Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á uppbyggingu í Norður Mjódd:
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram spurningu um hvort gert væri ráð fyrir undirgöngum undir Stekkjarbakka, m.a. vegna umferðar skólabarna úr hverfinu yfir í hverfið sem nú þegar er fyrir ofan. Ekki var að heyra að unnið væri út frá þeirri hugmynd. Fulltrúinn gerir athugasemd við að það sé ekki gert og væntir þess að unnið verði með þessa hugmynd og hún tekin lengra enda aldeilis tilefni til.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hornsteina arkitekta, ásamt athugasemdum:
Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka mikilvægi þess að vinna með fólkinu i borginni og að þessu sinni íbúa Seljahverfis. Eins og fram kemur í göngum þykir mörgum að verið sé að ganga á græn svæði í hjarta Seljahverfis og heppilegra hefði verið að velja annan stað fyrir Ævintýraborgina. Flokkur fólksins sér að hér er um mikilvægt útivistarsvæði íbúa og er hluti af Seljadalnum. Á svæðinu eru leiktæki m.a.- aparóla sem er mikið notuð og einnig er svæðið hluti af frisbígolfvelli sem er mjög vinsæll. Allmargar athugasemdir snúa einmitt um þetta atriði. Fulltrúi Flokks fólksins vill þakka fulltrúa foreldrafélagsins í íbúaráði Breiðholts fyrir ábendingar um málefnið.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut við Vogabyggð:
Flokkur fólksins hefur margsinnis talað um og bókað um hversu hættulegt þetta svæði er gangandi vegfarendum og fagnar þess vegna tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Sífellt er talað um “tímabundna” brú en þarna þarf auðvitað að tala um varanlega lausn sem er stokkur. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í júní 2022 um að strax yrði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir og fleira. Íbúar Vogabyggðar hafa þurft að takast á við ótta um öryggi barna sinna allt of lengi.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram erindi skrifstofu samgangna og borgarhönnunar ásamt kynningu. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Austurstræti í samræmi við kynningu.
Þetta verkefni við Lækjartorg og Austurstræti væri ákaflega falleg framkvæmd, en framkvæmdin er ekki forgangsverkefni að mati fulltrúa Flokks Fólksins. Á meðan Borgin situr undir gagnrýni fyrir gjaldskrárhækkanir og því að þurfa að ná árangri í fjármálum borgarinnar telur fulltrúi Flokks fólksins að rétt væri að fresta eða fara sér rólega í að hefja þetta verkefni.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram fundargerðir SORPU bs. nr. 488 dags. 7. nóvember 2023, nr. 489 dags. 5. desember 2023 og nr. 490 dags. 20 desember 2023. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við lið 3 í fundargerð Sorpu 5. des.
Flokkur fólksins telur að sumt hafi gengið vel í þessu nýja flokkunarkerfi og best hefur gengið með flokkun lífræns sorps. Það skal fara í ákveðna poka og úr verður fyrirmynda molta. Fyrir skemmstu fór af stað sá orðrómur að fljótlega ætti að taka gjald fyrir poka undir matarleifar og fundu einhverjir sig knúna til að hamstra þá. Flokkur fólksins fagnar ákvörðun Sorpu um að halda áfram með gjaldfrjálsa dreifingu pokanna til að tryggja áframhaldandi árangur í flokkun matarleifa.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fráreinar Reykjanesbrautar – Álfabakka:
Lagt er til að gerðar verði breytingar á fráreininni við Álfabakka. Í svari við fyrirspurninni segir ,,Verið er að endurhanna gatnamótin með því að þrengja þau eins og hægt er, en þó með því að strætó og flutningabílar geti farið þarna um með góðu móti” Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri að hann efast um að þrengingar á gatnamótum auki umferðaröryggi, sérstaklega þar sem stór ökutæki fara um. Sem dæmi má nefna banaslys við Gnoðavog og Skeiðarvog í nóvember þar sem vagnstjóri var að troðast um þröng gatnamót og veitti ekki athygli gangandi vegfaranda sem varð fyrir vagninum.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á tveimur hringtorgum við Víkurveg:
Í umsögn er talað um að verið sé að gera breytingar á svæðinu og fagnar fulltrúi Flokks fólksins því að verið sé að gera endurbætur á þessum þröngu hringtorgum, en þau hafa fram að þessu verið ákveðinn farartálmi fyrir stór ökutæki með tilheyrandi hættu fyrir þau og aðra vegfarendur sem fara um svæðið á sama tíma. Það er óskandi að þessar endurbætur muni gera umferð þessara ökutækja auðveldari og munu þar með auka umferðaröryggi á svæðinu.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. febrúar 2023.
