Mannréttinda- lýðræðis- og nýsköpunarráð 10. september 2020

Bókun Flokk fólksins við svari að tillögu fulltrúa um réttindi barna á Íslandi 

Fulltrúi Flokk fólksins þakkar svarið og fagnar því að Reykjavíkurborg sé þátttakandi í áformi ríkisins að innleiða Banasáttmála Sameinuðu þjóðanna um barnvænt Íslands. Niðurstaða þessarar vinnu má ekki aðeins vera falleg orð á blaði heldur verður fjármagn að fylgja slíkri stefnubreytingu. Það kemur fram í tillög Flokk fólksins að börn í sumum skólum borgarinnar upplifa mismun vegna efnahags foreldra, þurfa m.a. að neita sér um að sækja sameiginlegar samkomur skólans sem þarf að greiða fyrir. Með einum eða öðrum hætti verður að mæta þessum mismuni og þá sérstaklega þegar þessi nýja stefna verður að veruleika. Í þessu ferli er æskilegt að notkun frístundakortsins verði jafnframt endurskoðuð með því að víkka notkunarmöguleika þess. Það er sumum fjölskyldum afar nauðsynlegt, svo börnin geti stundað það félags- og íþróttastarfs sem boðið er upp á í borginni. Hafa skal í huga það ótrúlega ástand sem nú er í samfélaginu vegna Covid og því miður fer versnandi hvað varðar efnahag margra heimila og ættu borgaryfirvöld að bregðast nú strax við, en bíða ekki niðurstöðum úr umræddu samráði sem gæti óneitanlega dregist á langinn einmitt í ástandi því sem við nú upplifum.