Forsætisnefnd 11. október 2019

Lögð fram  breytingartillaga  Flokks fólksins vegna endurskoðunar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar er varða siðareglur 

Hvað viðkemur siðareglum sem eru í lögum sveitarstjórna þá skal á það minnt að engin er þvingaður til að samþykkja siðareglur. Sá sem telur sig ekki af einhverjum ástæðum geta samþykkt siðareglur getur hann ekki verið skilyrtur að fylgja þeim. Honum er í sjálfsvald sett að samþykkja þær og í sjálfsvald sett að fylgja þeim.
Bæta mætti við:
Hverjum og einum er í sjálfsvald sett að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim eftir. R18060129

Tillagan er felld.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til borgarstjórnar.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur þá fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst sem ekki sé samræmi í lögum þar sem segir að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að engin er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim. Hverjum og einum er það í sjálfsvald sett hvort hann yfir höfuð samþykki siðareglur og fylgi þeim. Engin viðurlög eru auk þess ef viðkomandi brýtur siðareglur. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög óljóst og að þarna stangast á lög og reynd.

Tillaga Flokks fólksins að leitað verði leiðbeiningar ráðuneytis er varðar ósamræði milli laga um siðareglur og eftirfylgni

Flokkur fólksins leggur til að mat verði fengið á því hjá ráðuneytinu hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að engin er skyldugur til að samþykkja siðarelgur eða fylgja þeim. Hverjum og einum er það í sjálfsvald sett hvort hann yfir höfuð samþykki siðareglur og fylgi þeim. Engin viðurlög eru auk þess ef viðkomandi brýtur siðareglur. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mjög óljóst og að þarna stangast á lög og reynd. Mikilvægt er að hafa svona skýrt og lagt er því  til að leitað verði leiðbeiningar og skýringa hjá ráðuneytinu.