Bókun Flokks fólksins við liðnum Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi:
Samkvæmt breyttu deiliskipulagi við Grensásveg 1 stendur til að byggja umtalsvert upp af íbúðar og verslunarhúsnæði. Nokkrir aðilar eru eigendur lóða og þess húsnæðis sem þar standa nú. Þessir aðilar kvarta undan engu samráði sem kemur ekki á óvart miðað við fyrri áætlanir og framkvæmdir hjá borgarmeirhlutanum. Þó virðist að nú hafi verið hlustað á þá með einhverjum hætti. Ef af verður má vænta málaferla af hálfu lóðareigenda sem gæti kostað borgina upptalsvert fé. Vonandi verður ekki úr því þar sem gerðar hafa verið breytingar á fyrri áætlun. Það stingur í augu að ekki kemur fram að gert sé ráð fyrir skóla eða skólasókn þeirra barna sem væntanlega munu búa á þessu húsnæði. Hvernig eiga börnin að sækja sinn skóla yfir stórar umferðaræðar í borginni, Grensásveg og Suðurlandsbraut? Kannski með gönguljósum sem þá stöðvar umferð enn frekar með tilheyrandi mengun á svæðinu. Eða að foreldrar aki börnum sínum í skólann. Varla dugar einn deilibíll fyrir allan þann fjölda eins og mælt er með í nýja skipulaginu. Flokkur fólksins leggur til að haft verði samráð við hagsmunaaðila til að koma í veg fyrir deilur og hugsanleg málaferli.
Bókun Flokks fólksins við liðnum Vesturbæjarlaug-Hofsvallagata, hönnun hundagerðir:
Vegna fyrirhugaðs hundagerðis við Vesturbæjarlaug gerir Flokkur fólksins nokkar athugasemdir þar sem girðingin virðist ekki í samræmi við það sem hundaeigendum þykir æskilegt. Hundaeigendur benda á að væntanlegt hundagerði sé allt of lítið, en 700 m2 sé algert lágmark. 600-700m2 hundagerði henta í raun aðeins fyrir smáhunda, því mæla þeir með að hundagerði verði á bilinu 1000-1400 m2. Þar sem hundagerðið er nálægt bílastæði og mögulega leikvelli, er lykilatriði að hundar geti ekki hoppað yfir því er 1,5 metrar lágmark sem er mælt með fyrir hundagerði víða um heim. Bil milli rimla í hliði verður að vera afar mjótt svo hundar geti ekki smeygt sér í gegn. Girðing verður að ná vel niður ofan í eða þétt við jarðveginn, svo engin hætta sé á að hundur geti smeygt sér undir. Sama gildir um hliðið. Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa hundagerði rétthyrnt, það má hanna það í skemmtilegri lögun svo það sé meira augnayndi og jarðvegur þarf ekki að vera sléttur. Flokkur fólksins óskar þess að við hönnun hundagerðis verði haft gott samráð við hundaeigendur svo verkefnið megi takast sem best.
Tillaga Flokks fólkins vegna endurskipulagningu í leiðarkerfi Strætó bs. hvað varðar Grafarvog, Grafarholt og Úlfarsárdal
Vegna fyrirhugaðs hundagerðis við Vesturbæjarlaug gerir Flokkur fólksins nokkar athugasemdir þar sem girðingin virðist ekki í samræmi við það sem hundaeigendum þykir æskilegt. Hundaeigendur benda á að væntanlegt hundagerði sé allt of lítið, en 700 m2 sé algert lágmark. 600-700m2 hundagerði henta í raun aðeins fyrir smáhunda, því mæla þeir með að hundagerði verði á bilinu 1000-1400 m2. Þar sem hundagerðið er nálægt bílastæði og mögulega leikvelli, er lykilatriði að hundar geti ekki hoppað yfir því er 1,5 metrar lágmark sem er mælt með fyrir hundagerði víða um heim. Bil milli rimla í hliði verður að vera afar mjótt svo hundar geti ekki smeygt sér í gegn. Girðing verður að ná vel niður ofan í eða þétt við jarðveginn, svo engin hætta sé á að hundur geti smeygt sér undir. Sama gildir um hliðið. Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa hundagerði rétthyrnt, það má hanna það í skemmtilegri lögun svo það sé meira augnayndi og jarðvegur þarf ekki að vera sléttur. Flokkur fólksins óskar þess að við hönnun hundagerðis verði haft gott samráð við hundaeigendur svo verkefnið megi takast sem best.