Umhverfis- og skipulagsráð 29. júní 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Kirkjusandur 2, breyting á deiliskipulagi:

Hér er verið að fjalla um tillögu af breytingu á deiliskipulagi. Breytt
byggingarmagn og breytt starfsemi á lóðinni þar sem verður blönduð starfsemi
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, í samræmi við aðra hluta deiliskipulagssvæðisins.
En og aftur er talað um líffræðilegan fjölbreytileika í samhengi við gróðurþök og
segir: ,, Þök eru almennt gróðurþök þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum gróðri,
sem stuðlar að líffræðilegum fjölbreytileika”. Flokkur fólksins spyr hvaða
plöntutegundir hafa höfundar í huga? Er það talið að gróður á þaki stuðli að
líffræðilegum fjölbreytileika? Er það þá líka skilningur að lagning stíga og gatna
minnki líffræðilegan fjölbreytileika? Segir einnig: ,,Gróður skal einnig valinn með
tilliti til þess hve mikið vatn hann getur tekið til sín. Þar sem íverusvæði (með
hörðu yfirborði) eru á þökum er vatni af þessu svæðum veitt inn á gróðursvæði”.
Flokkur fólksins spyr aftur, hvaða plöntutegundir hafa höfundar í huga?


Bókun Flokks fólksins við umsókn Laugarnesskóla dags. 20. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig
(Laugarnesskóla):

Leysa þarf húsnæðismál Laugarnesskóla til framtíðar. Hverju skrefi er vissulega
fagnað en málið er stærra en svo að við blasi fullnægjandi lausnir. Nemendur
fjölgar stöðugt og skólinn er löngu sprunginn. Þegar litið er til Laugarnesskóla
sérstaklega er áætluð framtíðarþörf Laugarnesskóla að sinna aðeins 593
nemendum. Í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í
Laugarnes- og Langholtshverfi (sviðsmyndagreiningin) er gert ráð fyrir að í
óbreyttri skólagerð verði nemendafjöldi Laugarnesskóla 683 nemendur árið 2030
og 686 nemendur árið 2040. Líklegt má telja að framtíðarþörf kunni að vera
vanmetin. Nemendum Laugarnesskóla hefur fjölgað um 166 frá árinu 2008 og
það stefnir að óbreyttu í að þeir verði 250 umfram þolmörk árið 2030. Flokkur
fólksins telur að upplýsingagjöf til foreldra hefði einnig mátt vera mun meiri af
hálfu skipulagsyfirvalda. Enn er lítið að frétta af kostnaðargreiningu vegna
hugmynda sem kynntar voru í skýrslu starfshópsins um skóla- og frístundastarf
í Laugarnes- og Langholtshverfi. Ekki er heldur séð að búið sé að skilgreina
heildarstefnu um skólamál í hverfinu. Bregðast þarf fljótt við bráðavanda vegna
skorts á íþróttaaðstöðu Laugarnes- og Laugalækjarskóla og íþróttafélaganna í
hverfinu.


Bókun Flokks fólksins við Reynisvatnsás, breyting á skilmálum deiliskipulags:

Það á ekki að breyta skipulagi eftir að byggt hefur verið eftir því. Stórir skorsteinar
og stórir diskar til að ná sjónvarpsmerki hafa áhrif á útsýni. Hefðbundið loftnet og
30-40 cm þykkt reykrör myndi teljast innan marka. Eitthvað mun stærra ætti að
fara í grenndarkynningu. Íbúasamtökin í Úlfarsárdal hafna tillögu á breytingu á
skilmálum deiliskipulagsins „Reynisvatnsás, íbúðarhverfi, deiliskipulag“. Þessi
breytingalýsing að leyfa skorsteina og loftnet upp fyrir tilgreinda hámarks hæð er
of opin. Þarna er verið að opna fyrir að stórir steyptir skorsteinar og
gervihnattadiskar geti skyggt á útsýni.
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Bókun Flokks fólksins við málinu Gufunes, áfangi 1 – Jöfursbás reitir A3
og A4, breyting á deiliskipulagi:

