Skipulags- og samgönguráð 4. febrúar 2020

Bókun Flokks fólksins við svari vegna framlagningu lista yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur liður 34. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 8. janúar sl.:

Eins og oft áður eru svör við fyrirspurnum ótæmandi og almennar. Hvernig á almenningur að átta sig á hvort eitt tilboð er betra en annað ef litlar sem engar upplýsingar fylgja tilboðum fyrirtækja, eða ásett verð þeirra á tiltekna framkvæmd sem ekki þarf að fara í útboð? Hvort er afsláttur eða ekki og hvaða listaverð miðar eitt fyrir tæki við og hvað hitt fyrirtækið? Það vaknar sú spurning þegar skoðaðar eru framkvæmdir á vegum borgarinnar þá eru oftast sömu fyrirtækin sem hljóta verkefnin. Hvernig má það þá vera að önnur fyrirtæki geti nokkur tímann öðlist þá reynslu, þekkingu og hæfni sem „viðkomandi“ fyrirtæki þurfa að búa yfir ef þau hljóta ekki náð hjá skipulagsyfirvöldum? Ergo, öðlast aldrei það sem krafist er af þeim af hálfu borgarinnar.

Bókun Flokks fólksins við liðnum Týsgata við Lokastíg, kæra 119/2019, umsögn, úrskurður:

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. nóvember 2019 ásamt kæru dags. 28. nóvember 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 30. október 2019 um stæði fyrir vöruafgreiðslu að Týsgötu við Lokastíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. janúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. janúar 2020. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

 

Bókun Flokks fólksins við liðnum Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag:

Í greinargerð í nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn kemur berlega í ljós að athugasemdir ýmissa aðila er málið varðar hafa verið hunsaðar og gott betur. Ber helst að nefna hagsmunaaðila er halda Laugavegi og Skólavörðustíg gangandi með rekstri verslunar og þjónustu. Það er ljóst að ekkert samráð hefur verið við þessa aðila, nema í örmynd og greinilega ekkert á þá hlustað: ,,Aldrei hefur undirritaður verið spurður um eitt, eða neitt um fyrirhugaða lokun götunnar, eða t.d. hvort lokanir götunnar á sumrin hafi haft einhver áhrif á rekstur í húsnæðinu.‘‘ Flestir rekstraraðilar hafa sömu sögu að segja, samanber undirskriftarlisti afhendur borgarstjóra 2 apríl 2019 þar sem um 90% þeirra skrifuðu undir áskorun að breyta áætluninni. Ekkert hlustað á hreyfihamlaða sem ítrekað hafa beðið um bílastæði í göngugötunni sjálfri því ill mögulegt er að leggja í hallandi þvergötur. Í greinargerð er það staðfest ,,Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað í hliðargötum við göngugötuna.“ Sama gildir um aldraða. Meirihlutinn styðst við skoðanakannanir sem má lesa úr á marga vegu. Menntað stjórnvald nútímans ætti að sýna ábyrgari vinnubrögð og byggja sínar niðurstöður á haldgóðum rannsóknum, heldur en skoðanakönnunum sem geta sveiflast ótrúlega. Hvernig er þá hægt að réttlæta framkvæmdir sem kosta hundruð milljóna og klárlega fara fram úr áætlun?

Bókun Flokks fólksins við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða:

