Borgarráð 30. ágúst 2018

Fyrirspurn Flokks fólksins um þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda

Hver er núverandi staða í Reykjavík er varðar þjónustu við börn með tal- og málþroskavanda? Hvað mörg börn eru á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings í leikskólum borgarinnar? Hvað mörg börn eru á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings í grunnskólum? R18080195

Fyrirspurn Flokks fólksins um hreyfingu á íbúðum hjá Félagsbústöðum

a)Hversu margar íbúðir losnuðu hjá Félagsbúðstöðum á síðasta ári?
b) Hver er ástæðan fyrir því að þær losna.
c)Hversu langur tími líður að meðaltali frá því að íbúð losnar og þar til að hún er leigð út aftur?
d)Hve margar íbúðir eru lausar núna (ágúst/september) hjá Félagsbústöðum
e) Hvenær fara þær íbúðir sem eru lausar núna í útleigu?