Skýrsla innri endurskoðunar kynnt um Nauthólsveg 100
Bókun Flokks fólksins:
Skýrsla innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 er svört og mikið áfall. Í henni er rakið hvernig hver þáttur á eftir öðrum stríddi gegn góðum stjórnsýsluháttum. Nefna má að verkefnin voru ekki boðin út, kostnaðareftirlit var ábótavant, ekki voru gerðir samningar, margar vinnustundir skrifaðar og á einum tímapunkti voru 18 verktakar í vinnu. Reikningar voru samþykktir en ekki fylgst með að útgjöld væru innan fjárheimildar. Í frumkostnaðaráætlun vantaði marga þætti og sú áætlun sem gerð var, var ekki virt. Fram kemur að innkauparáð fékk ekki réttar upplýsingar, skýrslu ráðsins var ekki fylgt eftir. Biðlund ráðsins var of mikil eftir því sem fram kemur. Eitt það alvarlegasta er að borgarráð fékk rangar upplýsingar. Flokkur fólksins myndi vilja fá álit frá aðila utan borgarkerfisins á broti á innkaupareglum og umboðsþáttum. Fram kemur að misferlisáhætta er mikil en skortur er á sönnunum. En liðið er liðið og ekki er efast um borgarmeirihlutinn mun draga af þessu lærdóm og breytingar gerðar í kjölfarið til að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. En er þar með verið að draga eitt stórt pennastrik yfir Nauthólsveg 100? Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst enn mörgum spurningum ósvarað og þá kannski helst sú, mun einhver ætla að axla á þessu ábyrgð?
Bókun Flokks fólksins vegna innleiðingu þjónustustefnu meirihlutans
Í kynningunni kemur fram að leggja á áherslu m.a. á notendamiðaða hönnun og notendasamráð almennt séð. Flokkur fólksins hefur það staðfest að notendasamráð ekki síst þegar verkefni eru á fyrstu stigum þróunar og skipulagningar er víða ábótavant. Eins og fram hefur komið er það á ábyrgð fagsviðsins. Engu að síður þurfa markmiðin að vera ávörpuð með sama hætti á öllum stigum. Aðeins notendur þjónustu geta staðfest hvort haft sé fullnægjandi notendasamráð. Lagt er til að gerð sé könnun hjá Öryrkjabandalaginu og öðrum hagsmunahópum þar sem spurt er um upplifun þeirra á notendasamráði og notendamiðaðri hönnun. Ef tala á um raunverulegt notendasamráð sem dæmi þurfa notendur helst sjálfir að vera með í að stýra verkefninu. Þá vill Flokkur fólksins hvetja til ríkra tengsla milli hugmyndsviðs og framkvæmdarsviðs til að tryggja að þjónustan verði útfærð með þeim hætti að notandinn upplifi að hann sé hafður með í ráðum frá hugmynd til framkvæmdar.
Í kynningunni kemur fram að leggja á áherslu m.a. á notendamiðaða hönnun og notendasamráð almennt séð. Flokkur fólksins hefur það staðfest að notendasamráð ekki síst þegar verkefni eru á fyrstu stigum þróunar og skipulagningar er víða ábótavant. Eins og fram hefur komið er það á ábyrgð fagsviðsins. Engu að síður þurfa markmiðin að vera ávörpuð með sama hætti á öllum stigum. Aðeins notendur þjónustu geta staðfest hvort haft sé fullnægjandi notendasamráð. Lagt er til að gerð sé könnun hjá Öryrkjabandalaginu og öðrum hagsmunahópum þar sem spurt er um upplifun þeirra á notendasamráði og notendamiðaðri hönnun. Ef tala á um raunverulegt notendasamráð sem dæmi þurfa notendur helst sjálfir að vera með í að stýra verkefninu. Þá vill Flokkur fólksins hvetja til ríkra tengsla milli hugmyndsviðs og framkvæmdarsviðs til að tryggja að þjónustan verði útfærð með þeim hætti að notandinn upplifi að hann sé hafður með í ráðum frá hugmynd til framkvæmdar.
Tillaga Flokks fólksins að borgarstjóri leggi af jólakortasendingar
Svar skrifstofu við tillögu er varðar jólakortasendingar borgarstjóra
Bókun vegna jólakortakostnaðar DBE
Í stóra samhenginu er hálf milljón e.t.v. ekki stór upphæð. Engu að síður er hér um að ræða tveggja mánaða laun fjölmargra borgarbúa. Rafræn jólakort kosta ekkert. Sé valið að fara þá leið myndi það sýna að borin sé virðing fyrir peningum útsvarsgreiðenda. Jólakveðja er jólakveðja og eru umbúðirnar aukaatriði, það er hugurinn sem skiptir máli.
Tillögur Flokks fólksins er snúa að umferðarmálum og umferðaröryggi
Flokkur fólksins leggur til að borgarmeirihlutinn vinni markvisst og fljótt að því að gera öll gönguljós þannig úr garði að þau séu með skynjunarbúnað sem gefi frá sér hljóðmerki þegar fótgangandi nálgast og sem nema og laga sig að umhverfishljóðum.
Beiti sér fyrir að vinnutími þeirra sem starfa í miðborginni verði breytilegur og þá er átt við enn breytilegri en nú er í þeim tilgangi að létta á umferðarteppu í og úr miðbænum á ákveðnum tíma árdegis og síðdegis.
Beitti sér í ríkari mæli fyrir að atvinnufyrirtæki rísi í úthverfum frekar en í miðborginni. Einnig að skoða hvaða fyrirtæki sem nú eru í miðbænum mætti hugsanlega færa í úthverfin í þeim tilgangi að létta á umferð í og úr miðborginni sem er orðin óbærilega þung.