Borgarráð 31. október 2019

Ræða oddvita Flokks fólksins

Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 17. október, 31. október og 1. nóvember.
Bókun Flokks fólksins við 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október og 8. og 9. lið fundargerðarinnar frá 1. nóvember er varðar húsnæði fyrir fólk með fötlun, er varðar gjaldskrárhækkanir og er varðar lántöku borgarin um 6.000 m.kr.

 

Húsnæði fyrir fólk með fötlun. Biðlistinn eftir húsnæði fyrir fólk með fötlun er óásættanlega langur. Nú bíða um 168 manns með fötlun eftir húsnæði í þremur flokkum auk sérstakt húsnæði Liðsaukinn og húsnæði með stuðningi.  Fækkun frá síðasta ári á biðlistanum er 10 einstaklingar.

Varðandi tillögu að gjaldskrám 2020. Flokkur fólksins er andvígur öllum hækkunum á gjaldskrá sem notendur þurfa að greiða. Finna þarf aðrar leiðir en að hækka gjöldin til að mæta auknum kostnaði til að veita fullnægjandi þjónustu.

Varðandi tillögu um um 6.000 m.kr. lántöku vegna framkvæmda á árinu 2020. Flokkur fólksins finnst að verið sé að skuldsetja borgina langt umfram það sem heilbrigt sé enda borgin skuldug upp fyrir haus nú þegar. Borgarstjórinn sem nú situr hefur verið ráðandi í fjármálum borgarinnar frá 2010 og allan þann tíma hefur borgin safnað gífurlegum skuldum og verið verr rekin ár frá ári. Á sama tíma hafa álögur á fólkið aukist. Reykvíkingar greiða hámarksútsvar og auk þess langhæstu fasteignagjöld á landinu (ekki í prósentum heldur í upphæðum vegna hás fasteignamats í Reykjavík.) Braggamálin eru mörg og sýna að borgarstjórinn hefur ekki stjórn á fjármálum og kann ekki að veita aðhald, sem er auðvitað aðalsmerki hvers stjórnanda sem treyst er fyrir fjármunum.

 

Lagðar fram fundargerðir menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. október og 5. lið fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 16. október er varðar ferðir erlendis og banni við nagladekkjum visthæfra bíla við lagningu frítt í stæði í 90 mínútur.

 

Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst að farið sé of oft í ferðir erlendis, alls kyns skoðunar- og skemmtiferðir. Sjá má dæmi um ferðir margra frá sama sviði og ráði. Vel kann að vera að ferðalangar séu að fá einhverja styrki en engu að síður kostar þetta borgarbúa.  Tal meirihlutans um loftlagsmál og mikilvægi þess að draga úr útblæstri er hávært en ekki þegar kemur að ferðum erlendis. Hér verða kostnaðar- og mengunarsjónarmiðum að vera haldið til haga.

Flokkur fólksins hvetur meirihlutann í skipulagsmálum borgarinnar að anda rólega þegar kemur að forræðishyggju að banna nagladekk. Nær er að einblína á að losa umferðarhnúta þar sem bílar ganga tímum saman á sólarhring í hægagangi vegna ófullnægjandi ljósastýringar. Nefna má gönguljós á Miklubraut og á Hringbraut en þar loga gönguljós löngu eftir að þverun er yfirstaðin. Nagladekk eru nauðsynleg mörgum, t.d. þeim sem koma úr efri byggðum þar sem ófærð er meiri. Þess utan er fólk á ferðum utan borgarinnar og varla vill meirihlutinn hafa það á samviskunni að banna þeim vera á nagladekkjum í oft varasömum aðstæðum. Sýnt þykir að bílaleigubílar verða að vera á nagladekkjum enda leigðir fólki sem aka bæði um borg í dreifbýli. Líf og limir skipta mestu máli.

Tillaga Flokks fólksins er varða erlenda starfsmenn leikskóla og íslenskunámskeið fyrir þá

