Forsætisnefnd 28. janúar 2022

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leiðir til að draga úr matarkostnaði á fundum borgarstjórnar:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðaðar verði leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarstjórnar. Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir og geta staðið í allt að 10 tíma. Veitingar á fundum borgarstjórnar hafa ýmist verið pantaðar frá Múlakaffi sem rak mötuneyti borgarinnar þangað til í desember sl. eða frá utanaðkomandi aðilum samkvæmt mati á lengd funda hverju sinni. Í borgarstjórn þegar fundir eru í allt að 10 tíma er mikilvægt að hafa staðgóðan kvöldverð en til að draga úr kostnaði mætti taka nákvæmari skráningu á fjölda þeirra sem borða kvöldmat, borgarfulltrúar/starfsmenn. Þá verður minna um afganga og minna um matarsóun. MSS22010236