Í svari við fyrirspurninni kemur fram að verið sé að vinna í uppsetningu á sérstökum díóðuljósum og að ljósin séu einnig í drögum að breytingum á ljósastýringum við gangbrautir almennt með fyrirhugaðri sérlýsingu við gangbrautir í þeim tilgangi að auka öryggi gangandi vegfaranda við gönguþveranir. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að bæta slíka lýsingu og vonar að það verk muni ganga eins hratt og hægt er og tryggt verði að þessi framkvæmt verði sett í forgang með því að tryggja fjármagn í framkvæmdina.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gatnamót, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024:
Fulltrúi Flokks fólksins spurði um gatnamót og hver sé ástæða þess að farið var í breytingar á gatnamótum við Egilshöll í Grafarvogi? Hver er ástæðan þess að farið var í þessar breytingar og hverju átti að ná fram með þeim? Hvað kosta þessar framkvæmdir? Fram kemur í svari að byrjað var á framkvæmdum í júní og þær standa enn yfir með tímabundnum lokunum. Þetta er gert til að gera Strætó kleift að snúa við á þessum stað. Með þessum framkvæmdum segir að verið sé að bæta aðstæður og umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur m.a. með því að hægja á akandi umferð. Heildarkostnaður samkvæmt kostnaðaráætlun 2 var 240 milljónir kr. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að fjölmargir telja að ekkert gagn sé af þessum framkvæmdum og helst ógagn í þröngum götum og beygjum t.d. fyrir strætisvagna og snjóruðningstæki. Var eitthvað tillit tekið til þessara ábendinga. Hér er Strætó að fara fram á breytingar, en almennt er talið að hringtorg séu erfið gangandi og hjólandi vegfarendum og mun erfiðari en ljósstýrð gatnamót. Á það ekki við í þessu tilviki? Í hverju er aðstæðubæting fólgin? Hægja á akandi umferð er varla talin vera eina öryggisbætingin en hverjar eru hinar?
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leyfi til heimagistingar og hverjir beri á þeim ábyrgð, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. nóvember 2023:
Flokkur fólksins spurði um hvort samræmi væri milli þeirra sem veita leyfin og stefnu borgarinnar í að draga úr heimagistingum á meðan húsnæðisskortur er svo mikill. Eigendur nærri 3.400 íbúða vítt og breitt um landið hafa fengið leyfi til heimagistingar í allt að þrjá mánuði á ári. Það er helmingi meira en þegar mest var á árunum fyrir faraldur. Eins og kemur fram hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá hefur þeim fjölgað um 70 prósent það sem af er ári. Leyfin voru rúmlega 1.200 í fyrra en eru orðin tæplega 2.200 í ár. Í svari er vitnað i lög og reglur. Samkvæmt lögunum er eigendum þannig heimilt að leigja út eignir sínar. Reykjavík hefur ekki neina aðkomu að fjölda útleigurýma og segist ekki geta gert neitt til að stýra henni eða takmarka. Og hvað skal þá gera? Bara sitja með hendur í skauti? Borgin segist samt hafa stefnu sem er að draga tímabundið úr heimagistingum meðan húsnæðisskortur er mikill. Til hvers er þá barist ef engar líkur eru á árangri.
