Forsætisnefnd 15. október

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um reglur um fjarfundarbúnað – umsögn skrifstofu borgarstjórnar:

Tillaga Flokks fólksins gengur út á að fundarmenn á fjarfundum skuli ávallt vera í mynd á fjarfundunum en að leyft verði að slökkva á myndavél rétt á meðan snætt er eða farið á salerni. Á því hefur borið allt of oft að borgarfulltrúar í fjarfundi séu með slökkt á myndavélum meira og minna allan fundinn. Það er óviðunandi.

Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að nú þegar séu í gildi verklagsreglur um fjarfundi. Þetta atriði sem fulltrúi Flokks fólksins er hér að leggja til er ekki ávarpað í gildandi verklagsreglum.  Ef horft er til fjarfunda vikuna sem nú er að líða má ennþá sjá að sumir fulltrúar í fjarfundi eru ekki í mynd lungað af fundinum.