Tillaga um að verðandi starfsmenn leikskóla sem ekki tala íslensku sæki eitt íslenskunámskeið um það leyti sem þeir hefja störf. Flokkur fólksins leggur til að verðandi starfsmenn leikskóla sem ekki tala íslensku sæki námskeið í íslensku áður eða stuttu eftir að þeir hefja starf. Það er erfitt fyrir starfsmann að byrja á vinnustað ef þeir eiga erfitt með að tjá sig og skilja hvað sagt er. Hluti af aðlögun nýs starfsmanns sem er af erlendu bergi brotinn ætti því að vera íslenskunámskeið. Skóla- og frístundasvið ber ávallt að reyna að tryggja að starfsmönnum líði vel í vinnunni og liður í því er að þeir sem ekki tala málið fái íslenskunámskeið. Hlutfall erlendra leikskóla starfsmanna er hátt hér á landi og menntunarstig þeirra sem vinna á íslenskum leikskólum er lægra en annars staðar. Þetta er meðal þess sem kom fram í niðurstöðum TALIS-rannsóknarinnar þar sem starfshættir á leikskólum hér á landi, í Síle, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Kóreu, Tyrklandi og Ísrael voru kannaðir. Í könnuninni voru ýmsar spurningar lagðar fyrir starfsfólk leikskóla og leikskólastjóra. Meðal þess sem þar kom fram var að Ísland er það land þar sem hlutfallslega flestir leikskólastarfsmenn eru fæddir í öðru landi. Hlutfallið er 13,56% hér á landi, en til samanburðar er það 6,9% í Þýskalandi og 12,3% í Noregi.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins er varðar afrakstur vinnuhóps frá 2010 um málefni erlendra starfsmanna:

Í skýrslu 2010 um leikskóla kom fram að setja eigi á stofn vinnuhóp til að huga að málefnum erlendra starfsmanna og erlendra barna í leikskólum, m.a. út frá mannréttindum, íslenskukennslu og menningarfræðslu í leikskólum. Spurt er hvort það var gert og hverju skilaði hópurinn? R19100449

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins notkun frístundakortsins af erlendum börnu:

Fram hefur komið í svari frá velferðarráði að haustið 2018 voru 6.298 börn í 1.-4. bekk. Frístundastyrkur var nýttur upp í greiðslu fyrir dvöl 1.503 barna á frístundaheimili eða 23,9% þeirra. Einnig hefur komið fram í svari m.a. frá íþrótta- og tómstundasviði að minnsta notkun frístundarkortsins er í 111 og minnstu notkun í íþróttir er einnig í 111. Sú fyrri innan við 70% og seinni 21% stúlkna og 43% drengja sem sagt lang lægst af öllum hinum. Þetta er staðan þrátt fyrir að Leiknir í Breiðholti er með sérlega ódýr æfingargjöld sem skyldi ætla að fleiri börn nýttu kortið í íþróttir í 111. Flokkur fólksins óskar eftir að vita í hvað mörgum tilfellum af þessum 1503 er verið að skipta frístundarkortinu, nota hluta þess í frístundarheimili og hluta í æfingagjöld og í hvaða röð, hvort er í forgangi? Óskað er eftir að þegar spurt er eins og hér að ef í svari sé talað um fjölda sé einnig tilgreindur heildarfjöldi. Þegar talað er um „flest börn“ þarf að segja hlutfallið. Einnig að notuð sé sama eining eins og hægt er t.d. að svör koma í prósentum til þess að hægt sé að bera saman svörin.

Vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs.

Fyrirspurn Flokks fólksins um útkalla varamann sem ekki eru kjörnir fulltrúar:

Óskað er eftir upplýsingum um hvað það kostar að kalla út varamann annan en kjörinn fulltrúa? Óskað er eftir upplýsingum í hversu mörgum tilfellum það hefur verið gert á kjörtímabilinu og sundurliðun eftir flokkum sem og í hvaða sætum lista viðkomandi varamenn voru? R19100447

Vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjórnar

Tillaga Flokks fólksins vegna kvartana að ekki sé svara í síma í símatíma hjá Félagsbústöðum

Borist hafa kvartanir frá þjónustuþegum Félagsbústaða að ekki sé svarað í síma í þeim símatíma sem Félagsbústaðir gefa upp sem er milli kl. 11-12 á virkum dögum. Lagt er til að Félagsbústaðir í fyrsta lagi svari í símann á auglýstum símatímum og að símatímum verði fjölgað þannig að þeir séu tvisvar á dag, milli kl. 11 og 12 og 15 til 16 sem dæmi. Fjölgun tíma ætti að dreifa álaginu hjá starfsfólki og bjóða þjónustuþegum upp á aukið svigrúm að ná sambandi við Félagsbústaði. Í þriðja lagi má bæta við þeim möguleika til að tryggja að þjónustuþegar nái örugglega sambandi við starfsfólk að boðið sé upp á að velja 1 og þá verði hringt til baka í númerið. Ekkert réttlætir að ekki sé hægt að svara símtölum frá þjónustuþegum á auglýstum símatímum.

