Skipulags- og samgönguráð 30. október 2019

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Samgöngumiðstöð, tillaga um samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit – Niðurstöður starfshóps

Áhyggjur eru af umferðarmálum á þessu svæði enda umferðaröngþveiti mikið. Skipulagsyfirvöld hafa ekkert reynt að leysa þær umferðarteppur sem þarna hafa skapast. Nú eru sem dæmi 2 gönguljós í nágrenninu, annað á Miklubraut á móts við Kjarvalstaði og hitt á móts við HÍ. Þarna vantar snjallljós, flæðiljós því gangandi vegfarendur sem þvera Hringbraut og Miklubraut eru löngu komnir yfir götuna þegar logar ennþá rautt á bílaumferð. Þetta er ólíðandi aðstæður fyrir alla svo ekki sé minnst á mengun meðan bílar bíða staðnaðir eða í hægagangi. Rísi samgöngumiðstöð við miðbæinn þarf að taka á umferðarvandanum og mætti sem dæmi létta á umferðinni með því að bæta ljósastýringarnar. Erfitt er að taka afstöðu til fjölmargra hluta tengt þessu máli, samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar enda liggur engin útfærsla fyrir á þessu stigi. Umferðaröngþveiti er djúpstæður vandi í Reykjavík og enda þótt hann sé mestur og verstur á háannatíma þá má segja að umferðin sé mikil allan daginn. Með samgöngumiðstöð sem þessari er orðið ljóst að flugvöllurinn mun vera í Vatnsmýrinni um langan aldur enda enginn annar staður fundinn fyrir hann sem hentar. Flokkur fólksins setur sig ekki upp á móti því.

Bókun Flokks fólksins við tillögu bílastæðasjóðs um hleðslustöðvar í bílastæðahúsum

Flokkur fólksins fagnar því að fjölga eigi hleðslum fyrir rafbíla í bílastæðahúsum í Kolaporti og Ráðhúsi. Hér er verið að setja upp hleðslustöðvar á þessa staði í fyrsta sinn þrátt fyrir að margir eru fyrir löngu komnir á rafbíl. Flokki fólksins finnst allt of hægt ganga að setja upp hleðslustöðvar. Að hafa fáar stöðvar hefur mikinn fælingarmátt fyrir þá sem hyggjast eða langar að skipta yfir í rafbíl. Flokkur fólksins lagði til 12 september 2019 að hraðað yrði uppsetningu hleðslustöðva sem fyrirhugað er að setja upp. Málinu var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs en við tillögunni hefur ekki komið neitt svar enn. Sá tími þarf að vera styttri sem áætlaður er í að setja upp þær stöðvar sem eftir er að setja upp eða um 90 til viðbótar. Setja þarf upp stöðvar við fjölbýlishús hið fyrsta. Ljóst er að ef fólk getur ekki hlaðið rafbíla sína heima hjá sér og þarf að setja í samband við almenningshleðslur fælir það fólk frá að kaupa rafbíl en það mun tefja orkuskiptin. Það vantar einnig hlöður í efri byggðir, t.d. Grafarvog og Breiðholt og reyndar miklu víðar. Þótt það séu hleðslustöðvar í hverfinu dugar það ekki ef aðeins er hægt að hlaða einn eða tvo rafbíla í einu.

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, endurskoðun

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: Flokkur fólksins fagnar allri rýmkun á reglum um heimild til að leggja bifreiðum sem skilgreindar eru visthæfar gjaldfrjáls í 90 mín. í gjaldskyld stæði. Flokkur fólksins lagði fram tillögu 6. júní 2019 að Reykjavíkurborg rýmki aftur reglur um hvaða bílar teljist vistvænir og þeir sem það teljast geti lagt frítt í gjaldskyld bílastæði í allt að 90 mín. Skipulagsyfirvöld hafa verið allt of lengi að taka við sér í þessum efnum. Sú var tíðin að sparneytnir bílar (bensínbilar) höfðu þessa umbun en hún var síðan tekin af. Það kom á óvart og telur Flokkur fólksins það hafi verið mistök. Hvetja átti fólk fyrir löngu að hugsa í þessa átt þ.e. fyrst að aka vistvænum, sparneytum bílum og nú visthæfur bílum (metan og rafmagn.)

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Stekkjarbakki Þ73, breyting á deiliskipulagi Elliðaárdals, Stekkjarbakki

Það er vont til þess að vita að skipulagsráð sé búið að auglýsa og samþykkja þessar framkvæmdir áður en búið er að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar? Er meiningin kannski bara að hunsa þessar athugasemdir? Við lestur bréfs frá Skipulagsstofnun fer ekki milli mála að heilmiklar efasemdir eru í gangi sem dæmi er varðar ljósmagn frá væntanlegri gróðurhvelfingu. Hér eru áhyggjur af ljósmengun. Stofnunin mælir með að leitað verði afstöðu Heilbrigðiseftirlits um viðmiðunarmörk vegna umferðarhávaða fyrir þjónustuíbúðir, fyrirkomulag á fráveitulögnum og önnur atriði. Svo margt annað er óljóst í þessu stóra verkefni og má þar nefna hina umdeildu gróðurhvelfingu Aldin Biodome sem byggja á í Elliðaárdalnum á skipulagsreit. Hverjar eru fyrirætlanir með hana er ekki vitað. Hér er óttast enn eina ferðina enn að borgin sé að taka á sig óheyrilegar skuldbindingar. Borgin ætlar að taka á sig 80% kostnaðar framkvæmdaraðili 20%? Eins vantar að fá staðfest hvað verður um Gilsbakka sem Minjastofnun leggur til að verði verndað en í deiliskipulag er talað um að sé víkjandi. Flokkur fólksins vill að haft verði raunverulegt samráð við íbúana en ekki látið duga að hafa 1-2 gerfisamráðsfundi. Það verður aldrei sátt um nýtt þróunarsvæði á Stekkjarbakka nema það fari í íbúakosningu.

Bókun Flokks fólksins við erindi til Skipulags- og samgönguráðs, vegna Þjóðhildarstígs 2-6. Lagður er fram tölvupóstur dags. 15. október 2019 ásamt viðhengjum vegna kvartana sem hafa borist frá íbúanda vegna ónæðis frá Gullhömrum að Þjóðhildarstíg 2-6.

Flokkur fólksins hefur áður komi með tillögur er varða hávaðamengun og þá ekki síst að borgin virði reglur um hávaðamengun og að það sé alvöru og virkara eftirlit með reglugerð um hávaðamengun. Tryggja þarf eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og þurfa allar leyfisveitingar að fylgja reglugerð um hljóðvist og hávaðamörk: