Forsætisnefnd 11. febrúar 2022

Tillögu Flokks fólksins um að að skoðaðar verði leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarstjórnar er vísað frá.

Tillagan hljóðar svona:

Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir og geta staðið í allt að 10 tíma. Veitingar á fundum borgarstjórnar hafa ýmist verið pantaðar frá Múlakaffi sem rak mötuneyti borgarinnar þangað til í desember sl. eða frá utanaðkomandi aðilum samkvæmt mati á lengd funda hverju sinni. Í borgarstjórn þegar fundir eru í allt að 10 tíma er mikilvægt að hafa staðgóðan kvöldverð en til að draga úr kostnaði mætti taka nákvæmari skráningu á fjölda þeirra sem borða kvöldmat, borgarfulltrúar/starfsmenn. Þá verður minna um afganga og minna um matarsóun.

Bókun Flokks fólksins við frávísun tillögunnar:

Fulltrúi flokks fólksins vill benda á innihald tillögunnar en málið hefur farið nokkuð út um víðan völl í umræðunni.
Áherslan í þessu máli er að áætla nákvæmar hverjir borða á fundum svo minna verði um afganga og með því er dregið úr líkum á sóun.
Einnig þarf aðeins að skoða hvað fulltrúar eru að borða af því sem boðið er upp á. Ef mikill afgangur er t.d. af sætabrauði þá er það ljóst að panta má minna af því