Vísað til stjórnar Félagsbústaða

Bókun Flokks fólksins við Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 17. október 2019 – framlagning , 6. lið fundargerðarinnar:

Fulltrúa Flokks fólksins finnst aðgengismál fatlaðra enn í nokkrum ólestri í Reykjavík og ekki er því neitt undarlegt að merkingar eru ekki sérlega góðar þegar aðgengi er ábótavant eins og raun ber vitni. Tillaga um samræmingu er góð svo langt sem hún nær. Í forgangi skal vera að gera aðgengi fatlaðra ekki einungis viðunandi heldur fullnægjandi. Fatlað fólk á að hafa sömu réttindi og ófatlaðir sem þýðir að fatlaðir eiga að hafa aðgengi að sömu stöðum og ófatlaðir. Setja þarf málaflokkinn sjálfan í mun meiri forgang en verið hefur. Árlega er veitt í málaflokkinn 69 milljónum sem nær afar skammt þegar á heildarvandann er litið. Þessa upphæð þarf að hækka verulega til að hægt sé að gera átak í aðgengismálum. Borgin þarf einnig að gera kröfur til stofnanna og fyrirtækja í borginni að hafa aðgengismál í lagi. Sé svo ekki, þarf að koma til hvatning af einhverju tagi og jafnvel einhvers konar þrýstingur.

Bókun Flokks fólksins við fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá  30. október 2019 undir lið 25. og 27. lið fundargerðarinnar frá 30. október:

Undir 25. lið: Þessar framkvæmdir við Hverfisgötu eru harmsaga. Þarna hafa rekstraraðilar borið skaða af. Gagnvart þessum hópi hefur svo gróflega verið brotið þegar kemur að loforði um samráð. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sínar eigin skilgreiningar sem hafa ekkert að gera við samráð í þeim skilningi. Framkvæmdir á Hverfisgötu hafa aldrei verið unnar með rekstraraðilum þar. Þeir fá ekki einu sinni almennilegar upplýsingar. Þessu fólki hefur aldrei verið boðið að sjálfu ákvörðunarborðinu. Það er ekki að undra að fólk sé svekkt þegar á því er traðkað og yfir það valtað með þessum hætti. Þetta er þeirra upplifun. Undir 27. lið: Ekki hefur neitt frekar verið haft samráð við íbúa í Staðahverfi. Foreldrar hafa lagt fram tillögur sem fela í sér að halda skólanum opnum en ekki er hlustað. Þessi meirihluti hefur haft nokkur ár til að komast að því hvaða samgöngubætur á að bjóða fólki upp á þarna. Ljóst er að ef keyra á þetta í gegn í svo mikilli óþökk og óánægju mun það draga dilk á eftir sér. Hér er enginn sparnaður heldur mun óánægja yfirskyggja allt. Flokkur fólksins hvetur meirihlutann til að endurskoða málið frá grunni. Þarna verður aldrei sátt. Fólki finnst þetta valdníðsla og kúgun.

Bókun Flokks fólksins við fundargerð öldungaráðs frá 7. október 2019, 2. liður fundargerðarinnar:

Flokkur fólksins lagði 28. júní 2018 tillögu fyrir borgarráð um skipun hagsmunafulltrúa fyrir aldraða sem skoða ætti málefni þeirra ofan í kjölinn og halda utan um hagsmuni, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og að heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi til að fá heildarsýn á mál eldri borgara. Hagsmunafulltrúinn á að fylgja málum vel eftir þannig að þau séu örugglega afgreidd og unnin á fullnægjandi hátt. Tillögunni var vísað til velferðarráðs. Að fenginni umsögn öldungaráðs Reykjavíkur sem var neikvæð var tillagan felld. Í lok árs 2018 biðu 53 einstaklingar á bráðadeildum LSH vegna skorts á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem myndar eitt heilbrigðisumdæmi, 67 einstaklingar biðu á biðdeildum sem LSH rekur. Á annan tug biðu eftir heimahjúkrun. Staðan er nú verri. Nú bíða t.d. 158 eftir varanlegri vistun og margir komast ekki heim af spítala vegna manneklu í heimaþjónustu. Öldungaráðið segir í umsögn að nú þegar sé verið að fjalla um þessi mál auk þess sem starfandi sé umboðsmaður borgarbúa og því ekki þörf á hagsmunafulltrúa fyrir aldraða. Fréttir berast af eldri borgurum í neyð. Sá „þjónustufulltrúi“ sem meirihlutinn leggur til að verði ráðinn kemur ekki í staðinn fyrir „hagsmunafulltrúa“ enda sinnir sá fyrrnefndi aðeins upplýsingamiðlun.