Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins að fengið verði mat ráðuneytisins á hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að engin er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim.
Flokkur fólksins lagði til að fengið yrði mat hjá ráðuneytinu á hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að engin er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim og engin viðurlög eru heldur ef viðkomandi brýtur siðareglur? Þar sem borgarfulltrúa þykir þetta óljóst var lagt til að fá leiðbeiningar og skýringa hjá ráðuneytinu.
Þessi tillaga hefur verið felld í forsætisnefnd. Í umsögn frá skrifstofu borgarstjórnar kemur fram að þetta sé alls ekki óljóst og því sé ekki nauðsynlegt að leita formlega til ráðuneytisins vegna túlkunar á ákvæðinu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst áfram mikilvægt að fengið verði mat ráðuneytisins á þessu og einnig SÍS og mun því sjálfur taka það að sér að senda erindið þangað.