Bókun Flokks fólksins við svari við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort börn hafi þurft að hætta á frístundaheimili vegna fjárhagsvanda
Svar borgarinnar
Fram kemur að það eru þrjár leiðir í boði til að afturkalla uppsögn á vistun í frístundarheimili. Í öllum tilfellum er það skuldarans (foreldra/foreldris) að aðhafast eitthvað. Einnig kemur fram að ef skuldari aðhefst ekkert þá mun barn þurfa að hætta í frístundarstarfi. Af þessu hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins miklar áhyggjur. Hvers á barna að gjalda ef foreldri/skuldari aðhefst ekkert? Það hlýtur að vera öllum ljóst að barn á ekki að líða fyrir aðgerðarleysi foreldris sem semja ekki um skuld vegna frístundarheimilis. Hafa skal í huga að gildar ástæður kunna að vera fyrir því að skuldari aðhafist ekkert. Um ástæður er einfaldlega ekki alltaf hægt að vita. Að barn þurfi að gjalda fyrir aðgerðir eða aðgerðarleysi foreldris sem hér er í stöðu skuldara er óásættanlegt. Hugsanlega líður skuldar mjög illa yfir að skulda og skortir kjark til að hafa samband og aðhafast eitthvað. Ástæður geta verið fjölmargar eins og gengur. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gerir þá kröfu til borgaryfirvalda að undir engum kringumstæðum sé barn rekið úr frístundarstarfi jafnvel þótt foreldri/skuldari aðhafist ekkert vegna skuldar vegna vistunar barns á frístundarheimili.
Tillaga um að Reykjavíkurborg komi upp listamiðstöðvum/vinnurýmum fyrir frumkvöðla, einstaklinga sem vilja vinna að nýsköpun
Lagt er til að Reykjavíkurborg komi upp listamiðstöðvum/vinnurýmum þar sem einstaklingar geta fengið vinnurými til að sinna listnýsköpun með það að markmiði að framleiða og selja vörur sínar. Einu skilyrðin fyrir að fá aðstöðu er að viðkomandi ætli að vinna að nýsköpun á persónulegu forsendum.
Enda þótt hér sé ekki um að ræða hóp í „félagslegum vanda“ getur borgin engu að síður útvegað húsnæði og stutt einstaklinga í frumkvöðlavinnu sinni. Framsækið verkefni sem felst í að útvega aðstöðu fyrir fólk í nýsköpun í mörgum tilfellum getur orðið að einhverju miklu stærra í framtíðinni.
Útfærslan í grófum dráttum væri sú að boðið væri upp á opna bása í sameiginlegu rými og einnig lokað rými fyrir aðra sem það kjósa. Hér er tilvalið tækifæri til að nýta húsnæði sem er ekki tímabundið notað í annað sem dæmi. (húsnæði í biðstöðu) Leigu mætti þá stilla í mikið hóf.
Slíkar miðstöðvar hafa víða um heim reynst vera uppspretta mikilla tækifæra í nýsköpun og algengt er að samfélagið (skólar, sveitarfélög) taki þátt í að koma þeim á legg.
Bókun Flokks fólksins við skil og kynningu stýrihóps um endurskoðun á stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti áreitni og ofbeldi:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem fór fyrir stýrihópi um endurskoðun á stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi vill þakka hópnum gott samstarf og sérstakar þakkir eru til starfsmanns hópsins, Lóu Birnu Birgisdóttur sem sinnir hlutverki sínu af alúð og fagmennsku.
Endurskoðuð stefna borgarinnar í eineltis- áreitnis- og ofbeldismálum
Endurskoðun verkferill í eineltis- áreitnis- og ofbeldismálum
Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn um leigubílakostnað 2011-2018
Svar borgarinnar
Kostnaður sem hér um ræðir er hár að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins, bæði notkun leigubíla og akstur á eigin bifreiðum í vinnutengdum verkefnum. Yfirmenn hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveða hvaða starfsmenn hafa heimild til að nota leigubíla. Það er í höndum þeirra að stýra og bera ábyrgð á notkun leigubifreiða. Fram kemur að hluti af leigubílakostnaði er vegna aksturs með skjólstæðinga borgarinnar en hvað er það stór hluti af þessum tölum?
Eftir lestur á þessu svari koma óneitanlega upp spurningar um hvort aðhald kunni að skorta í þetta kerfi eða hvort ekki þyrfti að skoða skipulagið eitthvað nánar? Það er einnig sláandi að sjá hækkun sem hefur orðið t.d. frá 2011 til 2018 á kostnaði við leigubíla jafnvel þótt að skýra megi hækkunin að einhverju leyti vegna þess að árið 2014 var öllum aksturssamningum við starfsmenn borgarinnar sagt upp. Árið 2011 er kostnaður rúmar 37 milljónir en 69. 5 milljónir árið 2018.
Framhaldsfyrirspurn: Hversu stór er sá hluti leigubílakostnaðar sem ekið er með skjólstæðinga borgarinnar síðust þrjú ár?
