Velferðarráð 2. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 2. febrúar 2022, um breytingu á fjárhæðum sérstaks húsnæðisstuðnings:

Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi hækkun haldi ekki við nýjustu verðbólgutölur, 5,7%. Verði þetta breytingin þá rýrnar húsnæðisstuðningur milli ára miðað við verðbólgu.

Bókun Flokks fólksins við  áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10572/2020 er varðar skilyrði áfangahúsnæðis:

Flokks fólksins telur að sú framkvæmd sem kemur fram í umræddu áliti umboðsmanns Alþingis brjóti gegn húsaleigulögum. Þær íþyngjandi kröfur sem borgin gerir í þessu máli ganga allt of langt inn á friðhelgi einkalífs og heimilis til að ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að og án þess að fyrir hendi sé viðhlítandi lagastoð.  Fulltrúi Flokks fólksins telur að þetta mál hljóti að hafa tekið á þeim sem það varðar. Það er umfram allt mikilvægt að stytta boðleiðir og mæta einstaklingum og fjölskyldum þar sem þau eru eins og þau eru.

 

Bókun Flokks fólksins við Lagt fram minnisblað, dags. 2. febrúar 2022 um stöðumat á aðgerðaáætlun með velferðarstefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum VEL22010012.

Fulltrúi Flokks fólksins lýsir ánægju sinni með að rafvæðing umsókna sé loksins hafin hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar með tilkomu Rafrænnar þjónustumiðstöðvar.- Rafræn umsókn um fjárhagsaðstoð var keypt dýrum dómum fyrir að verða þremur árum síðan ef fulltrúi Flokks fólksins man rétt. Sú lausn virðist þó enn vera í einhverskonar þróun. Nú er það reyndar svo að rafrænar umsóknir eru ekki aðeins bundnar við þjónustu velferðarsviðs borgarinnar heldur einnig nánast hvar sem þjónustu Reykjavíkurborgar er að finna. Ef aðeins er horft til hagræðingar fyrir þjónustuþega þá hefði verið best að hafa eina allsherjar rafræna þjónustumiðstöð sem hefði þá séð um allar rafrænar umsóknir sem til borgarinnar berast. Allt á einum stað. Í stað þess að taka á einum afmörkuðum fleti þjónustu Reykjavíkurborgar með þessum hætti, hefð eflaust verið betra að hugsa dæmið í stærra samhengi. En auðvitað hugsar hvert svið fyrst og fremst um sjálft sig og er það þess vegna yfirstjórnar og pólitíkurinnar að ákveða heildarmyndina.

 

Bókun Flokks fólksins við skýrslu um aukna starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna árið 2021 vegna COVID-19 frá Reykjavíkurborg:

Margt sem þarna kemur fram er frábært að mati fulltrúa Flokks fólksins. Tvennt sem kannski kemur ekki nógu vel fram og það er hvort þessi námskeið voru valin af fólkinu sjálfu? Fram kemur að það hafi verið góð þátttaka. Fulltrúi Flokks fólksins er hugsað til þeirra sem heima sátu, þáðu ekki að koma á námskeið. Hefur verið reynt að ná til þeirra með markvissum leiðum? Sumir þurfa aðeins smá hvatningu til að drífa sig af stað.  Eins hvað segja þátttakendur sjálfir, hefur verið gert árangursmat og viðhorfskönnun? Fulltrúi Flokks fólksins hvetur velferðarsvið áfram á þessari braut og leggja áherslu á nýliðun á námskeiðin, ná til þeirra sem ekki hafa komið áður, þeirra sem ekki mikið hefur sést til en vitað er til að séu einir og jafnvel einmana.

 

Bókun Flokks fólksins við Fram fer kynning á könnun á stuðningi til stjórnenda sólarhringsstarfsstaða á tímum COVID-19:

Þetta eru áhugaverðar niðurstöður.  Ef horft er til hvað það er sem er að nýtast stjórnendum er ef þeim áskotnast meiri mannafli og hafa aðgang að ráðgjöf, leiðbeiningu og samtali. Það sem mest er kallað eftir er aukin handleiðsla og úrlausn á mönnunarvanda. Finna þarf leiðir til að mæta þessu þörfum að mati fulltrúa Flokks fólksins. Allt kostar þetta peninga og þá er kannski enn og aftur komið að því að velferðarsviði vantar meira fjármagn til að auka og efla þjónustu, ná niður biðlistum og til að sinna betur starfsfólkinu sem vinnur undir miklu álagi í langan tíma. Mætti ekki skoða að draga einhvers staðar úr yfirbyggingu og sameina verkefni til að fá aukið fjármagn í þjónustuliðina sjálfa ef ekki fæst að fá meira fjármagn úr borgarsjóði. Fulltrúi Flokks fólksins vill stokka upp á nýtt og setja fólkið þar með starfsfólkið í forgang.

 

Bókun Flokks fólksins við kynninguá tölfræði um fjárhagsaðstoð til framfærslu í nóvember 2021:

Heildarnotendur fjárhagsaðstoðar voru 1.118 og fækkaði um 37 einstaklinga milli mánaða. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sé hvað skýrir þessa fækkun. Fækkunin var einkum í hópi fólks með íslenskt ríkisfang eða 35 manns og tveir með erlent ríkisfang. Notendur með fjárhagsaðstoð til framfærslu hafa ekki verið færri síðan í janúar 2020. Atvinnulausir eru áfram stærsti hópurinn eða 48% hópsins. Fólk með erlent ríkisfang er 38% ef undan er skilinn september 2021 þá þarf að fara aftur til mars. Fara þarf aftur til 2020 til að finna færri notendur með erlent ríkisfang. 248 notendur eru flóttafólk eða 22,2% allra notenda fjárhagsaðstoðar.