Forsætisnefnd 30. ágúst 2019

Bókun Flokks fólksins, Miðflokksins og Mörtu Guðjónsdóttur Sjálfstæðisflokki við liðnum Siðareglur, staðfesting á fundi Forsætisnefndar við staðfestingu siðareglna

Borgarfulltrúar Flokks fólksins, Miðflokksins og Marta Guðjónsddóttir Sjálfstæðisflokki eru ekki mótfallnar þessum reglum enda listi af almennum kurteisisreglum sem innbyggðar ættu að vera í hverja manneskju. Í umhverfi sem ríkir hér í borgarstjórn höfum við hins vegar ekki trú á að reglur sem þessar verði teknar alvarlega. Oft er  farið í manninn í umræðunni og reynt að klekkja á minnihlutafulltrúum. Sem dæmi var það mjög óviðeigandi þegar reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna borgarfulltrúa voru ræddar á borgarstjórnarfundi í vor þegar sá óviðeigandi hlutur gerðist að forseti borgarstjórnar réðist skyndilega á annan fulltrúa og heimtaði að vita um eignir hans og samhliða dylgja um viðkomandi fulltrúa. Aftur núna voru persónulegir hagsmunir borgarfulltrúa ræddir í fréttum á Rúv af sama borgarfulltrúa meirihlutans. Það getur varla samræmst siðareglum að ræða persónulega þætti borgarfulltrúa á opinberum vettvangi hvað þá að draga slíkt inn í dagsrkárliði borgarstjórnar sem eru í beinni útsendingu.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að borgarstjórnarfundir verði túlkaði á táknmáli.
Lögð fyrir fund Borgarstjórnar 3. september 2019

Borgarstjórnarfundir eru tvisvar í mánuði að meðaltali 6-7 klukkustundir hver.

Hér er um mannréttindamál að ræða og með því að táknmálstúlka fundi borgarstjórnar er borgarstjórn að framfylgja lögum. Tillagan er liður í að rjúfa enn frekar einangrun heyrnaskertra og heyrnalausra einstaklinga.  Þessi hópur á rétt á því að fá upplýsingar hvaðan æfa úr samfélaginu og þ.m.t. að geta fylgst með umræðu á sviði stjórnmálanna.

Íslenska og táknmál  heyrnarlausra eru, jafnrétthá. Talið er að um 350-400 einstaklingar/manns reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta.  Að táknmálstúlka fundi borgarstjórnar er vel gerlegt. Hægt er að sjá fyrir sér að túlkunin yrði í útsendingunni frá fundinum, þ.e. sér myndavél á túlkinn og túlkunin í glugga á skjánum.  Þá getur fólk farið inn á útsendinguna hvar sem það er statt í borginni. Kostnað við að táknmálstúlka borgarstjórnarfundi er lagt til að verði tekið af liðnum „ófyrirséð“

Verkið yrði boðið út skv. útboðsreglum borgarinna. Í útboði þarf að tryggja að þeir sem gera tilboð í verkið séu með menntun á sviði táknmálstúlkunnar. Þær tæknilegu breytingar sem þyrftu að koma til fari einnig í útboð.

Greinargerð

Í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls frá 7. júní 2011 3 gr. segir að Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Segir enn fremur að stjórnvöld skulu hlúa að því og styðja.  Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða daufblinda hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.
Í 5. grein laganna um íslenska táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra segir:
Notendur íslenska táknmálsins eiga rétt á að upplýsingar sem birtar eru opinberlega og fræðslu- og afþreyingarefni sem ætlað er almenningi verði gert þeim aðgengilegt með textun á íslensku eða túlkun á íslenskt táknmál eftir því sem við á.
Óheimilt er að neita heyrnarlausum, heyrnarskertum eða daufblindum manni um atvinnu, skólavist, tómstundir eða aðra þjónustu á grundvelli heyrnarleysis eða þess að hann notar táknmál.  Vísað er einnig í Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) en hann er alþjóðasamningur sem felur í sér skyldur aðildarríkja til þess að tryggja réttindi fatlaðs fólks.

Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Alþingi samþykkti vorið 2019 þingsályktunartillögu sextán þingmanna að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið skuli lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020.
Lögfesting samningsins mun tryggja að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti. Það þýðir verulega réttarbót.
Í samningnum segir: Aðildarríkin skuldabinda sig til þess að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar.

 

Flokkur fólksins óskar eftir að fram fari umræða um ábyrgð borgarinnar á fólki sem á ekki peninga til að kaupa sér mat.

Í sumar myndaðist neyðarástand þegar 3600 manns sem ekki eiga peninga til að kaupa mat fengu ekki að borða vegna þess að frjáls félagasamtök sem eru með matargjafir lokuðu.
Eitthvað er að í samfélagi sem þarf að treysta á frjáls félagasamtök til að gefa fátæku fólki að borða. Staða hagkerfisins er góð og borgin segist skila hagnaði en engu að síður þurfa á fjórða þúsund manns að treysta á frjáls félagasamtök til að fá grunnþörfum sínum fullnægt eins og að fá að borða. Hver er eiginlega ábyrgð stjórnvalda gagnvart þeim sem minnst mega sín í samfélaginu?
Eiga hundruð manna að treysta á frjáls félagasamtök til að fá að borða og ef eitthvað brestur hjá þeim á þetta fólk ekki til hnífs og skeiðar.
Flokkur fólksins vill ræða og skilgreina  ábyrgð borgaryfirvalda á fátæku fólki. Óskað er eftir umræðu um hvernig borgarstjórn vill leysa málefni þessa hóps.

Tillaga Flokks fólksins um skýrari reglur í kringum móttöku/viðburðar í kjölfar svars við liðnum: Svar við fyrirspurn Flokks fólksins um mótttökureglur

Flokkur fólksins þakkar svarið og leggur til i framhaldi að  í hvert skipti sem boðið er til móttöku að fram komi tilefnið og hvernig það þjóni hagsmunum Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga og/eða  samræmist  hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar og hvernig það sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.

Ennfremur er óskað eftir þegar boðið er til móttöku að fram komi upplýsingar um áætlaðan kostnað og fljótlega eftir að viðburði líkur eða í næsta yfirliti sem lagt er fram komi þá endanlegur kostnaður vegna sérhverrar móttöku