Oddvitafundur 10. janúar 2019

Tillögur Flokks fólksins sem snúast um hvernig bæta megi starfið í borginni, t.d. breytingar á fundarfyrirkomulagi borgarráðs

Að  öll USK (Umhverfis- og skipulagsráð), SEA (Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar) mál og sérstakar lengri kynningar verði tekin út úr hefðbundnum fundum borgarráða og færð yfir í sérstakan vikulegan afgreiðslufund. Þessi mál hafa oft verið fjölmörg á fundi borgarráðs og tekið mikinn tíma á kostnað mála okkar borgarfulltrúa sem þá hafa oft mætt afgangi. Minnihlutinn hefur engin áhrif á USK og SEA málin hvorki þeir borgarfulltrúar sem hafa atkvæðarétt né þeir sem eru áheyrnarfulltrúar. Gott væri því að hafa þessi mál því alveg á sér á sér fundi þar sem þau geta þá einnig notið sín og fengið fulla athygli.

Tillaga Flokks fólksins er að borgarstjórnarfundir hefjist fyrir hádegi, t.d. kl. 10. Með þeirri breytingu er sannarlega verið að koma á móts við þá sem leggja áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn

Tillaga Flokks fólksins er að ræðutími né málafjöldi verði í engu skert enda kemur það arfa illa niður á litlum flokki með einn borgarfulltrúa. Í borgarstjórn eru þrír slíkir flokkar í minnihluta

Tillaga Flokks fólksins er að engar nefndir rekist á. Fyrir flokka með einn borgarfulltrúa er ómögulegt því stundum þarf sá borgarfulltrúi að sitja alla þessa fundi