Lagður fram til síðari umræðu samantekinn ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 (A- og B-hluti), ódags., ásamt skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. apríl 2021, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 15. apríl 2021, greinargerð B-hluta fyrirtækja 29. apríl 2021 ásamt meðfylgjandi gögnum:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá við atkvæðagreiðslu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2020. Forgangsröðun borgarinnar við útdeilingu fjármagns er kolröng. Fólkið sjálft, grunn- og önnur þjónusta er vanrækt eins og sjá má í biðlistatölum og fjölgun tilvísun til skólaþjónustu og barnaverndar á meðan farið er offari í eyðslu fjár í stafræna umbreytingu langt umfram það sem þyrfti til að fá fullnægjandi snjalllausnir í borginni. Milljónir eru settar í tilraunastarfsemi á meðan biðlistar eftir sálfræðiþjónustu barna er í sögulegu hámarki. Mörg dæmi er um bruðl og sóun og að ekki sé verið að fara vel með fjármagn borgarbúa. Nægt hefði að setja helmingi minna fjármagn, eða 5 milljarða í stað 10 í stafræna umbreyting og og hinn helminginn hefði mátt nota til að mæta þörfum barna, öryrkja og eldri borgara sem og hjálpa þeim sem glíma við fátækt sem hefur farið vaxandi í COVID. Ekki er séð að þessi meirihluti hafi undirtökin í rekstri borgarinnar og fyrirtækjum hennar. Ef hallarekstri er mætt með lántökum jafnframt því sem á að taka lán til að ráðast í framkvæmdir þá er ekki von á góðu.
Fyrirvari fulltrúa Flokks fólksins við undirritun Ársreiknings 2020:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins staðfestir ársreikning 2020 með fyrirvara um að engar skekkjur séu vegna mistaka eða sviksemi sem endurskoðun hafði ekki upplýsingar um. Það sem Ársreikningur sýnir er óábyrg fjármálastjórnun og ekki er verið að fara vel með fé borgarbúa. Ekki er séð að meirihlutinn í borgarstjórn hafi undirtökin í rekstri borgarinnar og fyrirtækjum hennar. Ef hallarekstri er mætt með lántökum jafnframt því sem á að taka lán til að ráðast í framkvæmdir þá er ekki von á góðu.