Úti í kuldanum

Flokkur fólksins hefur barist fyrir hóp hjólhýsabúa með kjafti og klóm frá 2018. Baráttan gengur út á að finna þeim hentugt svæði fyrir hjólhýsin sín sem eru þeirra heimili í borgarlandinu. Lengi vel var hópurinn í Laugardal en var flæmdur þaðan.  Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri lýsti í sumar sem leið viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi. Flokki fólksins fannst þetta viðhorf ekki sýna mikla samkennd eða skilning með þessum hópi fólks sem óskar þess eins að eiga öruggt skjól sem hægt er að kalla heimili. Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Í þrígang hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum Ráðhússins um stöðu mála og fundi sem búið var að lofa mér og formanni Samtaka Hjólhýsabúa.  Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt frá honum eða meirihlutanum. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist

Lesa meira »

Borgarstjórnarfundur 19. nóvember 2024 Loftkastalinn

Borgarstjórn Reykjavíkur 19. nóvember 2024 Umræða vegna mistaka Reykjavíkurborgar við gerð deiliskipulags lóðanna Gufunesvegur 34 og Þengilsbás 1, Loftkastalinn (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins) Greinargerð Málið er um lóðirnar Gufunesvegur 34 (G34) og Þengilsbás 1. Eigandi fyrirtækisins Loftkastalinn keypti af Reykjavíkurborg árið 2018 eina lóð með húsi og byggingarrétti. Loftkastalinn er fyrirtæki sem vinnur að leikmunagerð og var tilgangurinn með kaupunum að nota eignina fyrir stóra leikmuni sem smáa. Um er að ræða gamalt sérhæft verksmiðjuhús sem hýsti á sínum tíma vissan hluta starfsemi áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og birgðaskemmur Áburðarverksmiðjunnar og óbyggðbaklóð. Hlutar húsnæðisins eru með mikilli lofthæð sem getur t.a.m. hentað vel til leikmyndagerðar. Allar eignirnar þarfnast talsverðs viðhalds. Ein af forsendum kaupanna var að gólf væntanlegrar viðbyggingar og lóðin væru sem mest á jafnsléttu og gólfin í svipaðri hæð og er í gömlu húsunum. Það er til að auðvelt sé að renna t.d. stórum leikmyndum á milli húsa. Áður en skrifað var undir kaupsamning lá ljóst fyrir af hálfu Reykjavíkurborgar í hvaða sérstaka tilgangi fyrirtækið hygðist nota eignina. Þetta er staðfest í fréttatilkynningu sem barst frá Reykjavíkurborg 12. janúar 2018 eða 4 dögum áður en skrifað var undir kaupsamninginn. Eftir að kaupin voru frágengin var ákveðið að skipta lóðinni í tvennt og eigendum sagt að það hefði engin áhrif á neitt hjá þeim. Síðar kom í ljós að hækka átti

Lesa meira »

Leit að málum