Forsætisnefnd 3. maí 2019

Bókun flokks fólksins við tillögu um að fundir verði opnir til að auka gegnsæi 
Tillagan hefur verið felld

Það er slæmt að ekki skuli vera hægt að hafa fundi opna. Meginreglan er að fundir séu lokaðir eins og segir í lögum en ef ákveðið er að hafa þá opna þá er ekkert sem bannar að þeim sé streymt. Hugmynd borgarfulltrúa Flokks fólksins með þessari tillögu er að teknar verði hljóðupptökur af fundum með hagkvæmum hætti sem eru síðan aðgengilegar á vef borgarinnar sem sagt að fundir séu opnir. Annar flokkur í minnihluta hefur lagt þetta til af gefnu tilefni.  Séu fundir opnir eru mun meiri líkur á að þeir fari fram með sómasamlegum hætti en eins og allir vita hefur það ekki alltaf verið þannig. Fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað kvartað undan fundarofbeldi af hálfu meirihlutans, þar sem þeim er stundum af hörku bannað að tjá sig.  Með því að hafa fundi opna eykst auk þess gegnsæi og gerir almenningi og fjölmiðlum  kleift að fylgjast betur með störfum borgarstjórnar.