Bókun Flokks fólksins svari við fyrirspurn um launakostnað dómnefndar um listaverk í Vogabyggð:
Fram kemur í svari að dómnefndarmenn voru þrír og fengu hver um sig greiddar kr. 150 þúsund fyrir dómnefndarstörfin. Trúnaðarmaður dómnefndar fékk greiddar 765.000. Ekki kemur fram umfang vinnu dómnefndar eða trúnaðarmannsins og eftir því er tekið að trúnaðarmaður dómnefndar fékk fimmfalt hærri laun en dómnefndarmenn fengu. Í ljósi þessa óskar borgarfulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um hvað felst í því að vera trúnaðarmaður dómnefndar og hvert er umfang slíkrar vinnu.
Framhaldsfyrirspurnir í tengslum við svör við fyrirspurnum um launakostnað dómnefndar um listaverk í Vogabyggð
Óskað er upplýsinga um umfang vinnu trúnaðarmanns í dómnefndinni um listaverk í Vogabyggð sem fær 765 þús. fyrir að vera trúnaðarmaður dómnefndar um listaverk í Vogabyggð
Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðbrögð við erindi Hrafnistu um aðkomu að rekstri sundlaugarinnar
Svar borgarinnar
Sundlaugin við Hrafnistu hefur oft verið til umræðu á vettvangi borgarstjórnar enda var bygging hennar samvinnuverkefni Sjómannadagsráðs og Reykjavíkurborgar á sínum tíma. Reykjavíkurborg greiddi tæplega helming byggingarkostnaðar við mannvirkið á sínum tíma og ekki er óeðlilegt að hún komi einnig að viðhaldi þess og endurbótum. Í heimsókn borgarfulltrúa Flokks fólksins til íbúa þjónustuíbúða við Norðurbrún og þeirra sem sækja þangað dagdvöl og félagsstarf kom fram að langþráð ósk þeirra er að sundlaugin verði opnuð að nýju.
Eins og fram hefur komið í svörum frá borginni við fyrirspurn borgarfulltrúa Flokks fólksins hefur ekki verið veitt fé til viðgerðar hússins. Í upphafi var loftræsting ekki í lagi sem olli myglu og raka. Borgarfulltrúi Flokks fólksins furðar sig á aðgerðar- og andvaraleysi ábyrgðaraðila að leyfa þessari byggingu að fara svo illa sem raun ber vitni. Umrædd bygging er um 1.500 fermetrar að grunnfleti og var hún tekin í notkun árið 1997 eða fyrir 22 árum. Ekki er því hægt að halda því fram að stærð eða aldur byggingarinnar hafi torveldað eðlilegt viðhald hennar nema síður sé.
Fyrirspurnir í framhaldinu af bókun um sundlaugina á Hrafnistu
Óskað er eftir skriflegu svari við eftirfarandi spurningum: Af hverju var ekki hægt að halda umræddu húsnæði við, hafa eðlilegt og reglulegt viðhaldi í stað þess að láta það skemmast með þeim hætti sem raun ber vitni? Hefur Reykjavíkurborg sem ábyrgðaraðili lært eitthvað af þessum mistökum?
Bókun meirihlutans:
Sjómannadagsráð á og rekur Hrafnistu. Í svari borgarstjóra við erindinu kemur fram að sundlaugin nýtist einkum gestum utan Hrafnistu. Bent er á að í sama borgarhluta rekur Reykjavíkurborg Laugardalslaug. Að auki opnaði á síðasta ári laug í hjúkrunarheimilinu við Mörkina. Báðar þessar laugar ættu að geta annað eftirspurn og þjónustu við þá borgarbúa sem vilja og þurfa að sækja sundlaugarnar í þessum borgarhluta á meðan Hrafnista finnur fjármagn til viðhalds og endurbóta við laugina.
Gagnbókun Flokks fólksins við bókun meirihlutans:
Reykjavíkurborg ber vissulega ábyrgð, Reykjavíkurborg lagði fram fé til byggingar hússins og sundlaugarinnar á sínum tíma. Það hlýtur að fela í sér einhverjar skyldur gagnvart viðhaldinu, a.m.k. siðferðilegar skyldur. Borgin hefur t.d. styrkt byggingu fjölmargra húsa í eigu íþróttafélaga. Borgin hefur einnig styrkt viðhald og endurbætur á þessum húsum enda litið svo á að hún beri ákveðna ábyrgð á þeim þar sem hún stóð straum af byggingu þeirra á sínum tíma. Auðvitað er hægt að togast á um þetta með ábyrgðina og sennilega ber borginni ekki lögbundin skylda til þess að sinna þessu viðhaldi. En eðlilegt að hún veiti fjárstyrk til viðhalds í sama hlutfalli og hún styrkti byggingu hússins á sínum tíma sem dæmi.
Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna framkvæmda við Kringlumýrarbraut:
Svar borgarinnar
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur fengið svar um kostnað vegna framkvæmda við Kringlumýrabraut og er hann áætlaður 270 mkr sem og svör er varða hljóðveggi. Fram kemur að ekki sé talið að steyptur veggur hefði verið ódýrari en hlaðnir grjótveggir né fljótlegri í framkvæmd. Borgarfulltrúi vill leyfa sér að draga orð skrifstofustjóra í efa enda er séð á svarinu að ekki hefur verið gerð sérstök könnun á því hvor tegundin af vegg sé ódýrari og fljótlegri.