Lögð fram umsókn Spildu ehf. dags. 4. maí 2022 varðandi breytingu á
deiliskipulagi áfanga 1 í Gufunesi vegna reita A3 og A4. Í breytingu felst tilfærsla
á lóðarmörkum (fjöldi og lögun lóða er að breytast), aukning á fjölda íbúða,
húshæðir aukast en þó innan marka sem tilgreint er í aðalskipulagi.
Heildarbyggingamagn á svæðinu helst óbreytt m.v. gildandi heimildir og mun
byggðarmynstur á uppbyggingarsvæði breytast, í stað randbyggðar, standa
stakstæð hús í grænu garðrými eins og segir í kynningu á tillögunni. Þessar
breytingar sem sótt er um breyta miklu að mati Flokks fólksins. Hætt verður við
randbyggð sem breytir ásýnd og umhverfisgæðum og ekki er lengur jafnvægi á
milli atvinnutækifæra og íbúa í hverfinu. Það er ekki gott því að sækja vinnu utan
hverfis er ekki gott vegna umferðartafa og umferðarteppu víða í borginni. Það er
hins vegar gott að atvinnutækifæri séu í hverfinu, og í samræmi sem síðasti
meirihlutinn lagði áherslu á.


Arnarnesvegur, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN210221
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h.
Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga.
Deiliskipulagstillagan nær til hluta Arnarnesvegar, nýjum 2+2 vegi ásamt tveimur

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Flokkur fólksins leggur til málsmeðferðartillögu um að tillögu verkfræðistofunnar
Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3.
áfanga verði frestað.

Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata
og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna greiða atkvæði
með frestun.

Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sbr.
3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram
í minnisblaði Eflu, dags. 13. maí 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og
fulltrúi Vinstri grænna greiða atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Flokkur fólksins lagði fram málsmeðferðartillögu um að fresta tillögu
verkfræðistofunnar Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju
deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Tillagan um frestun var felld af
meirihlutanum. Náttúruvinir Reykjavíkur og Vinir Vatnsendahvarfs hafa ítrekað
reynt að ná í oddvita Framsóknarflokksins, en án árangurs, til að ræða við hann
um kosningaloforð flokksins að fengið verði nýtt umhverfismat. Það er mikilvægt
að oddvitinn kynni sér þetta mál í þaula, enda hér um framkvæmd að ræða sem
mun umbylta dýrmætu landi og hafa áhrif á ekki aðeins nærliggjandi íbúa, heldur
einnig gróður og dýraríki. Engin svör hafa fengist við ítrekuðum póstum. Nú
kemur fram í nýjum samstarfssáttmála að til stendur að „klára skipulag fyrir
Arnarnesveg“ og vilja Náttúruvinir Reykjavíkur og Vinir Vatnsendahvarfs fá að
vita hvað það felur í sér. Loforð Framsóknarflokks fyrir kosningar var að fara ætti
fram á nýtt umhverfismat fyrir framkvæmdina. Vinir Vatnsendahvarfs og
Náttúruvinir Reykjavíkur óska eftir fundi með borgarfulltrúum
Framsóknarflokksins og að oddviti skoði svæðið með þeim áður en lengra er
haldið. Umhverfismat fyrir þessa framkvæmd er frá 2003, en vegna glufu í lögum
um umhverfismat hefur Skipulagsstofnun úrskurðaði að ekki þyrfti að gera nýtt
umhverfismat því „byrjað hafði á veginum“ árið 2004.

 

Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi (04.2) Mál nr. SN210780
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs
að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Flokkur fólksins leggur til málsmeðferðartillögu um að tillögu umhverfis- og
skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals verði frestað.

Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata
og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna greiða atkvæði
með frestun.

Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sbr.
3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram
í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og
Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu málsins

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram málsmeðferðartillögu um að tillögu umhverfisog skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals verði frestað eins og tillögu Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga enda tengjast þessi tvö mál. Málsmeðferðartillagan var felld af meirihlutanum sem og tillagan um frestun máli Arnarnesvegar.
Óskað var frestunar þar til nýtt umhverfismat hefur verið gert eins og Framsóknarflokkur lofaði Vinum Vatnsendahvarfs og Náttúruvinum Reykjavíkur í aðdraganda kosninga.


Bókun Flokks fólksins við Suðurlandsvegur, Skipulagslýsing :

Lögð fram af skipulagsyfirvöldu skipulagslýsing EFLU verkfræðistofu fh.
umhverfis- og skipulagssvið, skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2022, um nýtt
deiliskipulag Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að
sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, veghelgunarsvæða hans
og gatnamóta á þessari leið. Flokkur fólksins bendir á að fyrirsjáanlegar eru deilur um hvað á að víkja fyrir veginum, hluti skógarreits eða bensínstöð. Svo er athyglisvert að ekki er talað
um minnkun á líffræðilegri fjölbreytni við það að leggja nýjar akbrautir og gróður
skertur og það er ekki í samræmi við það sem sagt er þegar gróðurmagn er
einhversstaðar aukið.


Bókun Flokks fólksins við Borgarhönnunarstefna:

Hér er á ferðinni hugmyndir um þróun í borginni. ,,Borgarhönnunarstefna. Viðmið
eru sett um umhverfisgæði svo sem plássnýtingu eins og hámarks- og
lágmarksbreiddir gatna og gangstétta og kröfur um gæðakröfur til þeirra, svo sem
að hjólastígar skuli ekki ganga í hlykkjum, en það er ekki aðalatriði þegar
hjólastígar eru lagðir. Þegar horft er til hjólastíga þá skiptir mestu máli að lítið sé
um brekku og hjóla sé að mestu eftir hæðarlínum. Sú hugsun sést sjaldan þegar
um hjólastíga er að ræða í borginni. Þeir ganga óþarflega oft upp og niður
brekkur. Borgarhönnunarstefna kveður ennfremur á um kröfur til gæða og
fjölbreytni byggðar með áherslu á gæði íbúða, svo sem um næg birtuskilyrði,
skuggavarpsgreiningar, loftgæði, heilnæmt umhverfi og takmörkun á
hljóðmengun. Mál til komið er að takmarka hljóðmengun.


Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
um umferðarmál við Hallsveg/Víkurveg:

Lagfæringar eru nauðsynlegar á á gatnamótum Hallsvegur/Víkurvegur þar þarf
að fara fjórum sinnum yfir götu til að þvera veginn. Þarna eru engar sebrabrautir
og engin gönguljós. Þótt ekki hafi orðið slys þarna á gangandi eða hjólandi er
óþarfi að bíða eftir að það gerist. Hver manneskja skiptir máli og þær talningar
sem hér eru nefndar eru auk þess frá 2019. Verið er að fylgja eftir ábendingum
sem eiga rætur að rekja til áhyggna fólks. Hraðamælingar sem gerðar hafa verið
benda til þess að aksturshraði sé nokkuð hærri en hámarkshraði segir til um.
Fram kemur að það sé mat sérfræðinga á skrifstofu samgöngustjóra og
borgarhönnunar að umferð um Hallsveg sé of lítil til að ráðlagt sé að koma þar
fyrir sérstökum gangbrautarljósum. En hvað er það sem skiptir máli hér þegar
upp er staðið. Flokkur fólksins vonar að aðstæður þarna verði bættar því betra
er að byrgja brunninn áður en barn dettur ofan í hann. Flokkur fólksins var með
bókun í þessu máli 8.9. 21 og vísaði þá í erindi íbúaráðs Grafarvogs. Þá var
kvartað yfir því að hægt gangi að klára einföld atriði svo sem að gera
almennilegar aðstæður fyrir gangandi vegfarendur. Eiga þeir ekki að hafa
forgang?


Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
um kynningarátak á bílhúsum:

Flokkur fólksins er sammála því að þörf sé á kynningarátaki sér í lagi til að ná til
þeirra sem nota ekki snjalltæki: snjallsíma og þar af leiðandi engin snjallforrit.
Svo virðist sem starfandi samgöngustjóri hafi gleymt að slíkt fólk sé til. Hið
stafræna hefur náð slíkum tökum á samfélaginu að fólk, t.d. eldra fólk eða fatlað
fólk sem getur ekki vegna aldurs eða fötlunar nýtt sér snjalllausnir séu bara ekki
lengur til í samfélaginu? Þetta er forkastanlegt svo vægt sé til orða tekið. Þetta
er ekki aðeins spurning um nýtingu heldur að gera fólki til jafns kleift á að nýta
sér þá þjónustu sem er í boði þessa sem aðra. Bílastæðahús eru í augum margra
mjög óaðlaðandi staður að leggja bíl á vegna þrengsla, lýsingar og flókins
greiðslukerfis. Allt ætti að gera til að hjálpa fólki til að komast yfir þær hindranir
sem fólk ræður illa við í bílastæðahúsum. Kynningarátak er því góð tillaga og ætti
hiklaust að vera samþykkt. Við í Flokki fólksins viljum jafnframt að farið verði í
kynningarátak á þeim snjall forritum sem eru notuð í bílastæðum borgarinnar og
bara almennt í bílastæðum Reykjavíkur. Margir og kannski einkum eldri
kynslóðin er hrædd við notkun slíkra lausna.
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um rafskútur á göngugötum Mál nr. US220116
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rafskútur á
göngugötum, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25.
maí 2022.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og
borgarhönnunar.


Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skilti
Mál nr. US220134

Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skilti, sbr. 38.
liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa


Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðvist á KR svæðinu
Mál nr. US220136


Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hljóðvist á KR
svæðinu, sbr. 40. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní
2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.


Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um rafknúin farþegahjól fyrir fatlað fólk í Reykjavík Mál nr. US220150

Flokkur fólksins leggur til að Reykjavik kaupi rafknúin farþegahjól fyrir fatlað fólk
í Reykjavík. Þessi hjól hafa verið keypt í Hafnarfirði og hafa veitt gleði og frelsi
þar sem þau koma fólki milli staða með auðveldum hætti. Þau eru rafknúin og
auðveld í notkun. Komin er ákveðin reynsla á þessi hjól og hafa þau sem nota
þau fundist þetta bæta lífsgæði þeirra. Þessi hjól eru sögð hjálpa til við að efla
þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.
Frestað.


Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um kynningarátak á snjallforritum
Mál nr. US220152

Flokkur fólksins leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim snjallforritum sem
eru notuð í bílastæðum borgarinnar og bara almennt í bílastæðum Reykjavíkur.
Margir og kannski einkum eldri kynslóðin er hrædd við notkun slíkra lausna.
Fjölmargir hafa ekki hugmynd um hvaða forrit eru í boði og gildir þá einu um
reynslu og aldur í sjálfu sér. Upplýsingagjöf til borgarbúa er á ábyrgð borgaryfirvalda.
Frestað.


Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um úrbætur á Breiðholtsbraut
Mál nr. US220153

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs 29. júní 2022:
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úrbætur á Breiðholtsbraut – US220153
Flokkur fólksins leggur til að tafarlaust verði leyst úr umferðarvandamáli á Breiðholtsbraut. Skoða þarf ljósastýringu og losa um þá hindrun sem veldur því að bílar sitja fastir í brautinni meira og minna.


Greinargerð:
Algert neyðarástand ríkir á Breiðholtsbraut um þessar mundir og er viðvarandi teppa á þeim kafla sem er frá Jafnaseli að Rauðavatni. Þarna verður Breiðholtsbrautin með einni akrein í stað tveggja fram að Jafnasel. Þegar verst lætur og komast örfáir bílar í einu á grænu ljósi við Jafnasel. Kallað er eftir tafarlausum aðgerðum til að leysa þetta mál. Eina eðlilega framkvæmdin á þessu svæði er að tvöfalda Breiðholtsbrautina frá Jafnaseli að Rauðavatni en það gerist ekki á einni nóttu. Leysa þarf þetta mál nú þegar. Um hálftíma tekur fyrir bíl að fara upp Brautina á annatíma og er ekki við þetta unað.
Í ljósi þessa ástands er rangt að leggja áherslu á að greiða leið inn á einfalda Breiðholtsbrautina frá Kópavogi, með Arnarnesvegi. Áhersluna á að leggja á tvöföldun Breiðholtsbrautar.Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kostnað vegna undirbúnings við nýja byggð í Skerjafirði Mál nr. US220151

Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvað öll undirbúningsvinna við
uppbyggingu nýrrar byggðar í Skerjafirði og innviða hefur kostað til þessa. Óskað
er grófrar flokkunar/sundurliðunar á kostnaði. Mikil vinna og fjármagn hefur verið
veitt í skipulagningu á uppbyggingu í Skerjafirði sl. ár Flokkur fólksins hefur
ítrekað bókað um að þetta er ótímabær vinna vegna óvissu um
framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Nú eru ekki aðeins komin skil í málið heldur
afgerandi niðurstaða því Innviðaráðuneytið telur með öllu óásættanlegt að
Reykjavíkurborg ráðist í framkvæmdir í Skerjafirði án þess að fullkannað sé hvort
og þá með hvaða hætti sé búið að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á
rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Fresta á áformum um úthlutun lóða og
byggingarréttar og hefja engar framkvæmdir á umræddu svæði þar til niðurstaða
flug fræðilegrar rannsóknar liggur fyrir eins og segir í bréfi frá ráðuneytinu dags.
16. júní. Ljóst er að síðasti meirihluti fór á undan sér í þessu máli þrátt fyrir ítrekuð
varnarorð og tillögu um að fresta verkefninu um ókominn tíma. Flokkur fólksins
óttast að ef miklar tafir verða á framkvæmdum muni sú vinna sem lögð hefur
verið í hönnun og skipulag hins Nýja Skerjafjarðar ekki verða nothæft þegar
grænt ljós kemur á framkvæmdir sem óvíst er hvenær verður.21

 

Tillaga frá fulltrúa Flokks fólksins – Göngubrú fyrir Vogabyggð strax með greinargerð

Flokkur fólksins leggur til að strax verði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg, sem eru ein hættulegustu gatnamót Reykjavíkur. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heilsugæslu, vini og fleira.
Íbúar Vogabyggðar gera kröfu um að borgaryfirvöld standi við áform og gefin loforð um göngubrú. Samkvæmt þinglýstu samkomulagi við lóðarhafa frá 2016-17 mátti gera ráð fyrir göngubrú þegar árið 2019. Enn bólar ekkert á þessari brú. Nú fá íbúar þær fréttir að ekki verði af þessari göngubrú vegna þess að það eigi að setja Sæbraut í stokk. Framkvæmdir við stokk eiga ekki að hefjast fyrr en eftir tvö ár og klárast 2027. Samkvæmt áætlun á að koma bráðabirgðagöngubrú árið 2026, sem getur gagnast hverfinu. Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus: Göngubrú yfir Sæbraut strax. Krafan kemur líka fram í nýlegri undirskriftasöfnun íbúa. Við viljum hvetja borgarstjórn til að hlusta á íbúa Vogabyggðar og tryggja öryggi íbúa og barna í hverfinu. Það er hægt með því að byggja göngubrú til bráðabirgða strax.

Greinargerð

Reykjavíkurborg kynnti nýja Vogabyggð árið 2015. Þá var gert ráð fyrir 1100 – 1300 íbúðum til viðbótar við það sem fyrir var. Fyrstu íbúðir nýrrar byggðar voru afhentar sumarið 2019.[1] Í dag eru íbúar fluttir inn í hundruð íbúða og þeim mun fjölga hratt á næstu mánuðum og misserum. Í Græna Plani Reykjavíkurborgar, þar sem Vogabyggð er eitt helsta flaggskipið, er nú gert ráð fyrir að íbúðirnar geti orðið 1900.[2] Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á vistvænar samgöngur í nýrri Vogabyggð. Þetta kemur strax fram í hugmyndasamkeppni sem borgaryfirvöld efndu til 2013[3], ásamt því að vera leiðarstef í vinningstillögum:
Samgöngustefna hverfisins mun leggja megináherslu á vistvænar samgöngur, þar sem umferð gangandi og hjólandi ásamt almenningssamgöngum er sett í forgang, aðgengi einkabíla mætir afgangi þegar við á.[4]

Vogabyggð og áform um göngubrú
Í báðum vinningstillögum keppninnar er gert ráð fyrir göngubrú nálægt gatnamótum Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs/Sæbrautar, enda hefur verið ljóst frá upphafi að umrædd gatnamót voru aldrei hönnuð til að taka við gangandi eða hjólandi umferð. Í umsögn annarrar vinningstillögunnar segir eftirfarandi:
Göngu- og hjólastígakerfið tengist nærliggjandi hverfum og útivistarsvæðum. Auk umferðarljósa við Knarrarvog og Kleppsmýrarveg er gert ráð fyrir göngubrú yfir Sæbraut. Göngubrúin tengir Tranavog og Snekkjuvog, eflir vistvænar samgöngur milli hverfanna og eykur öryggi skólabarna og gangandi vegfarenda.[5]

