Bókun Flokks fólksins við Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, drög
Þetta er metnaðarfull áætlun og virðist hafa verið hugsað fyrir flestu. Í hjólreiðaáætlun er markmiðið að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá megin stofnleiðum borgarinnar. Tekið er undir mikilvægi þess að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fram kemur að drengir hjóla meira en stúlkur. Orsakir þess eru fjölþættar að mati fulltrúa Flokks fólksins og væri áhugavert að skoða þær nánar.
Hér er um langtíma verkefni að ræða sem mun taka sinn tíma. Forvitnilegt væri að fá flokkun á hjólastígum eftir öryggi þeirra og „gæðum“. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur viljað skerpa á reglum á þessum stígum, taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana sem dæmi
Flokkur fólksins bendir jafnframt á að tilefni kann að vera til að auka eftirlit með umferð á blönduðum stígum vegna t.d. mikillar umferðar á rafknúnum vespum, raf-hlaupahjólum og öðrum minni vélknúnum farartækjum. Á sínum tíma var lögð lína þar sem gangandi fengu tvo metra og hjól einn metra. Sú lína er ekki lengur þar sem umferð á stígum hefur aukist mikið.
Bókun Flokks fólksins við tillögu Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Bústaðavegi dags. 23. apríl 2021 til afgreiðslu. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 28. apríl 2021:
Fulltrúi Flokks fólksins styður að hámarkshraðinn verði minnkaður úr 60 km/ klst í 50 km/klst. 60 kílómetrar á klukkustund er of mikill hraði á götu sem sker íbúðahverfi. Bústaðavegur þarf ekki að vera meginstofnbraut.
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um málun bílastæða/gatna í miðbænum, vísað áfram
Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um stöðu mála um málun bílastæða/gatna í miðbænum.
Fulltrúi Flokks fólksins spyr einnig hver hefur umsjón með málningu gatna/bílastæða hér í miðbænum?
Ástæða fyrirspurna er að borið hefur á því að hlaupið hefur verið frá óloknu verki með þeim afleiðingum að ökumenn eiga erfitt með að sjá hvar stæði enda og byrja. Skort hefur á eftirliti með verkum eða þau hreinlega eftirlitslaus? Tryggja þarf ábyrgt eftirlit með málum af þessu tagi eins og öðrum málum.
Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að huga sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð.
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld hugi sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð. Tillögunni hefur verið vísað frá með þeim rökum að hér sé um að ræða skoðun kjörins fulltrúa. Það er sérkennileg að mati fulltrúa Flokks fólksins að þegar lagt er til að leiksvæðum barna sé hlíft sé sagt að það sé skoðun kjörins fulltrúa. Öllu má nú nafn gefa.
Það er miður að þéttingarstefna meirihlutans í borgarstjórn gangi svo langt að skorið sé af leiksvæðum barna. Þetta á einnig við um græn svæði einnig sem ýmist er byggt á eða þau manngerð. Slíkur er ákafi þessa meirihuta að byggja á hverjum bletti. Það mætti vel fara einhvern milliveg, nóg er af landi og með tíð og tíma mun borgina verða að dreifast meira. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að Reykjavík er líka borga barnanna sem þar búa. Í allri þessari þéttingu má ætla að skólar þurfi ýmist að stækka eða byggja verði nýja. Varla verða eftir reitir fyrir slíkar framkvæmdir ef heldur sem horfir.
Tillöguninni er vísað frá með fjórum atkvæðum Fulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sitja hjá.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillagan er ekki eiginleg tillaga um aðgerðir sem stjórnsýsla borgarinnar getur gripið til heldur lýsing á skoðun kjörins fulltrúa. Erindinu er vísað frá.
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Húsverndunarsjóður Reykjavíkur.
Þetta ár bárust 39 umsóknir og engin frá úthverfum, flestar í miðbæ og vesturbæ enda þar flest gömul hús, friðuð hús. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja fram fyrirspurn um hvort ekki væri rétt að skoða að tengja hverfisvernd Húsverndurarsjóði?
Nú eru mörg úthverfi að komast á það stig að þau spegla tíðaranda þess tíma þegar þau voru byggð. Það ber að varðveita. Nú söknum við t.d bensínstöðva,-Nesti- sem aldrei urðu 100 ára. Með því að tengja hugmyndina um hverfisvernd við húsverndun (Húsverndunarsjóðs) opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið var byggt.
Frestað