Skipulags- og samgönguráð 6. nóvember 2019

Bókun Flokks fólksins við  umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 31. október 2019 um drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024.

Hér er verið að tala um áætlun til 15 ára sem minnir á að mörg ár eru í borgarlínu. Sjálfssagt er að gera áætlanir en það þýðir ekki að hunsa megi núverandi umferðarvanda sem þyngist með hverjum degi. Segja má að skipulagsyfirvöld hafi misst sig dálítið langt inn í framtíðina og samhliða gleymt hver staðan er í dag og verður a.m.k. næstu árin.  Núna er umferðaröngþveyti mikið á þessu svæði. Skipulagsyfirvöld hafa ekkert reynt að leysa þær. Fjölmargt er hægt að gera strax með því að  koma t.d. upp snjallstýringu ljósa. Þetta er ólíðandi aðstæður fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem vinna á svæðinu og eru ekki búsettir í nágrenninu. Umferðarteppur menga. Erfitt er að taka afstöðu til fjölmargra hluta tengt þessu máli, samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar enda liggur engin útfærsla fyrir á þessu stigi.  Það er sérstakt að þetta vandamál sé ekki ávarpað í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og samgöngustjóra um fimmtán ára samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024 borgarinnar.