Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 13. febrúar 2020

Tillaga Flokks fólksins um að gerðar verði breytingar á fyrirhuguðu deiliskipulagi við Laugaveg og nærliggjandi götur til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks

Flokkur fólksins leggur til að Laugavegur, Skólavörðu- og Vegamótastígur sem stendur til að gera að varanlegum göngu götum verði breytt í vistgötur sem opnar fyrir þann möguleika að bæði hreyfihamlaðir og eldri borgarar sem erfitt eiga með hreyfingu fái tækifæri til að njóta gatnanna og sækja sér þá þjónusta sem þar er í boði án vandkvæða. Fyrirkomulagið væri þannig að gangandi vegfarendur hafa allan forgang, en samt er leyfður akstur á hraða þeirra gangandi. Fá ökutæki munu sækja inn á slíkar götur nema ef nauðsyn krefur. Reyndin þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið viðhaft, er að fá ökutæki fara um göturnar. Það eru skýr mannréttindi fatlaðs fólks og aldraðrar að hafa jafnan rétt til aðgengis á við aðra. Í 9. gr. samþykktum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á aðgengi segir: Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, þ.e. ráðstafanir sem miða að því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efnislega umhverfi, að samgöngum. Á Alþingi voru samþykkt ný umferðalög sem kveða á um það sama og til stendur að gera samþykktir SÞ að lögum þann 13. desember n.k.
Frestað.

Fyrirspurnir frá Flokki fólksins um stöðu fatlaðra barna í íþróttastarfi:

Þegar fjallað er um stöðu fatlaðra barna í íþróttastarfi er almennt talið mikilvægt að þjálfarar fái aðstoð við að taka á móti einstaklingum með sérþarfir/fatlanir. Hver ber kostnaðinn af slíkri aðstoð? Hyggst mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð að bregðast við þessu ákalli, að hjálpa til við tengingar og úthluta auknu fjármagni til málaflokksins? Frestað.

Fyrirspurn frá Flokki fólksins um aðgengi fatlaðra að íþróttamannvirkjum á vegum borgarinnar:

Hvernig er aðgengi fyrir fatlaða í íþróttasölum/aðstæðum sem ætlaðar eru fyrir íþróttaiðkun sem rekin eru af borginni? Hér er átt við aðgengi að byggingum, aðgengi inn í byggingar og aðgengi innan bygginganna/svæðisins. Óskað er yfirlits og upplýsinga um hvar þessir hlutir eru í lagi og hvar þeim er ábótavant. Vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs.

Fyrirspurn frá Flokki fólksins um innleiðingu samþykktar Sameinuðu þjóðanna með tilliti til aðgengis fatlaðra á allri þjónustu sem veitt er í borginni:

Ísland er aðili að samþykktum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ber því að framfylgja þeim samþykktum, enda stendur til að Alþingi geri samþykktirnar að lögum þann 13. desember n.k. Ljóst er að margt í þessum samþykktum snýr beint að sveitarfélögum í landinu og því nauðsynlegt að þau framfylgi undirrituðum samþykktum og geri viðeigandi ráðstafanir varðandi alla liði samþykktarinnar. Það hvílir því á Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráði að fylgjast grannt með að samþykktunum sé fylgt eftir á öllum sviðum borgarinnar.
Er mannréttindaráð og mannréttindastofa tilbúin að skoðað til hlítar það deiliskipulag meirihlutans að gera Laugaveg, Skólavörðu- og Vegamótastíg að varanlegum göngugötum með tilliti til samþykkta Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra? Deiliskipulagið hefur nú þegar verið lagt fram í Skipulags- og samgönguráði og samþykkt 5. febrúar síðast liðinn. Í deiliskipulaginu er aðeins gert ráð fyrir að stæði verið fyrir fatlað fólk í þvergötum sem allar eru í halla sem reynist fólki í hjólastól erfitt. Hreyfihamlaðir þurfa því að ganga talsverða vegalengdir til þjónustuaðila, en margir hverjir eiga erfitt með gang. Frestað.

