Skipulags- og samgönguráð 11. desember 2019

Bókun Flokks fólksins við afgreðslu tillögu um að umferðarflæði verði bætt í borginni með því að vinna betur við ljósastýringu og að gera fráreinar án ljósa við hægri beygju. Tillaga var felld.

Það er ábyrgðarleysi ef skipulagsyfirvöld í borginni ætla ekki að taka á þeim umferðarvanda sem er í miðborginni. Ekki gengur að stinga hausnum í sandinn. Umferðartafir eru komnar upp í kok á borgarbúum og borgaryfirvöld reyna að láta sem ekkert sé. Haldi sem horfi á þetta eftir að stórskaða miðborgina og fólk einungis að mæta á svæðið sé það tilneytt. Tillögur Flokks fólksins sem hér eru lagðar fram eru til að bæta það sem hægt er að bæta og þá er fyrst að nefna að leiðrétta ljós og gangbrautarljós. Sú staðreynd að rauð ljós loga á gangbraut þótt enginn sé að fara yfir er ekki til að bæta útblástursvanda. Skipulagsyfirvöld eru sífellt að kvarta yfir bílum og bílamengun en gera svo ekkert til að draga úr slíku öðruvísi en að vilja banna öll ökutæki í bæinn. Það er afleitt að bílar bíði í röðum eftir að taka af stað þegar engin ástæða er til? Því hefur verið fleygt fram að skipulagsyfirvöld í borginni skapi þennan vanda að ásettu ráði svo hægt sé að draga upp en svartari mynd af „bílnum í miðborginni“. Það eru hæg heimatökin þegar kemur að skynsamlegum lausnum eins og tímastillingar ljós og hægri beygjuslaufur eins og t.d. fram hjá ljósunum af Kalkonsvegi inn á Geirsgötu.

Bókun tillögu Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um að slökkt verði á gönguljósum móts við Hörpu sem loga reglulega þótt enginn ýti á gönguljósahnappinn. Tillagan var felld
Það kemur á óvart að skipulagsyfirvöld sjái ekki hvernig gönguljós sem loga þótt enginn sé að fara yfir telur umferð og eykur á mengun. Ljósastýring á þessu svæði er öll í ólestri, ekkert samhengi er milli þeirra og þess vegna er endalaus umferðarteppa á þessu svæði. Ein af gönguþverunum þarna er með ljósastýringu og eru gönguljósin stillt á tíma þannig að rautt ljós kemur á umferðina með reglulegu þéttu millibili án þess að nokkur gangandi maður ýti á takkann, auk þess að þverunin er lokuð. Hér skortir alla heilbrigða skynsemi og spurt er hvort þetta sé gert af ásetningi, til að stöðva akandi umferð að óþörfu. Engin hefur farið varhluta af andúð skipulagsyfirvalda borgarinnar og formanns skipulagsráðs hvað helst gegn heimilisbíl fólks og skilaboðin að akandi fólk er ekki velkomið í bæinn eru ítrekað send út. Með þessu áframhaldi munu fleiri verslunar- og rekstraraðilar skaðast og ef ekki verður úr bætt mun þeim fækka enn meira öðrum en þeim sem ferðamanna halda gangandi.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um að taka svæðið Geirsgata, Kalkofnsvegur móts við Hörpu til endurskoðunar til að lágmarka tafir. Tillagan var felld.

Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins finnst skipulagsyfirvöld og borgarmeirihlutinn í borgarstjórn hafa brugðist skyldum sínum að sjá til þess að umferðarflæði í borginni sé viðunandi með því að fella þessa tillögu. Ástandið er ekki síst slæmt víða í miðborginni en einnig annars staðar. Með snjallljósastýringu og betur stilltum ljósum væri hægt að bæta verulega flæði. Hægri slaufubeygja er einnig möguleiki sem breytt gæti umferði til hins betra. Fráreinar án ljósa er víða hægt að koma við væri vilji til þess sem myndi bæta flæði til muna og þar með draga úr útblæstri bíla. Ástandið við Hörpu er ekki boðlegt sér í lagi nú á meðan framkvæmdir eru einnig í gangi á þessu svæði. Bílar sitja fastir þarna á stuttu svæði oft í langan tíma. Á meðan ekki annar ferðakostur er fyrir fólk sem kemur lengra frá er ekki hægt að bjóða upp á svona ófremdarástand á svæði sem geymir megnið af menningu og skemmtanalífi borgarinnar. Taka þarf þetta svæði til athugunar með það fyrir augum að leysa málið en ekki gera það verra. Flokkur fólksins kallar eftir að borgarmeirihlutinn sýni hér skynsemi og taki ábyrgð.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs samgöngustjóra þar sem beðið er um að ósk Faxaflóahafna er lagt til að sett verði bann við því að leggja við vesturkant Miðbakka austan við Geirsgötu 11:

Hér er ein birtingarmyndin af bílastæðavanda á þessu svæði. Flokkur fólksins skilur vel að ekki er hægt að leyfa að leggja bílum þar sem hætta skapast eins og lýst er hér við vesturkant Miðbakka austan við Geirsgötu 11. Hins vegar er það óskiljanlegt af hverju ekki má leyfa að lagt sé á Miðbakkanum yfir vetrartímann. Markaður er þar á sumrin en ekkert er þar á vetrum. Eftir að útibílastæðum var fækkað þá hafa heimsóknir Íslendinga í miðborgina fækkað. Þetta sést best þegar horft er á fækkun heimsókna í Kolaportið. Flokkur fólksins hefur lagt til að leyft verði að leggja bílastæðum á Miðbakkanum yfir vetrartímann. Hugsa þarf þessa hluti alla í heildarsamhengi. Haldi útistæðum áfram að fækka í miðborginni og gjaldið á þeim fáu sem eftir eru að hækka mun stór hópur Íslendinga einfaldlega hætta að heimsækja bæinn. Miðborgin er þá orðinn aðeins fyrir ferðamenn. Kolaportið, sá einstaki markaður mun að lokum gefast upp. Það er enginn markaður án fólks. Fækkun má rekja beint til erfiðleika að fá stæði í kringum Kolaportið. Bílastæðahús eru vissulega til staðar. Fjölmargir eldri borgarar treysta sér ekki í bílastæðahús. Fyrirkomulagið með slána og greiðslukerfið er meðal þess sem vekur óöryggi og enga aðstoð er þar að fá.