Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 7. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. mars 2022, þar sem óskað er staðfestingar á erindisbréfi starfshóps um endurskoðun stefnu Reykjavíkurborgar í túlka- og þýðingarþjónustu:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að starfshópurinn skoði fyrir alvöru að nota símatúlkun. Símatúlkun er þjónusta á sér stað milli þjónustuveitanda og þjónustuþega í gegnum síma.  Sennilega er hægt að gera slíka samninga við all nokkra aðila bæði hérlendis og erlendis. Að eiga þess kost að hafa símatúlkun er mikilvægt. Sumir þjónustuþegar velja það umfram að fá túlk á staðinn og geta ástæður fyrir því verið af ýmsum toga. Gott er að bjóða þjónustuþega upp á þetta val og iðulega eru aðstæður þar sem ekki fæst túlkur til að túlka ákveðið tungumáli og þá kemur samningur við símatúlkunarfyrirtæki sér vel.

 

Bóku  Flokks fólksins við bréfi þjónustu og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022, um kynningu á mælaborði borgarbúa:

Fulltrúi Flokks fólksins er orðin ýmsu vanur þegar kemur að stafrænum kynningum Þjónustu-og nýsköpunarsviðs. Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt við all marga sérfræðinga bæði innan borgarkerfis og utan um vegferð borgarinnar í stafrænni umbreytingu, ferli stafrænna lausna og forgangsröðun og þykir mörgum að borgin hafi misst fótanna í þessum málum, ekki sýnt ábyrgð í meðhöndlun fjármagns og hafi færst of mikið í fang. Fjármagn í málaflokkinn er um 13 milljarðar á 2-3 árum. Lausnir sem oftast er rætt um eru mælaborð af ýmsu tagi og dagatöl. Þetta er að koma í ljós núna þegar þær lausnir sem beðið er sárlega eftir, eru ýmist ókomnar eða virka ekki nógu vel. Sviðið virðist hafa loksins áttað sig á því að það hefur verið á villigötum með Qlick Sense til þess að sjá um birtingu gagna í mælaborðum borgarinnar og kynnir til leiks Power BI samhliða Microsoft Office 365 innleiðingu. Power BI hefur nú þegar verið innleitt af Ríkinu og komið í notkun hjá stofnunum þess út um allt land ásamt Microsoft Office 365. Að mati óháðra sérfræðinga er Stafræna Ísland (SÍ) komið lengra í stafrænni umbreytingu og hefði borgin haft fjárhagslegan hag af því að leita frá byrjun eftir stöðluðum lausnum og samstarfi við Stafræna Ísland.

 

Bókun  Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 14. febrúar 2022, um samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins fagnar samstarfi sveitarfélaga varðandi stafræna umbreytingu. Þetta hefði átt að gerast miklu fyrr vegna þess að samlegðaráhrif slíks samstarfs eru mikil. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í langan tíma gagnrýnt þá einangrunar stefnu sem ríkt hefur í stafrænum málum undir forystu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Búseta fólks í sveitarfélögum er ekki meitluð í stein og fólk flytur á milli. Þess vegna gefur það auga leið að með miðlægri þjónustugátt allra sveitarfélaga ásamt sameiginlegri þróun og innleiðingu miðlægra lausna, næst mikil hagræðing og sparnaður sem allir njóta góðs af. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka það fram að í rúmt ár hefur hann ítrekað kallað eftir því að Reykjavíkurborg efli til muna stafrænt samstarf sitt við bæði önnur sveitarfélög sem og Stafræns Íslands ríkisins. Það er vel að loksins virðist eitthvað vera að gerast á þeim vettvangi þrátt fyrir það hversu tregt Þjónustu-og nýsköpunarsvið hefur verið gagnvart öllum tillögum um samstarf við aðra opinbera aðila í innleiðingu stafrænna lausna og leyfamála. Dæmi um þetta eru sér samningar sem Reykjavíkurborg hefur gert upp á eigin spýtur þrátt fyrir að hafa fengið boð frá Ríkiskaupum um að taka þátt í útboði ríkis og sveitarfélaga um kaup á MS leyfum. Það er eitthvað sem þarf að skoða frekar.

 

Bókun  Flokks fólksins við Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 17. mars 2022, um fjárfestingaráætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2023:

Fjárfestingaráætlun Þróunar- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir árin 2022 – 2026 hefur verið lögð fram. Samtals hljóðar fjárfestingaráætlunin upp á tæplega 13 milljarða eða nánar til tekið 12.568 milljónir króna. Kostnaður við tæplega 2/3 fjárfestingaráætlunarinnar fellur til á fyrstu tveimur árum tímabilsins eða um 8 milljarðar kr.Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í áætluninni er erfitt að fá heildaryfirsýn yfir verkefni sviðsins og þær áætlanir sem byggt er á við þróun þeirra og verkefni komandi ára. Ekki er sett upp forgangsröðun eða verkefni flokkuð eftir forgangsröðun eða mikilvægi þeirra. Ekki er að heldur að finna stöðumat fyrir stöðu einstakra verkefni á annan hátt en sem kemur fram í fjárframlögum til þeirra. Engu að síður er þess getið í neðanmálsgreinum að verkefni ársins 2023 sé háð forgangsröðun fagsviða og framgangi verkefna á árinu 2022. Flokkur fólksins leggur áherslu á að verkefni sviðsins séu skilgreind eftir mikilvægi þeirra og niðurstaða þess kynnt fyrir kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Einnig leggur Flokkur fólksins áherslu á að gerður sé greinarmunur á efnislegum eignum sviðsins í fjárfestingaráætluninni og óefnislegum eignum. Slík flokkun er forsenda þess að hægt sé að færa reikningsskil borgarinnar á þann hátt sem samræmist alþjóðlegum reikningsskilastöðum sem opinberir aðilar skulu miða reikningsskil sín við.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Hér er verið að leggja fram drög að fjárfestingaráætlun 2023 sem verður þriðja ár átaks í stafrænni umbreytingu borgarinnar. Heildartölur þær sem lagðar eru fram í bókuninni eru því ekki réttar en áætlun yfirstandandi árs var samþykkt á síðasta ári eins og kunnugt er. Þau verkefni sem kynnt eru á áætluninni eru að langmestu leyti framhald verkefna sem hafa verið ítarlega kynnt á fundum ráðsins sem og á vettvangi borgarráðs. Þær aðferðir sem notaðar eru til að forgangsraða þeim fjölmörgu verkefnum sem fyrir liggja hafa einnig verið kynntar ítarlega og ítrekað. Stöðumat er unnið fyrir hvert verkefni áður en það hefst og er hluti af vönduðum undirbúningi hvers verkefnis. Fjármál og bókhald sviðsins og þ.m.t. eignfærslur efnislegra og óefnislegra eigna eru í samræmi við reglur borgarinnar og lúta sömu innri og ytri endurskoðun og önnur fjármál hennar.

 

Bókun  Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 30. mars 2022, um endurskoðun þjónustustefnu Reykjavíkurborgar:

Fulltrúi Flokks fólksins styður stafræn umbreytingu og gerir sér grein fyrir að það er framtíðin. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nú í rúmt ár gagnrýnt hvernig Þjónustu- og nýsköpunarsvið ÞON hefur farið með á 13. milljarð á 2-3 árum í stafræna umbreytingu. Ámælisvert bruðl hefur átt sér stað. ÞON færðist of mikið í fang og mistókst að forgangsraða lausnum sem létta myndi á starfsmönnum og liðka fyrir þjónustu. Ómældum tíma og fjármagni hefur verið eytt í uppgötvanir, tilraunir og þróunarvinnu á lausnum sem virðist hafa frekar afþreyingar- og skemmtanagildi í stað notagildis, á sama tíma og tug kerfis- og tölvunarfræðinga voru reknir frá sviðinu og það í miðju Covid. Háum fjárhæðum hefur verið ausið í erlenda og innlenda ráðgjöf. Fjölmargar lausnir fóru aldrei af tilraunastiginu, heldur döguðu uppi. Að mati margra óháðra sérfræðinga er Stafræna Ísland (SÍ) komið lengra í stafrænni umbreytingu og hefði borgin haft fjárhagslegan hag af því að leita frá byrjun eftir stöðluðum lausnum og samstarfi við Stafræna Ísland sem vinnur þvert á 165 stofnanir ríkisins og sveitarfélög við að þróa lausnir og styðja við stafræna umbreytingu. Meirihlutann hefur skort alla gagnrýna hugsun hvað þennan málaflokk varðar og nú liggur fyrir að Innri Endurskoðun mun gera úttekt á ÞON á næsta ári.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Fulltrúi Flokks fólksins leggur hér enn eina bókunina fram sem samanstendur af fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Allt sem þarna kemur fram hefur annað hvort verið útskýrt skriflega eða á fundum sem fulltrúinn hefur setið. Afgangurinn virðist byggja á sögusögnum frá ónefndum sérfræðingum og upplýsingum sem virðast túlkaðar á rangan hátt. Þessi málflutningur er ekki svaraverður og dæmir sig sjálfur.

