Borgarráð 14. mars. 2019

Bókun Flokks fólksins við svari frá Félagsbústöðum við fyrirspurn um lögfræðikostnað:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins þakkar skjótt og skýrt svar frá framkvæmdarstjóra Félagsbústaða um sundurliðun lögfræðikostnaðar. Það er leitt að sjá hvernig Félagsbústaðir hafa eytt tæpum 112 milljónum í lögfræðikostnað undanfarin 6 ár. Stærstu póstarnir eru Málþing ehf, Lögheimtan og Mótus eða um 100 milljónir. Lögfræðikostnaður vegna innheimtumála nam tæpum 65.8 milljónum eða um 12.3 mkr á ári. Borgarfulltrúa finnst miklu fé hafa verið varið í að innheimta af fólki sem margt hvert hefur e.t.v. enga möguleika á að greiða þessar skuldir. Er t.d. kannað hvað liggur að baki því að fólkið geti ekki greitt? Fólk skuldar varla að gamni sínu. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst þetta harkalegar aðgerðir. Það er hægt að innheimta án þess að senda skuldina til lögfræðings. All margar kvartanir bárust borgarfulltrúa á síðasta ári um að Félagsbústaðir sigi á það lögfræðingum í sífellu. Það ætti að vera eðlilegt að bíða í lengstu lög að rukka fólk sem vegna lágra tekna eða erfiðra aðstæðna getur ekki greitt skuld sína. Hér mætti vel nefna þá sem hafa orðið fyrir skaða vegna myglu og raka í húsnæði Félagsbústaða. Ef horft er til sanngirnissjónarmiða má spyrja hvort þeir sem hafa búið í mygluhúsnæði hafi fengið einhverjar skaðabætur frá Félagsbústöðu jafnvel þótt alvarlegt heilsutjón hafi verið staðfest?

Svar Félagsbústaða

Tillaga Flokk fólksins um að umsóknarferli um fjárhagsaðstoð verði einfaldað

Umsóknarferli um fjárhagsaðstoð er óþarflega flókið í Reykjavík. Fyrst skal nefna að ekki eiga allir skilríki með mynd sem framvísa á þegar sótt er um og í þeim tilfellum þyrfti að finna aðra leið til staðfestingar að viðkomandi er sá sem hann segist vera. Þau gögn sem umsækjanda ber að reiða fram eru líka óþarflega ítarlegar t.d. upplýsingar um skráningu í nám og eða upplýsingar um greiðslur t.d. frá sjúkrasjóðnum eru dæmi um upplýsingar sem mættu e.t.v. missa sí.
Markmiðið ætti ávallt að vera að fá minnstu upplýsingar og unnt er að komast af með í slíkri umsókn. Sjálfsagt er að fá leyfi hjá viðkomanda að aflað verði upplýsinga um skráningu hans í nám við lánshæfar menntastofnanir, sbr. ákvæði 15. gr. reglnanna. Hafa skal í huga að mörgum reynist það afar erfitt að þurfa að það að sækja um fjárhagsaðstoð. Sumir upplifa það mjög niðurlægjandi og því er óþarfi að flækja þetta ferli meira en þörf er á. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði markvisst í að einfalda þetta ferli. Gæta þarf meðalhófs þegar kemur að öflun gagna og upplýsinga og almennt að reyna að gera fólki þetta ferli eins auðvelt og hægt er með því að einfalda það eins og frekast er unnt.

Greinargerð

Liður í að einfalda þetta ferli felst í því að skoða hvort verið er að kalla eftir óþarfa upplýsingum. Það að umsækjandi þurfi að framvísa minnisblaði atvinnurekanda sem staðfestir atvinnuleysi hans gæti t.d reynst erfitt. Þetta er því þáttur sem þarf að vera mjög sveigjanlegur. Vottorð þarf að koma frá Vinnumálastofnun og sérfræðilæknum ef viðkomandi hefur ekki verið fær um að sinna atvinnu. Vel má spyrja hvort að ekki sé farið offari hér í að ætlast til að viðkomandi skili þessu öllu. Að fá vottorð frá sérfræðilækni sem dæmi getur reynst erfitt. Af hverju ætti ekki að láta duga að fá vottorð frá heilsugæslu?  Í umsóknarferli segir að: hafi umsækjandi ekki skráð sig hjá vinnumiðlun, án viðhlítandi skýringa, missir hann hlutfallslega rétt til fjárhagsaðstoðar það tímabil. Þetta finnst borgarfulltrúa helst til of harkalegt. Eins kemur fram að: afgreiðsla umsókna stöðvast ef umsækjandi neitar að veita upplýsingar um fjárhag sinn og / eða maka síns eða aðrar upplýsingar sbr. 2. mgr. 8.gr. og 1.mgr. 9.gr. reglnanna. Sama má segja um þetta, hér er gengið of harkalega fram gagnvart fólki sem sækir um fjárhagsaðstoð. Hér væri nær að kanna af hverju umsækjandi vill ekki veita þessar upplýsingar. Ástæður gætu verið margar og án efa er hægt að vinna með langflestar þeirra.

Fólk á að geta sótt um á öllum tímum. Ef það þarfnast aðstoðar við að fylla út umsókn á það að geta hitt félagsráðgjafa án biðar. Nægjanlegt ætti að vera öllu jafnan að fólk sýni fram á útborgaðar tekjur og svo þau föstu útgjöld sem viðkomandi er að greiða, svo sem leigu, rafmagn, lán, tryggingar og þess háttar. Horfa ætti á það sem eftir stendur þegar búið er að greiða alla reikninga. Að sjálfsögðu er ákveðin viðmiðunartafla eftir fjölskyldustærð og barnafjölda og miða ætti við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara.  Ekki ætti að þurfa lengri tíma en eina viku til að fara yfir umsóknina en auðvitað er það líka matsatriði ef aðstæður eru þannig að viðkomandi getur ekki beðið í viku og hefur kannski aldrei komið áður, þá ætti að reyna að bregðast fyrr við

Framhaldsfyrirspurn vegna vistunarskuldar foreldra fyrir börn sín á frístundarheimili

Hversu mörg börn hafa hætt á frístundaheimili vegna þess að foreldri hefur ekkert aðhafst vegna vangreiddrar vistunarskuldar sinnar við borgina?
Í svari við fyrirspurn sem Flokkur fólksins hefur áður lagt fram um þetta kom fram að það eru þrjár leiðir í boði til að afturkalla uppsögn á vistun í frístundaheimili í þeim tilfellum sem foreldrar/forráðamenn hafa ekki greitt skuld sína.

Einnig kom fram í svari að ef skuldari aðhefst ekkert þá mun barn þurfa að hætta í frístundastarfi. Af þessu hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins miklar áhyggjur og óskar því eftir því að fá upplýsingar um hversu mörg börn hafa hætt á frístundaheimili vegna skuldar sem ekki hefur verið greidd eða samið um. Gott væri að fá þessar upplýsingar sem nær til síðustu 3ja ára.