Forsætisnefnd 1. mars 2019

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Yfirlit yfir móttökur

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áður lagt til að í yfirliti yfir móttökur komi fram sundurliðaður kostnaður við móttökuna og að fram komi hver (hverjir) óskaði eftir að móttakan færi fram og í hvaða tilgangi. Í yfirliti sem nú er birt kemur hvorugt fram. Það er mikilvægt að borgarbúar sem eru með útsvari sínu að greiða þessar móttökur geti fylgst með þeim, kostnaði og séu upplýstir um hver eigi frumkvæði að þeim.