Borgarstjórn 21. september 2021

Umræða um biðlista fatlaðs fólks eftir sértæku húsnæði og húsnæði með stuðningi (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)

Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins með umræðu um biðlista fatlaðs fólks eftir sértæku húsnæði og húsnæði með stuðningi
Húsnæði fyrir fatlað fólk skiptist í sértækt húsnæði og húsnæði með stuðningi. Í þessi úrræði hefur alltaf verið biðlisti. Staðan þann 1. september sl. var að fjöldi umsækjenda sem bíða eftir fyrsta húsnæði er 136 og fjöldi sem bíður eftir milliflutningi 32. Það gera samtals 168 einstaklingar og hafa 40 einstaklingar beðið lengur en 5 ár. Biðlistatölur hafa lítið breyst síðustu ár. Árið 2019 biðu 145 einstaklingar eftir sértæku húsnæði í 1. til 3. flokki. Árið 2014 voru tölurnar þær sömu. Sumir hafa beðið í fjöldamörg ár, fatlað fólk sem er orðið rígfullorðið og býr enn hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum. Kvartanir hafa borist um að umræddur biðlisti sé ekki eiginlegur biðlisti heldur sé frekar um að ræða haug heldur en kerfisbundinn skipulagðan lista. Þeir sem hafa beðið lengst virðast ekki endilega færast ofar á biðlistann. Dæmi eru um að einstaklingi sé sagt að hann sé „næstur“ en síðan hefur komið í ljós að það er ekki rétt og aðrir þá teknir framfyrir. Búið er að dæma í einu máli sem þessu og var þar einstaklingi dæmd 1 .m.kr. í miskabætur.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Húsnæði fyrir fatlað fólk skiptist í sértækt húsnæði og húsnæði með stuðningi. Í þessi úrræði hefur alltaf verið biðlisti eins og um sé að ræða lögmál. Staðan þann 1. september sl. var að fjöldi umsækjenda sem bíða eftir fyrsta húsnæði er 136 og fjöldi sem bíður eftir milliflutningi 32. Það gera samtals 168 einstaklinga og hafa 40 einstaklingar beðið lengur en 5 ár. Biðlistatölur hafa lítið breyst síðustu ár. Árið 2019 biðu 145 einstaklingar eftir sértæku húsnæði í 1. til 3. flokki. Árið 2014 voru tölurnar þær sömu. Sumir hafa beðið í fjöldamörg ár, fatlað fólk sem er orðið fullorðið og býr enn hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru jafnvel orðnir aldraðir og veikir vegna álags svo ekki sé minnst á álag þeirra sem eru á biðlistanum. Kvartanir hafa borist um að umræddur biðlisti sé ekki eiginlegur biðlisti heldur sé frekar um að ræða haug heldur en kerfisbundinn skipulagðan lista. Þeir sem hafa beðið lengst virðast ekki endilega færast ofar á biðlistann. Dæmi eru um að einstaklingi sé sagt að hann sé „næstur“ en síðan hefur komið í ljós að það er ekki rétt og aðrir þá teknir fram fyrir. Búið er að dæma í einu máli sem þessu og var þar einstaklingi dæmd 1.m.kr. í miskabætur.

 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Í gildi er uppbyggingaráætlun sem byggir á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar til 2030 og stefnu Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum 2014–2023. Til grundvallar uppbyggingaráætluninni var greinargóð þarfagreining sem unnin var á velferðarsviði. Í heildina er um að ræða alls 183 íbúðir en áætlunin hefur verið uppfærð nokkrum sinnum. Nú er í gangi endurskoðun þarfagreiningar. Verði niðurstaða hennar sú að breyta þurfi uppbyggingaráætlun, til að ná utan um þörf fyrir húsnæði á þessum tíma, þá verður skoðað hvernig má mæta því. Það er erfitt að bíða lengi eftir húsnæði og enn bíða 136 einstaklingar eftir úthlutun. Í Reykjavík búa í dag 462 einstaklingar í húsnæði fyrir fatlað fólk og á síðustu 3 árum fengu 145 einstaklingar úthlutað húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík.

Bókun Flokks fólksins við umræðu um grunnskólalíkanið Eddu, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. september:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar því að nú sé að koma nýtt og betrumbætt reiknilíkan skólanna. Hið gamla var löngu orðið úrelt og plástrað eins og fram kom í skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskólanna. Einn starfsmaður kunni á líkanið sem notað var til að úthluta tæpum 35 milljörðum til skólanna. Úthlutun fjármagns var í sumum tilfellum byggð á kolröngum forsendum. Það sætir furðu að gamalt, úrelt excel-vinnuskjal hafi lifað svo lengi og fengið að valda svo miklum usla. Gera má ráð fyrir að hafi ekki skýrsla innri endurskoðunar verið með svo afgerandi álit þá væri hið plástraða skjal enn aðalleiðarljós skóla- og frístundasviðs við útdeilingu fjármuna til skóla. Fram hefur komið að við úthlutun fjármagns í framtíðinni á að draga enn meira úr greiningum. Síðustu ár hafa mörg börn með röskun, jafnvel með hamlandi einkenni röskunar útskrifast úr grunnskóla án þess að fá þjónustu fagaðila en á biðlista eru nú tæp 1.500 börn. Ef barn með hamlandi einkenni ADHD fær ekki greiningu með tilheyrandi eftirfylgni er það að glíma við afleiðingar kannski alla ævi. Sjálfsmat brotnar enda barnið sífellt að rekast á veggi. Nú er margra ára bið hjá ADHD teymi Landspítala, einstaklingar sem fengu ekki greiningu í grunnskóla.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg taki upp sveigjanleg starfslok, en í dag gilda reglur borgarinnar og ákvæði kjarasamninga sem skylda starfsmenn til að hætta í starfi við sjötugt:

Á fundi 11. apríl 2019 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að Reykjavíkurborg leiti leiða til að bjóða upp á að vinnulok verði með sveigjanlegri hætti en nú er, þ.e. að starfslok séu við sjötugsaldur. Tillögunni var vísað frá. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en leggja fram nánast sömu tillögu fram núna. Eitt aðalmál Flokks fólksins er að eldri borgarar og öryrkjar sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði geti það og án skerðinga. Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja almannatryggingarlögum þegar kemur að skerðingum og getur því bætt kjör þessa hóps með því að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Borgin ætti að vera fremst í flokki með öllum þeim störfum sem þar bjóðast og bjóða upp á sveigjanleika þegar komið er að starfslokum. Sveigjanleikinn er allra hagur og borgaryfirvöld geta með virkum hætti stuðlað að því að hann verði sem mestur. Kjarasamningar kveða á um heimild til að óska eftir undanþágu til eins árs í einu með sérstöku leyfi borgarstjóra. Árið 2016 kom út skýrsla í tengslum við aldursvænar borgir og þá voru lagðar til ýmsar birtingamyndir um sveigjanleg starfslok. Vegferðin hófst fyrir meira en 6 árum en er enn á byrjunarreit hjá þessum meirihluta.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um starfsemi og virkni gas- og jarðgerðarstöðvarinnar GAJA og innleiðingu hringrásarhagkerfisins:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2019 að komið yrði á þriggja tunnu flokkunarkerfi við heimili. Því var hafnað og átti ný jarðgerðarstöð GAJA að sjá um flokkun og framleiða hágæða moltu og metan til að selja. SORPA hefur nú tekið u-beygju. Hefja á lífræna hirðu við heimili í haust. Nýjasta áfallið er mygla í límtré í burðarvirki GAJU. SORPA og hönnuðir GAJU kenna hvor öðrum um. Framkvæmdastjóri SORPU segir að ekki hefði átt að nota límtré í svona starfsemi en verkfræðistofan segir þetta hafa verið hugmynd SORPU. En þó er það þannig að allt timbur fer að rotna þegar rakinn í því fer yfir 20%. Komið er í veg fyrir myglu með góðri loftræstingu eins og gert er t.d. í fjósum sem eru byggð með burðarvirki úr límtré. Ljóst er að SORPA ræður ekki við verkefnið. Það er alvarlegt að eftirlit sé á svo lágu plani að svona geti gerst. Lærðu menn ekkert á braggamálinu? Því miður er skaðinn óafturkræfur og milljarðar flognir út um gluggann. Flokkur fólksins hefur gagnrýnt bs. fyrirkomulagið. Hvert ruglið hefur fengið að þrífast í bs. kerfinu enda ólýðræðislegt. Í þeirri stöðu sem komin er upp telur fulltrúi Flokks fólksins að nú ætti að leggja áherslu á að hvetja til heimajarðgerðar. Víða er fólk með aðstöðu til þess.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 4. lið fundargerðar forsætisnefndar:

Liður 3; Fulltrúi Flokks fólksins vill ekki að lögð verði frekari gjöld á borgarbúa sem tengjast SORPU og vandamálum þess bs. fyrirtækis. Við meðhöndlun úrgangs vill fulltrúi Flokks fólksins að fólk hafi ávallt val um hvort það þiggi lífræna tunnu eður ei ef hún verður gegn gjaldi. Í þeirri stöðu sem komin er upp núna með GAJU og nauðsyn þess að gera það sem átti að gera fyrir löngu þ.e. að flokka lífrænan úrgang þar sem hann verður til, er mikilvægt að borgarbúar eigi þess ávallt kost að hafa sína eigin heimajarðgerð hafi þeir aðstöðu til þess.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar borgarráðs 16. september:

Vænst er að eftir flutning verði þessi mál gegnsærri og hætt verði að fela hluti svo sem hversu mikil vinna er hjá hundaeftirlitsmanni. Ljóst er að ekki er þörf á tveimur hundaeftirlitsmönnum. Hundaeigendur einir eru látnir halda uppi dýraþjónustu í borginni með gjaldtöku fyrir að eiga hund. Þeim er skylt að greiða skráningargjald, 11.900 kr., eftirlitsgjald, 9.900 kr., og handsömunargjald sleppi hundurinn, kr. 30.200. Enginn afsláttur er gefinn ef fólk á fleiri hunda og ekki er hægt að framselja leyfi. Komið er inn ákvæði um refsingar sé samþykktinni ekki fylgt, allt að fjögurra ára fangelsi. Hundaeigendur þurfa ekki á dýraþjónustu Reykjavíkur að halda. Hagsmunasamtök hundaeigenda sjá um flest allt, t.d. fræðslu. Matvælastofnun sinnir ábendingum ef grunur er t.d. um illan aðbúnað. Áfram á að halda inni að birta lista yfir hvar hundar eiga heima. Fulltrúa Flokks fólksins finnst engin haldbær rök vera fyrir því.

Bókun Flokks fólksins við umræðu um grunnskólalíkanið Eddu, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. september:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar því að nú sé að koma nýtt og betrumbætt reiknilíkan skólanna. Hið gamla var löngu orðið úrelt og plástrað eins og fram kom í skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskólanna. Einn starfsmaður kunni á líkanið sem notað var til að úthluta tæpum 35 milljörðum til skólanna. Úthlutun fjármagns var í sumum tilfellum byggð á kolröngum forsendum. Það sætir furðu að gamalt, úrelt excel-vinnuskjal hafi lifað svo lengi og fengið að valda svo miklum usla. Gera má ráð fyrir að hafi ekki skýrsla innri endurskoðunar verið með svo afgerandi álit þá væri hið plástraða skjal enn aðalleiðarljós skóla- og frístundasviðs við útdeilingu fjármuna til skóla. Fram hefur komið að við úthlutun fjármagns í framtíðinni á að draga enn meira úr greiningum. Síðustu ár hafa mörg börn með röskun, jafnvel með hamlandi einkenni röskunar útskrifast úr grunnskóla án þess að fá þjónustu fagaðila en á biðlista eru nú tæp 1.500 börn. Ef barn með hamlandi einkenni ADHD fær ekki greiningu með tilheyrandi eftirfylgni er það að glíma við afleiðingar kannski alla ævi. Sjálfsmat brotnar enda barnið sífellt að rekast á veggi. Nú er margra ára bið hjá ADHD teymi Landspítala, einstaklingar sem fengu ekki greiningu í grunnskóla.

 

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg taki upp sveigjanleg starfslok, en í dag gilda reglur borgarinnar og ákvæði kjarasamninga sem skylda starfsmenn til að hætta í starfi við sjötugt:

Á fundi 11. apríl 2019 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að Reykjavíkurborg leiti leiða til að bjóða upp á að vinnulok verði með sveigjanlegri hætti en nú er, þ.e. að starfslok séu við sjötugsaldur. Tillögunni var vísað frá. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en leggja fram nánast sömu tillögu fram núna. Eitt aðalmál Flokks fólksins er að eldri borgarar og öryrkjar sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði geti það og án skerðinga. Sveitarfélagi er ekki skylt að fylgja almannatryggingarlögum þegar kemur að skerðingum og getur því bætt kjör þessa hóps með því að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Borgin ætti að vera fremst í flokki með öllum þeim störfum sem þar bjóðast og bjóða upp á sveigjanleika þegar komið er að starfslokum. Sveigjanleikinn er allra hagur og borgaryfirvöld geta með virkum hætti stuðlað að því að hann verði sem mestur. Kjarasamningar kveða á um heimild til að óska eftir undanþágu til eins árs í einu með sérstöku leyfi borgarstjóra. Árið 2016 kom út skýrsla í tengslum við aldursvænar borgir og þá voru lagðar til ýmsar birtingamyndir um sveigjanleg starfslok. Vegferðin hófst fyrir meira en 6 árum en er enn á byrjunarreit hjá þessum meirihluta.

