Velferðarráð 9. janúar 2019

Tillagan um hagsmunafulltrúan var send að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins til umsagnar hjá Öldungaráði Reykjavíkur. Svar Öldunaráðsins var lagt fram á fundinum í dag. Tillögunni var vísað frá.

Bókun Flokks fólksins:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins er nokkuð undrandi yfir umsögn Öldungaráðsins sem segir að ekki sé þörf á skipun hagsmunafulltrúa fyrir aldraða m.a. vegna þess að nú sé starfandi umboðsmaður borgarbúa sem fara eigi með málefni eldri borgara. Mikið álag er á embætti umboðsmanns og neyðist embættið til að forgangsraða verkefnum og málsmeðferð getur verið löng. Ljóst má vera að embættið þarf fjármagn og mannafla til að anna öllum þeim málum sem það fæst við. Ekki hvað síst svo það geti haft frumkvæði að því að nálgast jaðarsetta hópa, svo sem aldraða, með það að markmiði að kynna starfsemi embættisins og auðvelda og hvetja hópinn til að leita til þess um hagsmunagæslu og réttarvernd. Í nýrri rannsókn Berglindar Blöndal á aðstæðum aldraðra kemur fram að þunglyndi og einmanaleiki einkenndi þátttakendur rannsóknarinnar og voru sumir einnig vannærðir. Þessar upplýsingar hafa ítrekað komið fram áður. Þess vegna skyldi ætla að velferðarsviðið sem og Öldungaráðið hefðu viljað styðja þessa tillögu heils hugar eða í það minnsta viljað skoða að finna henni farveg. Sífellt er verið að fullvissa borgarana um að fylgst sé vandlega með einstaklingunum en nú hefur verið staðfest að betur má ef duga skal. Vandinn sem snýr að þessum hópi er stór enda uppsafnaður til margra ára.

Flokkur fólksins lagði fram bókun í máli er varðar tillögu sviðsstjóra um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð – hækkun greiðslna:

Flokkur fólksins fagnar öllum hækkunum til þeirra sem búa við fjárhagsörðugleika og þurfa fjárhagsaðstoð. Þessar hækkanir hefðu þó mátt vera meiri en raun ber vitni. Hafa skal í huga að fyrir suma er þetta ekki tímabundið ástand heldur ástand til lengri tíma. Það er einfaldlega staðreynd. Fram kemur í reglunum að gert sé ráð fyrir að að húsnæðiskostnaði sé mætt með greiðslu vaxtabóta, húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings en einnig er gert ráð fyrir honum í grunnfjárhæð. Það eru tilfelli þar sem fólk á ekki rétt á vaxtabótum eða húsnæðisstuðningi. Sumir búa í ósamþykktu húsnæði sem dæmi eru þar fastir, eiga ekki möguleika á að koma sér úr þeim aðstæður vegna annarra vandamála. Athuga verður að hafa í huga að enginn velur að vera í erfiðri stöðu eins og hér um ræðir.

Bókun við tillögu Flokks fólksins um að dýpka virkniþjálfun og færnisgetu heilabilunarsjúklinga en tillögunni var vísað frá.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins er nokkuð undrandi yfir umsögn Öldungaráðsins sem segir að ekki sé þörf á skipun hagsmunafulltrúa fyrir aldraða m.a. vegna þess að nú sé starfandi Umboðsmaður borgarbúa sem fara eigi með málefni eldri borgara. Því sé ekki þörf á sérstökum hagsmunafulltrúa í Reykjavík fyrir aldraða. Borgarfulltrúi vill í þessu sambandi koma því á framfæri að á fundi Korpúlfar kom Umboðsmaður borgara í heimsókn og ræddi við fólkið. Fyrir liggur að umboðsmaður borgarbúa nær ekki að anna öllum þeim verkefnum sem honum hefur verið falið að sinna, svo sem fræðslu og kennslu og frumkvæðisathugunum, vegna þess mikla málafjölda sem ratar inn á borð hans. Þá neyðist embættið til að forgangsraða verkefnum og málsmeðferð getur verið löng. Ljóst má vera að embættið þarf fjármagn og mannafla til að anna öllum þeim málum sem það fæst við og ekki hvað síst svo það geti haft frumkvæði að því að nálgast jaðarsetta hópa, svo sem aldraða, með það að markmiði að kynna starfsemi embættisins og auðvelda og hvetja hópinn til að leita til þess um hagsmunagæslu og réttarvernd.  Í ljósi nýrrar rannsóknar Berglindar Blöndal á aðstæðum aldraðra kom ekki einungis fram að þunglyndi og einmanaleiki einkenndi þátttakendur rannsóknarinnar heldur voru sumir einnig vannærðir. Þetta eru ekki fyrstu upplýsingarnar á árstímabili sem berast um vannæringu og einangrun eldri borgara. Þess vegna skyldi ætla að velferðarsviðið sem og Öldungaráðið hefðu viljað styðja þessa tillögu heils hugar eða í það minnsta viljað skoða að finna henni farveg. Sífellt er verið að fullvissa borgarana um að fylgst sé vandlega með einstaklingunum en nú hefur verið staðfest að betur má ef duga skal. Vandinn sem snýr að þessum hópi er stór enda uppsafnaður til margra ára.

 

Hjartans þakkir fyrir dásamlegar kveðjur í kjölfar úrslita kosninga í Reykjavík
Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan með nýjum áskorunum.

Það hefur verið lítill sem enginn tími til að sinna skjólstæðingum mínum síðasta mánuðinn þar sem ég er í framboði. Á laugardaginn liggja úrslitin fyrir.
Þetta hefur verið og er gríðarlega krefjandi og spennan magnast nú með hverjum deginum.
Mig langar mjög mikið til að komast að í borginni til að geta gert gagn fyrir heildina.