Borgarstjórn 19. mars 2019

Bókun Flokks fólksins við 45. lið fundargerðar frá 7. mars; endurskoðuð stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er samþykktur:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill byrja á að þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að stýra þessum hópi sem hafði það hlutverk að endurskoða stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi og endurskoða jafnframt verklag með stefnunni. Sem sálfræðingur í hartnær 30 ár hafa eineltismál verið einn af mínum aðalmálaflokkum og hef ég sinnt þeim, forvörnum jafnt sem úrvinnslu innan skólasamfélagsins, á vinnustöðum í íþrótta- og æskulýðsfélögum jafnframt því að skrifa ótal greinar, pistla auk einnar bókar um þennan málaflokk. Í hópnum voru fulltrúar minni- og meirihlutans og langar mig að þakka þeim öllum samstarfið. Sérstakar þakkir fær starfsmaður hópsins, Lóa Birna Birgisdóttir, verkefnastjóri á mannauðsskrifstofu. Í endurskoðaðri stefnu og verklagi var tekið tillit til ábendinga sem borist hafa frá aðilum mála af þessu tagi sem og til umsagna og ábendinga frá starfsfólki með reynslu af vinnslu þessara mála í borginni. Leiðsögn er varðar persónuverndarmál sótti hópurinn til Persónuverndar. Í nýrri endurskoðaðri stefnu og verklagi eru nokkrar afar góðar breytingar. Ríkari áhersla er lögð á forvarnir en í fyrri stefnu. Skilgreining á einelti er víkkuð, sérstakur kafli er um úrræði og leiðir til lausna. Allt verkferli er gegnsærra og sett eru inn skýr tímamörk rannsóknar. Gerð er skýrari grein fyrir því hvað felst í frumkvæðisathugun og settur er inn texti um óhæði rannsakenda. Það er von okkar að stefna þessi og verklag sem nú hefur fengið samþykki borgarstjórnar eigi eftir að nýtast.

Bókun Flokks fólksins undir 21. lið fundargerðar frá 14. mars er varðar myglu í skólahúsnæði:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill benda á að langvarandi skortur á viðhaldi og að ekki hafi verið sett fjármagn í þennan flokk er nú illilega að koma í bakið á borgaryfirvöldum  með mögulega miklum tilkostnaði og ómældum óþægindum fyrir foreldra og börn sbr. Fossvogsskóla. Útsvarsfé borgarbúa hefur sannarlega ekki verið sett í viðhald á húsnæði þar sem börnin í borginni sækja nám sitt. Hér hefur verið flotið sofandi að feigðarósi. Staðan væri ella ekki svona slæm og þessi vandi varð ekki til í gær heldur er uppsafnaður til margra ára. Lengi var ekki hlustað á kvartanir, ábendingar og upplýsingar og ýmis einkenni hafa verið hunsuð. Hefði viðhaldi verið sinnt og brugðist strax við fyrstu mögulegu vísbendingum hefði vandinn ekki orðið svona djúpstæður. Ljóst er að um­fangs­mik­illa fram­kvæmda er þörf. Hvernig á að bæta börnunum, foreldrum og starfsfólki þetta upp? Fram hefur komið að það er foreldri sem knúði á um út­tekt á skóla­hús­næði Fossvogsskóla. Það þurfti að knýja sérstaklega á um þetta, berjast fyrir að fá almennilega skoðun þegar börnin voru farin að veikjast vegna myglu og raka. Borgaryfirvöldum ber að hlusta á borgarbúa, heyra raddir þeirra þegar koma mikilvægar upplýsingar og ábendingar. Annað sýnir virðingarleysi gagnvart borgarbúum, foreldrum, börnum og starfsfólkinu.

