er verið að bíða eftir að slys verði?
Tillaga um að ferðavenjukönnun verði aðeins gerð annað hvert ár
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvað kostar að gera eitt stykki ferðavenjukönnun sem Gallup hefur framkvæmt fyrir Reykavíkurborg á hverju ári í 16 ár?
Greinargerð
Fulltrúi Flokks fólksins telur rétt í ljósi sparnaðaraðgerða sem borgin þarf að undirgangast að þessar kannanir séu gerðar annað hvert ár frekar en árlega þar sem það liggur fyrir að oft eru ekki miklar breytingar milli ára?