 

Bókun Flokks fólksins við umræðu um starfsemi og virkni gas- og jarðgerðarstöðvarinnar GAJA og innleiðingu hringrásarhagkerfisins:

Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu 2019 að komið yrði á þriggja tunnu flokkunarkerfi við heimili. Því var hafnað og átti ný jarðgerðarstöð GAJA að sjá um flokkun og framleiða hágæða moltu og metan til að selja. SORPA hefur nú tekið u-beygju. Hefja á lífræna hirðu við heimili í haust. Nýjasta áfallið er mygla í límtré í burðarvirki GAJU. SORPA og hönnuðir GAJU kenna hvor öðrum um. Framkvæmdastjóri SORPU segir að ekki hefði átt að nota límtré í svona starfsemi en verkfræðistofan segir þetta hafa verið hugmynd SORPU. En þó er það þannig að allt timbur fer að rotna þegar rakinn í því fer yfir 20%. Komið er í veg fyrir myglu með góðri loftræstingu eins og gert er t.d. í fjósum sem eru byggð með burðarvirki úr límtré. Ljóst er að SORPA ræður ekki við verkefnið. Það er alvarlegt að eftirlit sé á svo lágu plani að svona geti gerst. Lærðu menn ekkert á braggamálinu? Því miður er skaðinn óafturkræfur og milljarðar flognir út um gluggann. Flokkur fólksins hefur gagnrýnt bs. fyrirkomulagið. Hvert ruglið hefur fengið að þrífast í bs. kerfinu enda ólýðræðislegt. Í þeirri stöðu sem komin er upp telur fulltrúi Flokks fólksins að nú ætti að leggja áherslu á að hvetja til heimajarðgerðar. Víða er fólk með aðstöðu til þess.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 4. lið fundargerðar forsætisnefndar:

Liður 3; Fulltrúi Flokks fólksins vill ekki að lögð verði frekari gjöld á borgarbúa sem tengjast SORPU og vandamálum þess bs. fyrirtækis. Við meðhöndlun úrgangs vill fulltrúi Flokks fólksins að fólk hafi ávallt val um hvort það þiggi lífræna tunnu eður ei ef hún verður gegn gjaldi. Í þeirri stöðu sem komin er upp núna með GAJU og nauðsyn þess að gera það sem átti að gera fyrir löngu þ.e. að flokka lífrænan úrgang þar sem hann verður til, er mikilvægt að borgarbúar eigi þess ávallt kost að hafa sína eigin heimajarðgerð hafi þeir aðstöðu til þess.

 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar borgarráðs 16. september:

Vænst er að eftir flutning verði þessi mál gegnsærri og hætt verði að fela hluti svo sem hversu mikil vinna er hjá hundaeftirlitsmanni. Ljóst er að ekki er þörf á tveimur hundaeftirlitsmönnum. Hundaeigendur einir eru látnir halda uppi dýraþjónustu í borginni með gjaldtöku fyrir að eiga hund. Þeim er skylt að greiða skráningargjald, 11.900 kr., eftirlitsgjald, 9.900 kr., og handsömunargjald sleppi hundurinn, kr. 30.200. Enginn afsláttur er gefinn ef fólk á fleiri hunda og ekki er hægt að framselja leyfi. Komið er inn ákvæði um refsingar sé samþykktinni ekki fylgt, allt að fjögurra ára fangelsi. Hundaeigendur þurfa ekki á dýraþjónustu Reykjavíkur að halda. Hagsmunasamtök hundaeigenda sjá um flest allt, t.d. fræðslu. Matvælastofnun sinnir ábendingum ef grunur er t.d. um illan aðbúnað. Áfram á að halda inni að birta lista yfir hvar hundar eiga heima. Fulltrúa Flokks fólksins finnst engin haldbær rök vera fyrir því.