Bókun Flokks fólksins undir liðnum umræða um Gagnaveitu Reykjavíkur:

Það eru margir samtvinnandi þættir sem valda mengun og þá fyrst og fremst malbikið og síðan útblástur bifreiða. Aðrir þættir eins og sandur og salt sem borið er á götur og gangstíga yfir veturinn eiga sinn þátt í menguninni sem og slit á dekkjum. Nauðsynlegt er að horfa til slits á malbiki sem ekki er af bestu gæðum og mengunar sem af því hlýst, en einnig vegna þeirrar hættu sem skapast þegar malbik er orðið illa slitið eins og víða er í Reykjavík. Helstu skaðvaldar eru þungaflutningabílar, rútur og strætó. Fólksbílar slíta malbiki sáralítið í samanburði við þungaflutningsbíla eftir því sem rannsóknir sérfróðra sýna. Flokkur fólksins leggur til að leitað verði leiða til að draga úr mengun af völdum umferðar með því að skoða betur samsetningu malbiks og þá sérstaklega íblöndunarefnin, hvetja bíleigendur til að velja annað en nagladekk geti þeir það vegna aðstæðna sinna og öryggisþátta á ferðaleiðum þeirra. Einnig verður að gæta að tegundum salts og sands sem notað er til hálkuvarna á veturna. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur jafnframt til að mynduð verði gróðurskjólbelti barrtrjáa meðfram götum. Barrtré halda ögnum, sem mynda svifryk, kyrrum. Mikilvægt er jafnframt að gera allt til að rafbílar verði gerðir að fýsilegum kosti.

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Tillaga Sósíalista að marka stefnu í launamálum sem kveður á um að hæstu laun þeirra sem starfa fyrir Reykjavíkurborg verði aldrei hætti en þreföld lægstu laun starfsmanna borgarinnar.

Það eru margir samtvinnandi þættir sem valda mengun og þá fyrst og fremst malbikið og síðan útblástur bifreiða. Aðrir þættir eins og sandur og salt sem borið er á götur og gangstíga yfir veturinn eiga sinn þátt í menguninni sem og slit á dekkjum. Nauðsynlegt er að horfa til slits á malbiki sem ekki er af bestu gæðum og mengunar sem af því hlýst, en einnig vegna þeirrar hættu sem skapast þegar malbik er orðið illa slitið eins og víða er í Reykjavík. Helstu skaðvaldar eru þungaflutningabílar, rútur og strætó. Fólksbílar slíta malbiki sáralítið í samanburði við þungaflutningsbíla eftir því sem rannsóknir sérfróðra sýna. Flokkur fólksins leggur til að leitað verði leiða til að draga úr mengun af völdum umferðar með því að skoða betur samsetningu malbiks og þá sérstaklega íblöndunarefnin, hvetja bíleigendur til að velja annað en nagladekk geti þeir það vegna aðstæðna sinna og öryggisþátta á ferðaleiðum þeirra. Einnig verður að gæta að tegundum salts og sands sem notað er til hálkuvarna á veturna. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur jafnframt til að mynduð verði gróðurskjólbelti barrtrjáa meðfram götum. Barrtré halda ögnum, sem mynda svifryk, kyrrum. Mikilvægt er jafnframt að gera allt til að rafbílar verði gerðir að fýsilegum kosti.

Bókun Flokks fólksins við tillögu Sjálfstæðismann um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum:

Það eru margir samtvinnandi þættir sem valda mengun og þá fyrst og fremst malbikið og síðan útblástur bifreiða. Aðrir þættir eins og sandur og salt sem borið er á götur og gangstíga yfir veturinn eiga sinn þátt í menguninni sem og slit á dekkjum. Nauðsynlegt er að horfa til slits á malbiki sem ekki er af bestu gæðum og mengunar sem af því hlýst, en einnig vegna þeirrar hættu sem skapast þegar malbik er orðið illa slitið eins og víða er í Reykjavík. Helstu skaðvaldar eru þungaflutningabílar, rútur og strætó. Fólksbílar slíta malbiki sáralítið í samanburði við þungaflutningsbíla eftir því sem rannsóknir sérfróðra sýna. Flokkur fólksins leggur til að leitað verði leiða til að draga úr mengun af völdum umferðar með því að skoða betur samsetningu malbiks og þá sérstaklega íblöndunarefnin, hvetja bíleigendur til að velja annað en nagladekk geti þeir það vegna aðstæðna sinna og öryggisþátta á ferðaleiðum þeirra. Einnig verður að gæta að tegundum salts og sands sem notað er til hálkuvarna á veturna. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur jafnframt til að mynduð verði gróðurskjólbelti barrtrjáa meðfram götum. Barrtré halda ögnum, sem mynda svifryk, kyrrum. Mikilvægt er jafnframt að gera allt til að rafbílar verði gerðir að fýsilegum kosti.