Mbl.is segir frá því í frétt, að á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum við Sæbraut við Snekkjuvog.[6] [7] Í samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og lóðarhafa í Vogabyggð – undirritað 22. Janúar 2016, samþykkt af borgarráðið 28. janúar 2016 og þinglýst í mars 2017 – skuldbindur borgin sig til að beita sér fyrir því að göngubrú yfir Sæbraut rísi innan tveggja ára frá staðfestingu nýs deiliskipulags (5. gr.). Umrætt deiliskipulag er fylgiskjal við þetta þinglýsta samkomulag. Hefði þetta gengið eftir má gera ráð fyrir að göngubrú yfir Sæbraut hefði verið tilbúin ekki síðar 2019, sem hefði líka verið í samræmi við fyrirætlanir um göngubrú kæmist í gagnið á þeim tíma sem fyrstu íbúarnir væru að flytja inn í nýtt hverfi.


Núverandi aðstæður og upplifun íbúa
Flokkur fólksins undirstrikar að núverandi kringumstæður í hverfinu valda íbúum miklum áhyggjum. Þeir telja sig svikna og aðstæður vera raunverulega ógn við öryggi þeirra og sérstaklega barnanna, sem sækja alla innviði, þjónustu, og félagsskap, yfir Sæbraut: skóla, leikskóla, frístundir, bókasafn, leiksvæði, heilsugæslu, verslanir, vini o.fl. Nokkur fjöldi íbúa telur sig þegar hafa lent í hættulegum aðstæðum á gatnamótunum t.d. þegar bílar virða ekki rautt ljós. Íbúar hafa með mismunandi hætti vakið athygli á málinu, leitað beint til Reykjavíkurborgar í gegnum vef, eða beint til embættismanna og kjörinna fulltrúa í tölvupóstum eða á annan hátt. Áhyggjur íbúa koma einnig skýrt fram á Facebook-síðunni Nýja Vogabyggð 104 – Íbúar, í nýlegri undirskriftasöfnun[8] og í fjölmiðlum.[9] [10] [11]


Gatnamótin sem um ræðir koma ekki með nokkru móti til móts við þarfir gangandi eða hjólandi umferðar. Stórt nýtt íbúðarhverfi hefur verið reist við eina helstu stofnæð borgarinnar, við helsta hafnar og iðnaðarsvæði borgarinnar, með öllum þeim þungaflutningum sem fylgja, án þess að nokkuð hafi verið gert til að tryggja öryggi vegfarenda. Umrædd gatnamót eru með sama sniði og þegar ekkert íbúðahverfi var austan Sæbrautar. Raunar má benda á að nærliggjandi gatnamót Sæbrautar, þar sem ekki íbúðabyggð nálægt eru skömminni skárri. Þar eru vegfarendur a.m.k. í örlitlu skjóli frá umferð standi þeir á miðju þeirra. Þessu er ekki til að dreifa á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar, þar sem nú er stöðug umferð gangandi vegfarenda (sbr. engin vegrið eða eyja milli akreina fyrir gangandi vegfarendur).


Áhrif áforma um vegstokk á göngubrú og mögulegar lausnir
Það má leiða að því sterkar líkur að áform um göngubrú yfir Sæbraut hafi verið seinkað eftir að upp komu hugmyndir um að setja Sæbraut í stokk að mati Flokks fólksins. Samkvæmt matsáætlun um framkvæmdina frá júní 2022 er gert ráð fyrir að í janúar 2026 (3. áfangi) verði komin bráðabirgðar göngubrú yfir Sæbraut á stað sem gagnast hverfinu og börnum þess.[12] Standist þessar áætlanir þurfa íbúar að bíða til 2026 eftir bráðabirgðalausn. Það eru allt of mörg ár við mjög hættulegar kringumstæður.

Hér er komið að fyrstu mögulegu lausn, sem er einfaldlega að flýta byggingu þeirrar bráðabirgðarbrúar, sem þegar er gert er ráð fyrir í áætlunum um Sæbraut í stokk og hefjast handa við hana strax.

