Borgarráð 4. apríl 2019

Bókun Flokks fólksins vegna nýrrar skýrslu Innri endurskoðunar m.a. um framúrkeyrslu Mathallarinnar:

Nú liggja fyrir niðurstöður úttektar Innri endurskoðunar (IE) á Mathöll, Sundhöll, hjólastíg v. Grensásveg og Vesturbæjarskóla. Öll verkefni fóru fram úr áætlun. Mathöllin fór 102% fram úr kostnaðaráætlun og útgjöld án heimilda voru 46.9 mkr. Niðurstaða IE er að hugsanlega voru sveitarstjórnarlög brotin. Útboð var verulega ábótavant sem dæmi voru endurbætur utanhúss gerðar á grundvelli innkaupaferlis en trésmíðavinna innanhúss var ekki boðin út. Kostnaðaráætlanir voru ítrekað vanmetnar. Áætlanir um eftirlit reyndust einnig stórum vanmetnar. Segir í skýrslunni að ítrekaðar vanáætlanir skaða ekki bara orðspor heldur vekja upp spurningar um hvort önnur sjónarmið liggi að baki s.s. ,,að fá samþykki á grundvelli vanmetinnar áætlunar í trausti þess að sækja viðbót síðar enda ekki hægt að stöðva framkvæmdir‘‘. Rauð ábending er vegna alvarlegra veikleika í innra eftirliti og rautt áhættustig snýr að gerð kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti sem Umhverfis og skipulagssvið ber ábygð á. Fram hefur komið hjá Endurskoðunarnefnd að allt of langur tími (2-4 ár) líður oft frá því að úttekt er gerð af IE og þar til skrifstofan fylgir eftir eigin ábendingum. Hefði IE fylgt ábendingum skýrslu 2015 eftir, hefði aldrei orðið neinn braggaskandall. Þetta er grafalvarlegt og innihald skýrslunnar allrar er enn eitt áfallið sem dynur yfir borgarbúa