Borgarráð 7. febrúar 2018

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir liðnum: Samkeppni um listaverk í Vogabyggð:

Flokkur fólksins vill árétta að engin er að mótmæla mikilvægi listar í almenningsrými í sjálfu sér. Við yfirferð á kynningu á ferlinu í borgarráði vakna ýmsar spurningar s.s. eftir hvaða reglum voru þessir átta listamenn valdir af 164 sem sýndu samkeppninni áhuga. Fram hefur komið að ekki var valið eftir stöðluðum reglum að neinu leyti heldur var treyst á listrænan bakgrunn nefndarmanna. Enn og aftur vill áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins benda á margskonar ómöguleika þessa verks í ljósi þess við hvaða aðstæður því er ætlað að standa. Hæð hjúpsins er 10 metrar. Eitt af því sem áheyrnarfulltrúi hefur bent á varðar fugla sem setjast ætla á pálmana með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við að borgarfulltrúar minnihluta og borgarráðs fá upplýsingar um vinningstillögunina og aðdraganda hennar fyrst í fjölmiðlum. Sýna hefði átt borgarráði hinar átta tillögur áður en tilkynnt var um vinningstillöguna. Þá hefðu borgarfulltrúar í það minnsta fengið tækifæri til að lýsa áliti sínu og umfram allt vitað hvers var að vænta áður en tilkynningin fór í fjölmiðla. Að upplýsa minnihlutann hefði verið sjálfsögð tillitssemi og virðing við hann. Með því er ekki verið að gera neins konar kröfu um að ákvörðunin um vinningstillöguna eigi að vera pólitísk að neinu leyti.

Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna dagpeninga í utanlandsferðum

Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. febrúar 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna dagpeninga í utanlandsferðum, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. september 2018.
Svar við fyrirspurn um dagpeninga

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Í svari við fyrirspurn Flokks fólksins um dagpeninga má sjá að greiðslur til kjörinna fulltrúa og starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu á árunum 2016 og 2017 er 25 milljónir. Óskað var eftir upplýsingum um dagpeninga fyrir utan hótelkostnað. Fram kemur í svari að ekki er unnt að greina á milli dagpeninga og gistikostnaðar. Eftir því er tekið að hækkun milli ára hjá starfsmönnum er meira en helmingur frá 4,8 milljónum 2016 í 12 milljónir fyrir árið 2017. Áheyrnarfulltrúi vill í þessu sambandi benda borgaryfirvöldum á að „dagpeningakerfi“ er barn síns tíma. Það vita það allir sem farið hafa í vinnutengdar ferðir á dagpeningum að þessar greiðslur eru oft talsvert umfram það sem fólk þarfnast á ferðum. Þess utan er í mörgum ferðum boðið upp á fæði í það minnsta að hluta til. Dagpeningakerfið er dýrt kerfi. Mörg fyrirtæki hafa vikið frá þessu kerfi og eru komin með kerfi sem felur í sér notkun viðskiptakorts í eigu vinnuveitanda sem notað er í vinnutengdum ferðum. Í þessu felst hagræðing, gagnsæi  á sama tíma og það er tryggt að sá sem ferðast þarf ekki að leggja út neinn kostnað sjálfur í ferðalaginu hvort sem er fæði, ferðir innan borgar/staðar t.d. til og frá ráðstefnu/námskeiði eða annað sem kann að þurfa að greiða fyrir.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir liðnum: Kynning á endurskoðun skipurits og stjórnarhátta Reykjavíkurborgar

Fram kemur hjá sérfræðingum í kynningu á endurskoðun skipurits og stjórnarhátta Reykjavíkurborgar að skipurit borgarinnar sé orðið flókið og ógegnsætt. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins hefur ekki farið varhluta af einmitt þessum vandamálum í stjórnsýslu borgarinnar. Sérfræðingar leggja til að gerðar verði stórtækar breytingar m.a. skerpt á eftirlitshlutverkinu og að framkvæmdarstjórn borgarinnar verði gerð mun sýnilegri. Öllum þessum tillögum ber að fagna enda bráðnauðsynleg tiltekt í borginni og löngu tímabær. Jafnframt kemur fram að vinna þarf betur með mannlega þáttinn og er tekið undir það. Fagna má þeirri tillögu að innri endurskoðun og umboðsmaður borgarbúa heyri beint undir borgarráð en borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst jafnframt að sama ætti að gilda um borgarlögmann og borgarritara en þeir heyra nú undir borgarstjóra. Það myndi gera hlutverk þeirra skarpara hvað varðar vinnu þessara embættismanna í  þágu allra borgarfulltrúa. Áherslan núna er að borgarritari og borgarlögmaður séu  „hægri hönd“ borgarstjóra. Einnig telur áheyrnarfulltrúi að B-hlutafélögin ættu að heyra beint undir borgarráð. Ekki þykir skynsamlegt að B-hlutafélögin með öllu sem þeim fylgir heyri undir einn embættismann, borgarritara. Nú er bara spurningin hvort meirihlutinn ætlar að taka á þessu mark og innleiða hugmyndirnar að fullu og að sjálfsögðu í góðu samráði við starfsmenn eins mikið og hægt er.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um raunhæfismat á útilistaverki í Vogabyggð

Nú hefur borgarstjórn samþykkt að verkefnið Pálmatré fari í raunhæfismat og vill Flokkur fólksins spyrja um nákvæmt yfirlit  yfir það ferli sem tekur við og hvernig það muni fara fram, hverjir taka þátt í því mati, hvernig og hverjir muni velja þá aðila sem koma til að leggja raunhæfismat á verkið og hvað mun ferlið kosta?

Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálasviðs.

Svar við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um mötuneyti borgarinnar