Forsætisnefnd 15. febrúar 2018

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Tillaga að fá utanaðkomandi sérfræðing vegna endurskoðunar siðareglna. 

Tillaga Flokks fólksins um að fá utanaðkomandi sérfræðing vegna endurskoðunar siðareglna hefur verið vísað frá.  Framundan bíður að endurskoða siðareglur borgarinnar. Sú aðferð sem meirihlutinn vill keyra áfram í óþökk sumra fulltrúa minnihlutans er ekki líkleg til árangur. Hér er um að ræða tjasl og bútasaum sem meirihlutinn boðar og þykir borgarfulltrúa það ekki vænlegt til árangurs. Athuga skal að siðareglur er okkar allra í borgarstjórn og þykir það frekt af meirihlutanum að ætla að ákveða einn og sér með hvaða hætti á að vinna þessa endurskoðun. Mikilvægt er að fá sérfræðing og helst utanaðkomandi aðila sem leiðir þessa vinnu. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi sé endilega sértækur sérfræðingur i siðareglum en hafi menntun og reynslu sem nýtist í vinnu sem þessa. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða siðareglur embættismanna samhliða en reynslan hefur sýnt að það er nauðsynlegt. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á enn og aftur að þær siðareglur sem eru nú í gildi hafa ekki verið virtar sem skyldi eins og dæmi sýna og því er mikilvægt að vanda til verks í þetta sinn.