 

Bókun  Flokks fólksins við bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 31. mars 2022, um áætlun um greiningar, framkvæmd og eftirlit vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar vegna undirbúnings  fjárhagsáætlunar 2023 á þjónustu- og nýsköpunarsviði:

Árshlutauppgjör, yfirlit. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það sérkennilegt að sjá í uppgjörinu hvað netspjallið er lítið nota í Reykjavíkurborg. Netspjall var lengi að komast á í Reykjavík þegar netspjall var komið í litlar sem stórar verslanir og fyrirtæki. Þetta þarf að rýna og finna út ástæður þess að Reykvíkingar eru ekki að nota netspjallið meira en raun ber vitni. Finna þarf út hvað veldur þessu og leysa úr því þar sem netspjall er að virka mjög vel almennt séð annars staðar eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst.Ferðakostnaður 2021 fyrir sviðið er eðlilega í lágmarki sökum Covid og verður vonandi það áfram. Í raun hefði ferðakostnaður átt að vera núll. Það er bæði hægt að tjá sig og fræðast í gegnum fjarfund.Engin ástæða er til að eyða peningum í ferðir þegar hægt er að gera allt í gegnum fjarfund sem hlýtur að vera ódýrara en ferðalag með öllu. Huga þarf einnig að kolefnissporum, minnt eru á stefnu meirihlutans, þessa „grænu“.

 

Bókun Flokks fólksins við bréfi dags. 10. desember 2021, um endurskoðun á reglum um tölvunotkun hjá Reykjavíkurborg:

Fram kemur að með erindisbréfi  dagsett 21. febrúar 2020 var hópi starfsmanna þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar falið að endurskoða og uppfæra reglur um tölvunotkun borgarinnar sem tóku gildi 12. ágúst 2014. Hlutverk hópsins samkvæmt erindisbréfi fól í sér endurskoðun og uppfærslu reglna um tölvunotkun auk þess að leggja mat á hvaða lög og aðrar reglur innan borgarinnar snertu á gildissvið reglnanna með það að markmiði að forðast tvítekningar. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvað margir sem voru í þessum tilgreinda hópi eru hættir en stór hópur var rekinn af sviðinu í lok árs 2020 og tapaðist þar án efa mikil sérfræðiþekking og reynsla. Það hlýtur að vera mikið álag á vinnustað eins og á Þjónustu- og nýsköpunarsviði þar sem harkalegar uppsagnir hafa viðgengist og hvað mest á miðju Covid tímabili.

 

Bókun Flokks fólksins við svari  þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 14. febrúar 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um kynningar stafrænna leiðtoga, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 27. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið en vill taka það fram að hvergi var spurt um tíma og kostnað vegna vinnu við svör fyrirspurna kjörinna fulltrúa, hvort sem þær fyrirspurnir hafi komið frá Flokki fólksins eða öðrum flokkum. Ef Þjónustu og nýsköpunarsvið telur sig þurfa að leggja fram aukavinnu í að svara því sem ekki var spurt um, er það gott og vel. Það vekur eftirtekt að í svari er því haldið fram að Reykjavíkurborg sé komin lengra á veg í stafrænni vegferð en velflestir aðrir opinberir aðilar á Íslandi. Fulltrúa Flokks fólksins hefur rætt þessi mál við sérfræðinga víða og er skemmst frá því að segja að ekki er tekið undir þetta nema síður sé. Í svari kemur einnig fram að mikið sé um auglýsinga og kynningarstarf um stafræna vegferð Reykjavíkurborgar undir forystu Þjónustu- og nýsköpunarsviðs, innanlands sem utan. Fulltrúi Flokks fólksins telur að stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar sé í raun komin langt fram úr sér varðandi það hvað stafræn umbreyting eigi að snúast um. Stafræn umbreyting í almannaþágu á að snúast um það að flýta innleiðingu lausna sem nú þegar eru til og komnar í notkun víða í löndunum hér í kringum okkur. Hún á ekki að snúast um auglýsingamennsku og endalausar tilraunir.

 

IRáðgjöf fyrirtæki í eigu fjölskyldu sviðsstjóar ÞON
Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 24. mars 2022, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um félagið Ráðgjöf slf, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. janúar 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lengi gagnrýnt það hversu glannalega Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur farið með fjármuni borgarbúa. Það að segja upp reyndu starfsfólki með mikla sérfræðiþekkingu á stafrænum innviðum og þjónustu Reykjavíkurborgar og kaupa í staðinn mun dýrari þjónustu af ytri aðilum, er í raun aðför að útsvarspeningum borgarbúa. Það er alveg augljóst að Þjónustu og nýsköpunarsvið hefur tekið ákvarðanir sem hafa haft stóraukinn kostnað í för með sér fyrir Reykjavíkurborg. Í svari sviðsins kemur fram að borgarsjóður hefur þurft að greiða um 740 milljónir í aðkeypta þjónustu fyrir sviðið árið 2021 fyrir þjónustu sem brottreknir starfsmenn sáu um áður. Ekki kemur fram í svari við spurningu um tengsl sviðsstjóra við fyrirtækið I Ráðgjöf, Það er í raun með ólíkindum að stjórnandi og embættismaður hjá Reykjavíkurborg skuli hafa verið undanfarin ár í beinum viðskiptum við skrifstofuna og sviðið sem hann stýrir. Þar er á ferðinni eitthvað sem eykur hættu á spillingu þegar sami aðili situr beggja vegna borðsins, jafnvel þó því sé haldið fram að gerður hafi verið verðsamanburður. Embættismaður í opinberri stjórnsýslu á að vita betur.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Um er að ræða smávægileg innkaup sem fóru fram að undangenginni verðfyrirspurn. Fram hefur komið að ákvarðanir um þessi innkaup voru teknar af þeim starfsmönnum sviðsins sem bera ábyrgð á hverju verkefni fyrir sig en ekki af sviðsstjóra.

 

Bókun Flokks fólksins við svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 23. mars 2022, við fyrirspurn fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vefsíðu Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda-,nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 24. febrúar 2022:

Tillaga um að verkefni eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt bjóði upp á ábendingar/kosningar um viðhald í hverfum. Eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað er verkefnið Betri Reykjavík og Hverfið mitt góð verkefni. En það er eins með það og annað að margt má betur fara. Tillaga er nú lögð fram að Betri Reykjavík og Hverfið mitt rúmi einnig ábendingar um viðhald á ýmsu í hverfum en ekki aðeins tillögur um nýjungar. Þegar verkefni eins og Betri Reykjavík er svona dýrt eins, þarf að vanda sig. Margir senda inn ábendingar um viðhald en svo virðist sem sumum sé hafnað og bent á annað ferli en einstaka viðhaldsverkefni komast engu að síður í hóp verkefna sem kosið er um.

Greinargerð

Fulltrúa Flokks fólksins finnst verkefnið Hverfið mitt gott mál enda leið til að ljá röddum borgarbúa eyra og virða óskir þeirra eins og unnt er. Fram kemur að kosningaþátttaka var síðast þó ekki meiri en  16,4% kosningabærra íbúa. Fulltrúi Flokks fólksins fór á stúfana og ræddi við nokkra borgarbúa um þetta verkefni. Fólk hefur mismunandi reynslu eins og gefur að skilja. Flestum finnst þetta sniðugt verkefni en raddir voru einnig á lofti um að hér væri á ferðinni hálfgert montverkefni meirihlutans. Tillögur um skemmtileg verkefni eins og ærslabelginn og rennibrautir eru gjarnan samþykktar en tilvik eru um að tillögum um lagfæringar og viðhald sé hafnað og vísað í annan farveg. Dæmi um slíka reynslusögu borgarbúa er að viðkomandi sendi inn tillögu um að laga körfuboltavöll sem ekki hefur verið notaður árum saman vegna þess að hellulögn er ónýt og hættuleg. Tillögunni var hafnað þátttöku í Hverfið mitt 2020-2021 því hún snerist um viðhalds- eða öryggisverkefni og bent á að annar farvegur væri fyrir slíkt. Viðkomandi sendi því ábendinguna inn á þar til gerðri vefsíðu en hefur ekki fengið nein viðbrögð. Engu að síður á að endurbæta körfuboltavöll við Laugarnesskóla. Hvernig á að skilja þetta?

Frestað.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um af hverju netspjalla er svo lítið notað í Reykjavík sem raun ber vitni:

Fyrirspurnir um netspjallið. Það kemur á óvart hvað netspjallið er lítið notað eins og sjá má í árshlutauppgjöri Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Notkun netspjallsins er innan við 10% af símtölum og síðan eru heimsóknir um 50% fleiri en netspjöllin. Hvað veldur því? Er netspjallið ekki nógu skilvirkt? Kann fólk ekki nógu vel á það? Er því ekki svarað nógu fljótt? Er ekki hægt að gefa nógu skilvirk svör í gegnum netspjallið?MSS
22040096