Fyrirspurn frá Flokkis fólksins um biðlista í námskeið fyrir börn og foreldra á vegum Keðjunnar/Þjónustumiðstöðvar:

Í framhaldi af tillögu Flokks fólksins um úrræði fyrir foreldra barna sem sýna árásargirni og ofbeldi vill Flokkur fólksins setja fram nokkrar fyrirspurnir. Tillögunni var hafnað af Ofbeldisvarnarnefnd á fundi 16. desember 2019 á þeim forsendum að verið væri ,,að setja á fót stofnun um miðlæga þjónustu sem mætti þessari þörf‘‘. Flokkur fólksins vill vekja athygli á löngum biðlista eftir þjónustu við foreldra sem þurfa ráðgjöf verið óheyrilega langur. Foreldrar sem þurfa aðstoð við uppeldis barna sinna eiga aldrei að þurfa að bíða. Námskeið í PMTO er það sem hjálpar foreldrum hvað mest en margir hafa þurft að bíða svo vikum skipti. Biðlistarvandinn virðist vera viðvarandi vandi í borginni þegar kemur að börnum. Börn þurfa að bíða í langan tíma, allt að ár eftir margs konar þjónustu. Vitað er til að það er biðlisti einnig í ýmis konar önnur námskeið á vegum þjónustumiðstöðva. Óskað er eftir að fá ítarlega stöðu biðlista sundurliðaðan eftir hverfum í þau námskeið sem þjónustumiðstöðvar bjóða börnum og foreldrum þeirra upp á: 1. PMTO foreldranámskeið. 2. Fjörkálfar. 3. Mér líður eins og ég hugsa – unglingar. 4. Klókir krakkar. 5. Klókir litlir krakkar. Vísað til umsagnar velferðarsviðs.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir lið. 3 og lið 6. í fundargerð öldungaráðs frá 20. janúar:

Það sem borgarfulltrúi var að leggja til hér er að samþykktir borgarinnar sem fjalla um eldri borgara og regluverk verði lesnar með fordómagleraugum. Með því að rýna í textana er hægt að sjá hvort og þá hvernig orðalag er gildishlaðið. Borgin er fyrirmynd og þetta varðar hvernig skrifað og talað er um hlutina. Flokkur fólksins hefur séð bækling sem borgin lætur liggja frammi í félagsmiðstöð aldraðra sem var mjög gildishlaðin. Í svari um málið var sagt að ekki ætti að endurútgefa hann. Flokkur fólksins vill að gerð verði könnun meðal eldri borgara og þeir spurðir hvað þeim finnst um samþykktir/reglur. Finnst þeim þau skynja, upplifa eða verða fyrir fordómum?
Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar skýrslu um heimilisofbeldi og aldraða og vill í því sambandi nefna einelti meðal eldri borgara. Borgarfulltrúa hafa borist fregnir frá fólki sem segja frá reynslu af því tagi. Nauðsynlegt er að ákveðnar siðareglur gildi fyrir notendur félagsmiðstöðva. Á þetta við um að baktal og rógur sé ekki liðinn. Viðbrögð í samræmi við stefnu og verklag borgarinnar sem samþykkt var í mars í fyrra þarf að vera á öllum stöðum. Þeir sem vinna með eldri borgurum eða umgangast þá frá degi til dags þurfa að vera meðvitaðir um að einelti er vandi sem getur skotið upp kollinum án tillits til t.d. aldurs.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við liðnum Jafnrétti í íþróttum:

Flokkur fólksins fagnar því að staða fatlaðra barna sé rædd í mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráið og þakkar kynninguna á stöðu fatlaðra barna í íþróttastarfi. Það er eins með íþróttir og allt annað sem býðst í lífinu að þær eiga að vera fyrir alla. Allar íþróttir fyrir alla og síðan velur fólk það sem það hentar þeim. Ekki allar íþróttir standa þó fötluðum börnum á höfuðborgarsvæðinu til boða og við það er auðvitað ekki búið. Flokki fólksins finnst að þær íþróttir sem standa fötluðum börnum til boða, líkamlega, vitsmunalega eða hvorutveggja séu ekki nógu sýnilegar í Reykjavík. Einnig veltir Flokkur fólksins fyrir sér hvernig upplýsingamálum er háttað í þessum efnum. Er t.d. til bæklingur þar sem fram koma upplýsingar um íþróttir fyrir fatlaða og eru upplýsingar vel aðgengilegar á netinu? Það er mikilvægt að borgin og ÍTR hafi þétt samband við íþróttafélög sem ætluð eru fötluðu fólki. Þar er mikil þekking og reynsla sem borgaryfirvöld/ÍTR geta tileinkað er. Þetta er allt spurning um samtal, tengingar, miðlun og tengsl. Samtal og upplýsingar kosta ekkert. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð eigi að svara kalli íþróttamanna um að koma á tengslum og samtölum og vinna að því að ná í frekara fjármagn fyrir málaflokkinn þar sem það sárlega vantar.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við liðunum:

Kynning á niðurstöðum Rannsóknar og greiningar á líðan og högum barna og ungmenna og þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi
-Við umræðu um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum – Ráðstefna íþróttabandalags Reykjavíkur sem fram fór 23. janúar 2020
-Við framlagningu: Drög að umsögn Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um Íþróttastefnu Reykjavíkurborgar:

Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar grein 9.3.1 segir „Allt uppeldis-, fræðslu-, tómstunda- og menningarstarf á vegum borgarinnar tekur mið af þörfum barna af erlendum uppruna. Flokki fólksins finnst þetta ekki vera rétt og vill í þessu sambandi vísa í stöðuna hjá Leikni sem er lítið íþróttafélag með eina deild í hverfi 111. Í þessu hverfi er lang hæsta hlutfall fjölskyldna af erlendum uppruna og hæsta hlutfall fjölskyldna á fjárhagsaðstoð. Félagið berst nú í bökkum við að halda æfingagjöldum lágum sem eru þau lægstu sem finnast í borginni. Ein af ástæðum fyrir því að fjölgun iðkenda er ekki mikil er að Frístundakortið nýtist illa í hverfi 111. Efnaminni foreldrar hafa neyðst til að nota Frístundarkortið til að t.d. greiða frístundaheimili, tungumálakennslu auk þess sem það er sett sem skilyrði fyrir að sækja um fjárhagsaðstoð, skuldaskjól og afskriftir skulda. Börn þessara foreldra, en 35% af íbúum eru af erlendu bergi brotin hafa því ekki sömu tækifæri og önnur börn til íþróttaiðkunar. Minnt er á upphaflegan tilgang Kortsins sem var að auka jöfnuð en nú hafa reglurnar verið afbakaðar þannig að fátækir foreldrar eru tilneyddir til að nota Kortið sem gjaldmiðil í nauðsynjar. Hér er verið að brjóta á börnum, gefa þeim tækifæri með hægri hendi en hrifsa það til baka með þeirri vinstri.

Lögð fram svohljóðandi ályktunartillaga Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks:

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð ítrekar mikilvægi þess að íbúar njóti þjónustu borgarinnar án þess að eiga hættu á fordómum og mismunun. Það er andstætt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og óásættanlegt að starfsfólk borgarinnar beri fordómafull skilaboð til gesta sundlauga eins og átti sé stað í Grafarvogslaug í febrúar 2020. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð lítur svo á að tækifæri sé til að bæta þjónustu borgarinnar í takti við mannréttindastefnuna og hvetur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð til að bregðast skjótt við.

 

Flokkur fólksins situr hjá við afgreiðslu vegna  þess að hann telur að börn sitji ekki við sama borð þegar kemur að því að njóta mannréttinda án tillits til kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.

Vísað er í ofangreinda bókun þar sem fram kemur:

Efnaminni foreldrar hafa neyðst til að nota Frístundarkortið til að t.d. greiða frístundaheimili, tungumálakennslu auk þess sem það er sett sem skilyrði fyrir að sækja um fjárhagsaðstoð, skuldaskjól og afskriftir skulda. Börn þessara foreldra, en 35% af íbúum eru af erlendu bergi brotin hafa því ekki sömu tækifæri og önnur börn til íþróttaiðkunar. Minnt er á upphaflegan tilgang Kortsins sem var að auka jöfnuð en nú hafa reglurnar verið afbakaðar þannig að fátækir foreldrar eru tilneyddir til að nota Kortið sem gjaldmiðil í nauðsynjar. Hér er verið að brjóta á börnum, gefa þeim tækifæri með hægri hendi en hrifsa það til baka með þeirri vinstri.

Í reglum um fjárhagsaðstoð segir:

Heimilt er að veita sérstaka fjárhagsaðstoð til foreldra í þeim mánuði sem þeir fá greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum. Um er að ræða börn sem eiga lögheimili hjá viðkomandi foreldri. Um er að ræða aðstoð til að greiða áfallandi greiðslur fyrir daggæslu barns í heimahúsum, leikskóla, skólamáltíðir, frístundaheimili, sumardvöl og/eða þátttöku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Ætíð skal vera um tímabundna aðstoð að ræða sem sætir endurskoðun á sex mánaða fresti. Viðmiðunarmörk aðstoðar með hverju barni eru að hámarki 14.042 kr. á mánuði.
Skilyrði fyrir aðstoð samkvæmt þessum lið er að umsækjandi nýti sér fyrst rétt sinn samkvæmt frístundakorti og þjónustutryggingu leikskóla.

Á meðan börnum er mismunað á grundvelli efnahags foreldra sinna að nýta Frístundakortið í þeim tilgangi sem því var upphaflega getur Flokkur fólksins ekki tekið þátt í samþykkja Íþróttastefnuna.