Önnur mögulega lausn er sú sem nefnd í vinningstillögu frá 2013/14 og vitnað í hér að ofan. Það er að gera bráðabirgðabrú frá Tranavogi yfir í Snekkjuvog, þar sem Reykjavíkurborg mun nú þegar eiga land, sem myndi nýtast fyrir slíka brú.[13] Bein leið er úr Snekkjuvogi að lóð Vogaskóla. (Samkvæmt munnlegum upplýsingum úr stjórnkerfinu er um að ræða lóðir á milli þar sem málningavöruverslun Slippsins var og Fossberg. Það er ca. 5 metra bil milli húsanna beint upp af Tranavogi. Áður var þar vegur frá Snekkjuvogi yfir Sæbraut og niður Tranavog. Göngubrú gæti þá mögulega komið frá enda Snekkjuvogar (sem liggur ofar) og þess vegna endað hinu megin við Tranavog/Dugguvog.)
Þriðja mögulega lausn eru undirgöng. Einföld undirgöng er t.a.m. að finna undir Lindarveg í Kópavogi og víðar.

Á meðan göngubrú er ekki komin á gatnamót Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegs/Sæbrautar er nauðsynlega að hyggja mun betur að öryggi vegfarenda með markvissum aðgerðum. Þar á meðal hægja á umferð, koma upp vegmyndavélum, vegriðum og eyjum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, skiltum (t.d. „Börn á leið í skóla“) og umferðaljósum á aðreinum og fráreinum gatnamótanna.

 

Flokkur fólksins leggur til að tafarlaust verði leyst úr umferðarvandamáli á Breiðholtsbraut. Skoða þarf ljósastýringu og losa um þá hindrun sem veldur því að bílar sitja fastir í brautinni meira og minna.

Greinargerð:

Algert neyðarástand ríkir á Breiðholtsbraut um þessar mundir og er viðvarandi teppa  á þeim kafla sem er frá Jafnaseli að Rauðavatni. Þarna verður Breiðholtsbrautin með einni akrein í stað tveggja fram að Jafnasel. Þegar verst lætur og komast örfáir bílar í einu á grænu ljósi við Jafnasel.

Kallað er eftir tafarlausum aðgerðum til að leysa þetta mál. Eina eðlilega framkvæmdin á þessu svæði er að tvöfalda Breiðholtsbrautina frá Jafnaseli að Rauðavatni en það gerist ekki á einni nóttu. Leysa þarf þetta mál nú þegar. Um hálftíma tekur fyrir bíl að fara upp Brautina á annatíma og er ekki við þetta unað.

Í ljósi þessa ástands er rangt að leggja áherslu á að greiða leið inn á einfalda Breiðholtsbrautina frá Kópavogi, með Arnarnesvegi. Áhersluna á að leggja á tvöföldun Breiðholtsbrautar.

________________________________________
[1] Sjá https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/23/skolabornum_ekid_yfir_saebraut/
[2] Sjá https://graenaplanid.reykjavik.is/vaxandi-borg/graen-ibudauppbygging/vogabyggd
[3] Sjá https://2021.reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/rvk_augl_vogabyggd_samkeppni03.pdf
[4] Sjá https://reykjavik.is/sites/default/files/svid_skjol/USK/tillaga5.pdf
[5] https://reykjavik.is/sites/default/files/svid_skjol/USK/tillaga5.pdf
[6] Sjá https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/23/skolabornum_ekid_yfir_saebraut/
[7] Ekki tókst að finna fundargerðir skipulagsráðs frá þessum tíma í gegnum vef Reykjavíkurborgar.
[8] Sjá https://is.petitions.net/gongubru_yfir_sabraut?fbclid=IwAR3IByqxlcnuDd4mYtD1RlJJ5Us-bcZKFUxU4AlCsnaUB6_VIaLtFsbcs6Y
[9] Sjá https://www.visir.is/g/20222279978d/reykja-vikur-borg-og-bornin-i-voga-byggd-thegar-yfir-vald-tapar-til-veru-retti-sinum
[10] Sjá https://www.visir.is/k/83a546d9-d7d4-4824-a116-583d5266c79c-1656405032927
[11] Sjá https://www.frettabladid.is/frettir/gongubru-yfir-saebraut-er-sogd-oryggismal-borgarbua/
[12] Sjá https://skipulag.eplica.is/media/attachments/Umhverfismat/1855/Mats%C3%A1%C3%A6tlun%20vegstokks%20%C3%A1%20S%C3%A6braut.pdf