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram reglur Reykjavíkurborgar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk:

NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) er nú orðin lögbundið þjónustuform. Því ber að fagna að reglur borgarinnar um þá þjónustu hafa verið samþykktar. Ríkissjóður veitir framlag til ákveðinna fjölda NPA samninga á innleiðingartímabilinu frá 2018 til 2022. Það er ótækt að bráðabirgðarákvæði laga um notendastýrða persónulega aðstoð skuli takmarka fjölda samninga á þann hátt sem gert er. Eins og þetta lítur út núna eru nokkrar áhyggjur að einhverjir eigi eftir að þurfa að bíða eftir þjónustu. Til að hægt sé að gæta jafnræðis og alls réttlætis þarf nægjanlegt fjármagn að fylgja inn í málaflokkinn. Annars verður þessi þjónusta ekki fullnægjandi. Miða við reynslu og þær umsóknir sem fyrir liggja er ljóst að sá fjöldi sem áætlaður er muni ekki duga til að koma til móts við þá þörf sem fyrir liggur og þau réttindi sem fólk með sérstakar stuðningsþarfir á samkvæmt lögum 38/2018. Fjölmargir þættir eiga eftir að koma betur í ljós þegar reynsla kemur á reglugerðina og framkvæmdina. Þegar kemur að endurskoðun leggur borgarfulltrúi  Flokks fólksins mikla áherslu á að notendur sjálfir og hagsmunasamtök leiði þá endurskoðun.

Umræða um myglu í húsnæði leik- og grunnskólum:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill benda á að langvarandi skortur á viðhaldi og að ekki hafi verið sett fjármagn í þennan flokk er nú illilega að koma í bakið á borgaryfirvöldum  með mögulega miklum tilkostnaði og ómældum óþægindum fyrir foreldra og börn sbr. Fossvogsskóla. Útsvarsfé borgarbúa hefur sannarlega ekki verið sett í viðhald á húsnæði þar sem börnin í borginni sækja nám sitt. Hér hefur verið flotið sofandi að feigðarósi. Staðan væri ella ekki svona slæm og þessi vandi varð ekki til í gær heldur er uppsafnaður til margra ára. Lengi var ekki hlustað á kvartanir, ábendingar og upplýsingar og ýmis einkenni hafa verið hunsuð. Hefði viðhaldi verið sinnt og brugðist strax við fyrstu mögulegu vísbendingum hefði vandinn ekki orðið svona djúpstæður. Ljóst er að um­fangs­mik­illa fram­kvæmda er þörf. Hvernig á að bæta börnunum, foreldrum og starfsfólki þetta upp? Fram hefur komið að það er foreldri sem knúði á um út­tekt á skóla­hús­næði Fossvogsskóla. Það þurfti að knýja sérstaklega á um þetta, berjast fyrir að fá almennilega skoðun þegar börnin voru farin að veikjast vegna myglu og raka. Borgaryfirvöldum ber að hlusta á borgarbúa, heyra raddir þeirra þegar koma mikilvægar upplýsingar og ábendingar. Annað sýnir virðingarleysi gagnvart borgarbúum, foreldrum, börnum og starfsfólkinu.

Tillögu um talmeinaþjónustu í grunnskólum var vísað frá af meirihlutanum með eins manns meirihluta þeirra. Tillagan hljóðaði svona:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að grunnskólar í Reykjavík sjái börnum fyrir áframhaldandi talmeinaþjónustu í grunnskóla sé það faglegt mat að frekari þjónustu sé þörf

Bókun Flokks fólksins er eftirfarandi:
Með því að vísa þessari tillögu frá finnst borgarfulltrúa Flokks fólksins borgarmeirihlutinn ekki skilja mikilvægi þess að börn sem þarfnast talmeinaþjónustu fái áframhaldandi þjónustu í grunnskóla þarfnist þau þess að mati fagaðila. Börn sem þarfnast þjónustu eins og þessarar líða fyrir alla bið eftir þjónustu og verði þjónustan endasleppt þegar þau útskrifast úr leikskóla getur skaðinn orðið heilmikill. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill bara leggja áherslu á þá vanlíðan sem börn eru oft í sem glíma við vanda af þessu tagi. Þetta er spurning um að geta tjáð sig án erfiðleika, félagslegt öryggi og sjálfsmyndina. Staða barna sem þurfa áframhaldandi þjónustu í grunnskóla en fá hana ekki er grafalvarleg. Er það virkilega niðurstaða borgarmeirihlutans að skilja þessi börn eftir í lausu lofti, sérstaklega börnin sem foreldrar hafa ekki efni á að greiða fyrir talmeinaþjónustu á stofu út í bæ?

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að grunnskólar í Reykjavík sjái börnum fyrir áframhaldandi talmeinaþjónustu í grunnskóla sé það faglegt mat að frekari þjónustu sé þörf

Þegar kemur að frávikum í máli og tali eins og öðrum vanda eða röskun sem börn kunna að glíma við skiptir snemmtæk íhlutun miklu máli. Ekki er síður mikilvægt að barn sem glímir við röskun af einhverju tagi þ.m.t. málþroskaröskun eða ef það stamar eða á í erfiðleikum með framburð að það fái fullnægjandi þjónustu eins lengi og þurfa þykir að mati fagaðila. Málþroski snertir við fjölmörgu í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og almenn félagsleg samskipti. Það eru grundvallar mannréttindi að geta tjáð sig og skilið aðra. Málþroskaröskun eða önnur talmein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á sjálfsmynd barnsins og dregið úr félagslegu öryggi þess. Undanfarin ár hefur orðið aukning á tilvísunum til talmeinafræðinga og til sérfræðiteyma þjónustumiðstöðvanna. Talið er að um 10% barna á hverjum tíma þurfi aðkomu talmeinafræðings vegna vægari eða alvarlegri vanda. Biðlisti til talmeinafræðinga hefur verið vandamál í Reykjavík eins og í aðra þjónustu á vegum borgarinnar. Annar vandi er að þegar barnið kemur í grunnskóla fær það ekki lengur þjónustu talmeinafræðinga á vegum skólans.

Greinargerð
Í dag eru starfandi talmeinafræðingar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Einnig eru talmeinafræðingar starfandi á Miðgarði og Heyrnar og talmeinastöð Það er sérstakur samningur á milli Velferðarráðuneytis og sveitarfélaga sem gengur út á að hjálpa börnum sem falla undir ákveðin viðmið hvað varðar málþroska og framburð. Börn sem eru með alvarlegri frávik fá þjónustu eftir eðli vandans hjá talmeinafræðingum sem starfa fyrir Sjúkratryggingar Íslands.

Í ljósi þess að takmörk eru á hversu marga tíma börn í leikskóla geti fengið hjá talmeinafræðingi frá þjónustumiðstöð viðkomandi hverfis, er ákveðinn fjöldi barna sem ekki næst að hjálpa með fullnægjandi hætti á meðan þau eru í leikskólanum. Þessi hópur þarf bæði fleiri tíma í leikskólanum og síðan áframhaldandi meðferð og eftirfylgd talmeinafræðinga þegar komið er í grunnskóla. Þá þurfa kennarar og foreldrar einnig ráðgjöf og stuðning til að koma megi sem best til móts við barnið.

Ef barnið uppfyllir ekki viðmið sjúkratrygginga til þess að fá niðurgreiðslu fyrir þjónustu talmeinafræðings þá þurfa foreldrar eins og staðan er í dag að greiða fullt verð í þeim tilvikum sem barnið þarf frekari þjónustu eftir að komið er í grunnskóla. Til að gæta þess að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast og að börn sitji við sama borð án tillits til efnahags foreldra sinna þurfa grunnskólar í Reykjavík að hafa talmeinafræðinga á sínum vegum eða í það minnsta getað kallað þá til eftir þörfum. Börn sem glíma við slakan málþroska glíma einnig stundum við annars konar vanda sem dæmi ADHD eða einhverfu. Þess vegna skiptir þverfagleg nálgun sköpum. Ef vantar aðkomu talmeinafræðinga þá vantar hlut í þá heildstæðu nálgun sem barnið nauðsynlega þarfnast.

Viðmiðin til þess að fá niðurgreiðslu hafa verið þrengd verulega á undanförnum árum þannig að færri börn fá niðurgreiðslu en ella. Þessum grunnskólabörnum er því mismunað eftir því hvort foreldrar þeirra hafa efni á og getu til þess að leita til einkarekinnar stofu með talmeinafræðingum. Þrátt fyrir að nokkrir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar séu til staðar í Reykjavík er biðlisti víða 400 börn samkvæmt nýlegri könnun FTÍ (Félags talmeinafræðinga á Íslandi) og augljóst að það er ekki þjónustuúrræði sem hægt er að vísa í þegar tími skiptir máli. Það samkomulag sem var gert árið 2014 milli sveitarfélaga og velferðarráðuneytis hefur að mati fjölmargra talmeinafræðinga ekki verið að virka sem skyldi þar sem það þjónar ekki þeim sem þurfa mest á aðstoð að halda. Upphaflega var þetta samkomulag hugsað sem einhvers konar bráðabirgðasamkomulag og vilja margir meina að sé barn síns tíma. Þeim sem þekkja til þessa málaflokks telja að það þurfi endurskoða þetta samkomulag með það í huga að fella það úr gildi þannig að talmeinafræðingar hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum myndu sinna málum eftir þörfum og aðstæðum hvers og eins, óháð því hvaða málþroskatölu hann hefur, heldur í samræmi við heildstæðan vanda, sem er oft mikill og flókinn í tilfellum skjólstæðinga talmeinafræðinga.

Það er mikilvægt að talmeinafræðingar fái svigrúm til að sinna þjálfun og vinnu með börnum og starfsfólki á gólfinu en sinni ekki einungis greiningum. Greiningar eru vissulega grundvallaratriði til að veita barni skilvirka og markvissa einstaklingsþjónustu. Það þarf þó að setja þak á hversu oft má greina barn án þess að þjálfun sé veitt í kjölfarið. Að greina án íhlutunar er siðferðislega rangt. Ekki ætti að greina barn oftar en 1 sinni á ári án þess að markviss íhlutun hafi farið fram. Veita þarf nægju fjármagni til að hægt sé að vinna eftir greiningum með það að markmiði að barnið fá fullnægjandi aðstoð. Auk þess þarf að vinna með börnin eins lengi og þurfa þykir.

Talmeinafræðingar þurfa einnig að hafa svigrúm til að þjálfa starfsfólk og foreldra, veita handleiðslu og ráðgjöf eftir þörfum og þekkingu hverju sinni til að tryggja góða þjónustu. Talmeinafræðingar eru með mikla sérþekkingu á málþroska og læsi og ýmsum þroskafrávikum sem og margtyngi. Talmeinafræðingar þurfa einnig nauðsynlega að koma að vinnu í fjölmenningarlegu umhverfi einkum þar sem sér- og fagþekking er lítil innan skóla en svo er um marga leik – og grunnskóla í Reykjavík.

Verkefnið Okkar mál þar sem málörvun 6 ára barna í Fellaskóla er sinnt hefur gengið mjög vel sem og talþjálfun í leikskólunum Holti og Ösp. Mælingar á læsi eru að koma betur út hjá börnum úr þessum leikskólum heldur en áður. Gerðar voru mælingar á málþroska við upphaf verkefnisins (haust 2017). Þá hlutu foreldrar, starfsfólk og deildarstjóra mikla og markvissa fræðslu um mikilvægi málþroska. Börnin fengu talþjálfun inni á leikskólum og talmeinafræðingar unnu einnig inni á deildum með starfsfólki. Nú í haust var þessum börnum fylgt eftir og hafa þar hlotið einstaklingsmiðaða talþjálfun þar sem svo ber undir. Það er augljóst af þessu verkefni hversu mikla sérfræðiþekkingu, utanumhald og eftirfylgd þarf til að vel takist til hjá hópi sem er í viðkvæmri stöðu, þ.e. með fleiri en eitt mál, veikt félagslegt bakland og/eða með aðrar raskanir, t.d. málþroskaraskanir.

Ákveðinnar tiltektar er þörf í þessum málaflokki og umfram allt ber Reykjavíkurborg að sjá til þess að ekkert barna sem þarfnast áframhaldandi talmeinaþjónustu falli milli skips og bryggju þegar kemur að því að hefja grunnskólanám. Frekari þjálfun má aldrei verða háð því hvort foreldrar hafi efni á því að veita barni sínu hana.