Velferðarráð 23. október 2019

Bókun við Flokks fólksins við svari um í hvað mörgum tilfellum er verið að nota frístundarkort barna til að greiða með frístundarheimili

Það er ótrúlegt að frístundastyrkur var nýttur upp í greiðslu fyrir dvöl 1.503 barna á frístundaheimili eða 23,9% þeirra.  Hlutfallsleg nýting kortsins er lægst í hverfi 111. Borgarfulltrúa Flokks fólksins blöskrar afbökunin á markmiði og tilgangi frístundakortsins. Það hefur verið komið aftan að foreldrum og brotið á rétti barna. Frístundarkort 1503 barna, 50 þúsund krónur á  barn er tekið upp í til að greiða fyrir þau nauðsynlega dvöl á frístundarheimili. Þetta eru 75.150.000 milljónir sem er fjármagn ætlað börnum til að iðka tómstundir óháð efnahag foreldra. Frístundaheimili er ekki það sama og íþrótta- og tómstundanám þótt vissulega fari fram metnaðarfullt frístundastarf á frístundaheimilum borgarinnar.  Frístundaheimili er fyrst og fremst nauðsyn svo foreldrar geti unnið úti. Það gefur auga leið að ef  frístundakortið er notað til að greiða með frístundaheimilið er réttur barnsins til nýtingu þess í íþrótta- og tómstundaiðkun ekki nýttur. Markmiðið og tilgangurinn með frístundakortinu var ætíð að auka tækifæri barna til að stunda íþróttir og tómstundir óháð efnahag foreldra. Markmiðið með frístundarkortinu hefur verið afbakað og útþynnt og er nú nýtt ekki síður sem bjargir frekar en tækifæri fyrir börn að iðka tómstundir.

Bókun Flokks fólksins við drög á reglum um stuðning við börn: