Bókun Flokks fólksins við svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 24. febrúar 2021, um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, ásamt minnisblaði sviðsstjóra, dags. 24. febrúar 2021:
Það eru tveir stórir þættir í reglunum sem eru verulega íþyngjandi og er hið fyrra grein um framfærsluskyldu. Vísað er í dóm Hæstaréttar að einstaklingur geti haft sjálfstæðan rétt til að hafa sína tekjur. Dómurinn sagði að það væri í lagi að skerða fjárhagsaðstoð vegna tekna maka en dómurinn sagði ekkert um það hvort Reykjavík gæti breytt sínum reglum á þá leið að engin slík skerðing færi fram. Í rauninni var fjallað um það að svigrúm sé rýmra þegar reglur um fjárhagsaðstoð eru ákveðnar en t.d. það svigrúm sem á við um þær ótímabundnu greiðslur sem almannatryggingalög mæla fyrir um. Ekkert kemur fram í þessu dómsmáli sem gefur til kynna að það myndi brjóta gegn ákvæðum hjúskaparlaga eða laga um félagsþjónustu sveitarfélaga að afnema tekjutengingu við maka.
Hið síðara er „króna á móti krónu“. Við gerð reglna um fjárhagsaðstoð er vel hægt að víkja frá þessu krónu á móti krónu, enda ávinningur af því fyrir alla. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að Reykjavík auki við fjárhagsaðstoð eða breyti reglunum þannig að fjárhagsaðstoð skerðist ekki krónu móti krónu. Lög um félagsþjónustu hafa að geyma ákvæði um lágmarksskyldur sveitarfélaga en takmarka ekki hve mikið þau mega gera umfram þær lágmarksskyldur.