Liður 30 í fundargerð
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lagfæringar á strætóstöðvum, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023:
Flokkur fólksins spurði um hver staðan væri núna í endurgerð biðstöðva, hve margar stöðvar af 556 strætóstöðvum í Reykjavík sem þörfnuðust lagfæringa hafa verið lagfærðar. Svarið ber með sér að staðan sé ekki góð. Líkt og kom fram í kynningu um aðgengismál við strætóstöðvar sem fór fram í umhverfis- og skipulagsráði þann 25. október 2023 þá var aðgengi við 35 stöðvar lagað á árunum 2020-2022. Óvíst er um framtíð 28 stöðva í nýju leiðaneti, en 43 stöðvar verða endurgerðar í öðrum verkefnum. 124 stöðvar munu detta út við innleiðingu á nýju leiðaneti og sex stöðvar þarfnast ekki endurgerðar. Eftir standa 154 stöðvar sem ekki eru komnar á áætlun um endurgerð. Aðgengi við 29 stöðvar verður lagað sem hluti af útboði árið 2023, en þær framkvæmdir eru mislangt á veg komnar. 50 stöðvar eru á svæði sem verður endurgert í áföngum 1-3 af Borgarlínu, og 33 stöðvar eru á svæði sem verður endurgert í áföngum 4-6 af Borgarlínu. 12 stöðvar eru innan hafnarsvæðis Faxaflóahafna og þannig í umsjón þeirra. 32 stöðvar munu verða áfram en munu þjóna Borgarlínuleiðum, það mun því þurfa að endurgera þær m.a. vegna lengri vagna, en ekki er búið að ákveða hvernig það verður útfært.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gjöld í bílastæðahúsum, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2023:
Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvort ekki eigi að endurgreiða þeim einstaklingum á P merktum bílum sem þurft hafa að greiða gjald í bílastæðahúsum eftir að ákveðið var að fella niður gjaldið? Fram kemur í svari að þeir handhafar P korta sem hafa borgað fyrir notkun bílahúsa eftir að gjaldtöku var hætt geta sótt um endurupptöku hjá Bílastæðasjóði. Þurfa þeir að sýna fram á að hafa greitt í stæðin og að þeir hafi verið handhafar P korts á þeim tíma sem gjaldtakan átti sér stað. Þetta er vel og vonandi hefur þetta gengið snurðulaust fyrir sig. Hins vegar segir einnig að erfitt sé að nýta stafrænar lausnir í þessum aðstæðum þar sem að P kortin eru bundin við handhafa kortsins en ekki ákveðnum bifreiðum. Einnig eru kortin ekki rafræn og því ekki möguleiki að lesa þau með rafrænum hætti. Þetta ætti vissulega að vera hægt að leysa í þeirri stafrænu veröld sem við búum í. Allt er þetta spurning um forgangsröðun.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um göngu- og hjólastíga, sbr. 41. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. janúar 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024:
Flokkur fólksins spurði um göngu- og hjólastíga, hvort að könnuð sé arðsemi framkvæmda sem farið er í. Hefur Reykjavíkurborg gert könnun á notkun á reiðhjólum á nýjum reiðhjólastígum og þ.m.t. á stígum gatna sem hafa verið þrengdar til að koma fyrir hjólastígum? Svarið segir að hjólreiðar hafa aukist, en ekki mikið miðað við fólksfjölgun. Gott hefði verið að mæla áhrif þess að breyta götum úr hreinum bílagötum yfir í götu þar sem hjólreiðafólk fær sérstaka braut. Það gagnast framtíðarbreytingum á gatnakerfinu. Flokkur fólksins vill koma því á framfæri að hjóla- og göngustígar eru jákvæð skref í umhverfismálum og nauðsynlegt í uppbyggingu hverfa. Hins vegar þarf að gæta aðhalds í þessu eins og öðru enda fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar ekki góð.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á gatnamótunum Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. mars 2023:
Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvort framkvæmdin að fella niður aðra af tveimur vinstri beygjuakreinum frá Kleppsmýrarvegi til suðurs inn á Sæbraut sem átti að stuðla að bættu öryggi hafi í raun ekki aukið slysahættu frekar en hitt. Segir í svari að þessi útfærsla gatnamótanna var hönnuð með það í huga að auka umferðaröryggi allra vegfarenda en þó ekki síst óvarinna vegfarenda. Flokkur fólksins skilur það en huga þarf að því að með því að auka öryggi eins vegfaranda má ekki skapa meiri hættu fyrir annan. Þetta eru vissulega erfið gatnamót fyrir gangandi og hjólandi. Sumir óttast að hættan aukist þegar færri bílar komast yfir gatnamótin hverju sinni en er í dag. Íbúar hverfisins eiga í erfiðleikum með að komast út úr hverfinu á álagstímum. Sama má segja um viðskiptavini fyrirtækja sem þarna eru. Það eru umferðarteppur niður í Kjalarvog og Skútuvog á álagstímum og beygjuljósin anna vart umferð. Um þessi gatnamót er ekið stórum hluta af byggingarefni inn á höfuðborgarsvæðið. Þeir sem þekkja best til þarna telja að eftir þessa breytingu verði mun meiri umferð beint í gegnum Vogabyggðina með tilheyrandi aukningu á mengun og slysahættu.
Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í leikskólum um hjólastæði við leikskóla, sbr. 11. liður fundargerðar skóla- og frístundaráðs dags. 6. febrúar 2023:
Fulltrúi Flokks fólksins óskað upplýsinga um hversu mörg skammtíma- og langtímahjólastæði hafa verið gerð við nýlegar endurgerðir á leikskólum t.d. stækkunum. Einnig var spurt um aðgengi að geymslum og fjölda þeirra í tengslum við Ævintýraborgir sem tekið hafa til starfa. Fram kemur að mat á núverandi aðstæðum hefur ekki farið fram en ljóst er að aðstaða til geymslu á hjólum við marga leikskóla borgarinnar er ábótavant, hvort heldur fyrir starfsfólk, foreldra eða börn. Ekki fundust nákvæmar tölur um fjölda hjólastæða við Ævintýraborgir. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að þessar upplýsingar eigi að liggja fyrir og að reglulega skuli gera könnun hjá foreldrum um aðgengi.
Liður 35
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að lögð verði gangbraut, undirgöng eða göngubrú á mótum Efstaleitis og Bústaðavegar, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. desember 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar USK23120110
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að aðgengi íbúa við Hlemm að bílastæði fyrir utan Lögreglustöðina á Hlemmi:
Flokkur fólksins leggur til að íbúar við Hlemm, við enda lögreglustöðvarinnar, Rauðarárstígsmegin, geti fengið að nota bílastæði fyrir utan Lögreglustöðina við Hlemm utan vinnutíma ella stæðu þau auð. Bílastæðin eru við enda lögreglustöðvarinnar, Rauðarárstígsmegin. Þetta var áður leyft en nú hefur verið sett slá til að loka svæðinu. Eins er vitað að þarna er mikill hörgull á bílastæðum og margir íbúar eru í stökustu vandræðum með að fá bílastæði fyrir bíla sína. Ef hægt er liðka fyrir íbúum með þessum hætti, ætti að sjálfsögðu að gera það.
Frestað USK
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að greiða samhliða fyrir bílastæði í bílastæðihús og hleðslu rafbíls.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hægt verði að greiða samhliða fyrir bílastæði í bílastæðahúsi og hleðslu rafbíls. Í dag þarf að greiða í sitthvoru lagi fyrir þessa þjónustu en kostur væri ef hægt væri að gera þetta tvennt samtímis þegar bíll er sóttur í bílastæðahús. Þetta myndi spara umstang og einfalda notkun vistvænni samgöngumáta sem rafbílar eru.
Frestað. USK
24010096