Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 23. janúar 2020

Tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að bæta réttindi barna á Íslandi var lögð fram 10. október 2019. Hún var aftur lögð fram 23. janúar og þá frestað.

Tillaga Flokks fólksins um að mannréttindaráð beiti sér með formlegum hætti í að bæta réttindi barna á Íslandi og hafi til hliðsjónar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Til að afmarka þessa tillögu frekar vill fulltrúi Flokks fólksins benda á þann ójöfnuð sem ríkir þegar kemur að greiðslu þátttökugjalda á ýmsum viðburðum sem tengjast skólum borgarinnar. Borgarfulltrúi hefur undir höndum svör frá 36 skólum (fengið frá skóla- og frístundasviði) þar sem spurt var um hver greiðir viðburði og ferðir barnanna sem eru í tengslum við skólann. Niðurstöður eru að skólar greiða yfirleitt kostnað vegna ferðalaga og viðburði. Foreldrar standa hins vegar einir straum af ferðum nemenda í 5 skólum og í 10 skólum standa þeir straum að aðgengi á árshátíð og í þremur tilfellum greiða foreldrar sumarhátíð. Samkvæmt þessu eru börn ekki að njóta jafnræðis. Foreldrar með lítið milli handanna geta kannski ekki greitt aðgang að árshátíð, ferðir og sumarhátíð. Ef um systkini er að ræða getur verið óvinnandi vegur fyrir foreldra að greiða sem eru e.t.v. að fá innan við 100 þús. krónur í vasann til að lifa á mánuði eftir leigu. Þessa þætti þarf að samræma og finnst Flokki fólksins að mannréttindaráð eigi að taka þátt í því í samvinnu við aðra sem málið varðar.