Bókun Flokks fólksins við framlagningu útfærslu tillögu fulltrúa í ungmennaráði Breiðholts um táknmálskennslu í grunnskólum.
Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa útfærslu tillögu fulltrúa í ungmennaráði Breiðholts um táknmálskennslu í grunnskólum. Hinn 15. maí 2020 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um táknmálstúlkun á fundum borgarstjórnar og hafði tillagan áður verið lögð fram 3. 9. 2019. Tillögunni var frestað til að fá kostnaðarmat. Það mat hefur ekki enn litið dagsins ljós. Það vantar táknmálstúlka og þess vegna er tillagan frá ungmennaráðinu brýn. Túlkun málefna frá hinu opinbera ætti að vera meginregla. Um er að ræða mannréttindamál. Túlka ætti borgarstjórnarfundi skilyrðislaust, Með því er borgarstjórn að framfylgja lögum. Túlkun dregur úr einangrun heyrnarskertra og heyrnarlausra einstaklinga. Þessi hópur á rétt á því að fá upplýsingar úr samfélaginu og þ.m.t. að geta fylgst með umræðu á sviði stjórnmálanna. Íslenska og táknmál heyrnarlausra eru jafn rétthá. Talið er að um 350-400 einstaklingar reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta.
Bókun Flokks fólksins við framlagningu afgreiðslu tillögu ð fjölmargir leigjendur Félagsbústaða hafa haft samband og lýst óbærilegum aðstæðum sínum þegar upp koma deilumál milli leigjenda Félagsbústaða
Ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins lagði fram þessa tillögu er að fjölmargir leigjendur Félagsbústaða hafa haft samband og lýst óbærilegum aðstæðum sínum þegar upp koma deilumál milli leigjenda Félagsbústaða. Þessar aðstæður hafa verið erfiðar eftir lokun skrifstofu og um hátíðir. Þá er eins og ekkert eða enginn geti gripið málið nema lögregla. Nýlega var um að ræða tilfelli af þessu tagi þar sem leigjandi varð fyrir árás og heill stigagangur óttaðist um öryggi sitt. Lögregla gat ekki sætt aðila enda málið flóknara en það. Hér þarf að koma til skýrt úrræði sem velferðarsvið og Félagsbústaðir standa að. Viðbrögð við vanda sem kemur upp hjá leigjendum er of ómarkviss og fálmkenndur að mati fulltrúa Flokks fólksins og bendir stunum hver á annað. Hver á að gera hvað, hversu langt á að ganga og hver ber ábyrgiðna er mjög óljóst? Það er mikilvægt að leigjendur geti leitað á ákveðinn stað, haft e.t.v. einhvern fastan tengilið sem þeir geta hringt í utan hefðbundins skrifstofutíma ef upp koma aðstæður sem þessar, þegar þeir kannski í kjölfar hótana eða árása eru miðir sínir af angist og kvíða. Leigendur þurfa að hafa aðgang að ráðgjöf og svara þarf kalli þeirra um aðstoð strax ef neyðaraðstæður skapast.