Sameiginlegur fundur Velferðarráðs og Skóla- og frístundaráðs 10. nóvember 2021

Fram fer kynning á  stöðumati verkefnisins Betri borg fyrir börn í Breiðholti með tillögum:

Bókun Flokks fólksins við kynningunni og tillögunum:

Tillaga meirihlutans er að innleiða verkefnið Betri borg fyrir börn í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst erfitt að treysta á árangursmat vegna meðal annars þess að matsaðilar voru allir innanbúðar og hallaði þar á suma hópa. Foreldrar og börn voru ekki spurð um árangur. Tilraunatímanum er ekki lokið auk þess sem COVID setti strik í reikninginn. Ef horft er til þjónustu við skólabörn eins og þeirri sem börn bíða eftir hjá skólaþjónustu þá sér ekki högg á vatni. Ekki er séð að staðan sé neitt betri í Breiðholti en í öðrum hverfum. Biðlistinn í Breiðholti telur nú 285 börn, í Grafarvogi/Kjalanesi 206 börn, í Árbæ/Grafarholti 278 og í Vesturbæ 203 börn. Því er velt upp hvað liggi á að tilkynna innleiðingu þessa verkefnis í önnur hverfi þegar árangur er ekki skýrari en raun ber vitni. Fulltrúi Flokks fólksins er skíthræddur um að jafnvel þótt allt það starfsfólk sem kemur að málum sé að vinna stórkostlegt starf þá sé meirihlutinn í borginni meira að skreyta sig vegna komandi kosninga. Hugsunin og hugmyndin að baki verkefninu er góð og auðvitað styður fulltrúi Flokks fólksins innleiðingu eins og allt annað sem hjálpað getur börnum og foreldrum þeirra.