Íbúar Háteigshverfis hafa unnið mjög ítarlega skýrslu varðandi áform meirihlutans um að auka byggingarmagn og er strax ljóst við lestur skýrslunnar að lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við íbúa hverfisins þar segir m.a.: Þrátt fyrir að 6. kafli aðalskipulagsbreytingarinnar beri yfirskriftina ,,Samráð og kynningar‘‘ er augljós á öllu skipulagsferlinu sem hófs vorið 2018 að samráð við íbúa hverfisins er í reynd ekkert heldur aðeins sýndarmennska, enda hafa málefnalegar ábendingar íbúa algerlega verið hunsaðar fram til þessa. Hér eins og í nánast öllum öðrum framkvæmdum borgarinnar lokar hver einasti borgarfulltrúi meirihlutans eyrunum og veður áfram í blindum ásetningi sínum í að þétta borgina. Þeim þykir í lagi þó troðið sé á rétti fólks sem er á annarri skoðun. Framkvæmdirnar þrengja að börnum hverfisins og engin lausn í sjónmáli hvað varðar stækkun Háteigsskóla sem þegar er sprunginn. Hvernig á að leysa þann aukna umferðarþunga þegar þessi byggð rís? Sjómannaskólinn er ein fallegasta bygging borgarinnar og trónir hátt á holtinu, nú stefnir meirihlutinn enn einu sinn í að kæfa og króa af byggingar sem ættu að vera stolt borgarinnar. Í ljóðinu stendur: Húsameistari ríkisins ekki meir, ekki meir. Hvernig væri að ljóðelskir borgarfulltrúar meirihlutans reyndu einu sinna að skilja orð annarra en sinna viðhlæjenda.

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, rykbinding gatna í borginni í skipulags og samgönguráði:

Það er ljóst að öðru hvor koma dagar í Reykjavík þar sem mikið ryk fyllir andrúmsloftið og reynist íbúum borgarinnar hættulegt. Samkvæmt því svari sem nú liggur fyrir þá lýsir áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins efasemdum um að það fyrirkomulag sem nú er viðhaft skili tilteknum árangri og stuðli að betri heilsu borgarbúa. Ýmislegt annað væri hægt að gera eins og að takmarka notkun nagladekkja sem spæna upp götur borgarinnar og sést glögglega um þessar mundir. Það eru til annars konar vistvæn dekk sem jafnvel eru enn öruggari. Jafnframt eru til ýmsar leiðir til rykbindingar sem vert er að athuga. Þá má einnig athuga takmörkun á umferð þungaflutningsbíla t.d. á háannatímum. Ljóst er að eitthvað þarf til bragðs að taka og einblína ekki endalaust útrýmingu bílsins úr miðborginni og þar með út á umferðargötur borgarinnar sem er ill viðhaldið.

Bókun Flokks fólksins við liðnum Laugavegur, í skrefum, Kynning á verklýsingu fyrir Laugaveg:

Í greinargerð í nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn kemur berlega í ljós að athugasemdir ýmissa aðila er málið varðar hafa verið hunsaðar og gott betur. Ber helst að nefna hagsmunaaðila er halda Laugavegi og Skólavörðustíg gangandi með rekstri verslunar og þjónustu. Það er ljóst að ekkert samráð hefur verið við þessa aðila, nema í örmynd og greinilega ekkert á þá hlustað: ,,Aldrei hefur undirritaður verið spurður um eitt, eða neitt um fyrirhugaða lokun götunnar, eða t.d. hvort lokanir götunnar á sumrin hafi haft einhver áhrif á rekstur í húsnæðinu.‘‘ Flestir rekstraraðilar hafa sömu sögu að segja, samanber undirskriftarlisti afhentur borgarstjóra 2 apríl 2019 þar sem um 90% þeirra skrifuðu undir áskorun að breyta áætluninni. Bent er á að nú er verið að innleiða samþykktir Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Reykjavíkurborg mun brjóta þessa samþykkt illilega og jafnframt nýsett lög á Alþingi ef ekki verður tekið tillit til fatlaðs fólks og eldri borgara sem eiga erfitt um hreyfingu. Menntað stjórnvald nútímans ætti að sýna ábyrgari vinnubrögð og byggja sínar niðurstöður á haldgóðum rannsóknum, heldur en skoðanakönnunum sem geta sveiflast ótrúlega. Hvernig er þá hægt að réttlæta framkvæmdir sem kosta hundruð milljóna og klárlega fari fram úr áætlun?