Borgarstjórn 3. apríl 2019

Bókun Flokks fólksins við umræðu um auglýsingakostnað borgarinnar:

Auglýsingakostnaður Reykjavíkurborgar frá árinu 2010 og fram til febrúar ársins 2019 er rúmur milljarður króna, eða alls 1.016.520. Sjá má að kostnaður hefur aukist töluvert frá árinu 2010 og hefur aukist undanfarin ár. Eftir því er tekið að Fréttablaðið fékk stærstu sneiðina. Það er ekki óeðlilegt að hugsa um hlutleysi og hlutdrægni í þessu sambandi. Allir vita að í gegnum tíðina hafa fréttablöð verið tengd flokkum og flokkspólitík. Hlutlausir fréttamiðlar er draumur all flestra. Það að geta treyst á að fjölmiðill hampi ekki stefnu eða málflutning ákveðins flokks er það sem við öll viljum. Ef fjölmiðill á fjárhagslega mikið undir því að stjórnmálaflokkur eða flokkar auglýsi hjá þeim fyrir stórfjárhæðir þá telur Flokkur fólksins alveg eðlilega að hafa áhyggjur af hlutleysi þess miðils.

Bókun Flokks fólksins við tillögu D lista um að borgin styðji við íþróttafélög í Reykjavík að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna.

Flokkur fólksins veit að rafíþróttir eru komnar til að vera og hafa án efa fjölmarga kosti og mikið skemmtanagildi. Engu að síður eru nokkrar áhyggjur af börnum sem eru í áhættu fyrir tölvufíkn og/eða glíma við hreyfingarleysi. Áhyggjur eru af unglingum sem vilja ekki víkja frá tölvunum til að fara í skólann eða til að stunda hreyfingu sem er öllum börnum og unglingum er mikilvægt. Rafíþróttir er jú setuíþrótt. Flokkur fólksins metur það að ætlunin er að styrkja keppendur í íþróttinni með líkamlegum æfingum. Hvað varðar notkun frístundarkorts í þessu samhengi vill Flokkur fólksins að frístundarkortið sé ekki hvað síst notað í til að hvetja börn og unglinga til hreyfingar og útiveru af hvers lags tagi. Til þess þyrfti að útvíkka reglur kortsins umtalsvert. Eins og staðan er nú er t.d. ekki hægt að nota frístundarkortið til kaups á sundkorti því sú tillaga Flokks fólksins hefur verið nýlega felld í borgarráði. Heldur er ekki hægt að nota frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Undanþága er vegna sumarnámskeiða fyrir fatlaða í Reykjadal. Þessu þarf að breyta.

Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu um að öll börn sem sækja félagsmiðstöðvar eigi þess kost að taka þátt í ferðum eða viðburðum  án tillits til efnahags foreldra þeirra.

Reykjavíkurborg verður að fara að horfast í augu við að hópur barna elsta upp hjá fátækum foreldrum. Það er staðreynt að fátækt er hindrun fyrri þessi börn að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum m.a. á félagsmiðstöðvum. Það er rétt að hér eru e.t.v. ekki um stórar upphæðir að ræða en þúsundkarlinn er mikill peningur hjá þeim sem eiga hann ekki.  Flokkur fólksins efast ekki um að starfsfólkið gerir sitt allra besta til að öll börn geti tekið þátt og söfnun er liður í því. Mörgum börnum finnst gaman að taka þátt í söfnun sem er félagsleg skemmtun út af fyrri sig. En það má aldrei vera þannig að þátttaka aðeins sumra barna en ekki annarra eiga að vera háð því hvernig til tekst að safna fé. Það er afar slæmt að ekki her hægt að greiða fyrir þátttöku í starfi félagsmiðstöðva með frístundakorti Reykjavíkurborgar. Úr þessu þarf að bæta hið fyrsta. Að sjálfsögðu hafa félagsmiðstöðvar  ekki upplýsingar um hvaða foreldrar eru undir framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytis. Hvað varðar þá sem fengju frítt er vel hægt að finna annað fyrirkomulag en að upplýsa félagsmiðstöðvar beint um erfiða fjárhagsstöðu fólk.

Tillagan var felld

Svar Skóla- og frístundarráðs