Borgarráð 11. júlí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs vegna Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 og umhverfismats vegna þróunar byggðar á Kjalarnesi, stefnu um landbúnaðarsvæði og opin svæði, skógrækt, landslag, verndarsvæði og kolefnisspor landnotkunar og nýtingar:

Uppbygging á Kjalarnesi er löngu tímabær. Þétta á byggðina. Þá er mikilvægt að gera Grundarhverfi að sjálfstæðum kjarna. Möguleikarnir sem nefndir eru tengjast landbúnaði. En í landbúnaði eru ekki miklir tekjumöguleikar að mati fulltrúa Flokks fólksins. Landbúnaðurinn er háður styrkjum frá samfélaginu og litlar líkur eru á að sérstakir styrkir verði veittir landbúnaðarsvæði sem er í borg. Skógrækt mun ekki gefa tekjur, nema tekið verði fyrir innflutning skógarafurða. Hér virðist vera gert ráð fyrir að aðstoð og fjárstyrkur komi frá borginni. Ef byggð á að þróast með sjálfbærum hætti þarf að styðjast við atvinnu sem gefur tekjur.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024, á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi:

Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að samráð hafi verið haft. Slíkt samráð virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara. Þetta á síðan að kallast „samráð.“

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á tillögu að hverfisskipulagi Hliða, hverfi 3.2 Hlíðahverfi:

Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að samráð hafi verið haft. Slíkt „samráð“ virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara. Þetta á síðan að kallast „samráð.“

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhliðarhverfi:

Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að samráð hafi verið haft. Slíkt „samráð“ virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara. Þetta á síðan að kallast „samráð.“

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Borgartún og 4 við Guðrúnartún:

Um er að ræða að byggja fimm hæða hótel á þessum reit. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining þriggja lóða í eina lóð. Gríðarleg aukning verður á byggingarmagni og er ætlunin að reisa hótelbyggingu á hinni sameinuðu lóð, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 13. júní 2024. Gera má ráð fyrir þrengslum og slæmu aðgengi þarna enda nú þegar nokkur þéttleiki á svæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki væri nær að byggja þarna íbúðir í ljósi mikils íbúðarskorts á höfuðborgarsvæðinu.  Þessi reitur er þess utan afar dýrmætur, er miðsvæðis og í göngufjarlægð frá miðbænum og nágrenni. Undir þessum kringumstæðum er rétt að spyrja sig að því hvort hótelbygging ætti að vera í forgangi. Áhrif af svo stórri byggingu munu verða nokkur á umhverfið, um það er engum blöðum að fletta. Athugasemdir eiga eftir að berast og væntir fulltrúi Flokks fólksins þess að þær verði vel ígrundaðar.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt borgarráðs frá 28. júní 2024, á tillögu að deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells:

Það er miður að fjarlægja eigi allar námsmannaíbúðir á þessum stað. Ekki náðist samkomulag við félögin sem standa að námsmönnum um byggingu námsmannaíbúða þarna. Námsmannaíbúðir eru hluti af góðri blöndun að mati Flokks fólksins. Það eru miklir kostir að hafa íbúðir fyrir námsmenn helst sem víðast. Með slíkum íbúðum verða auðvitað að fylgja bílastæði. Rök námsmannafélaganna tveggja voru þau að betra sé að byggja nær skólunum.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þar sem leitað er samþykki eigenda fyrir breytingum á vörumerki Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir liggur umsögn borgarritara og borgarlögmanns dags. 8. júlí 2024.

Hér er mikið fimbulfamb um lítið efni, en vörumerki eru metin út frá fegurðar – og upplýsingagildi. Hvorugt er til staðar hér.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Tillaga borgarstjóra – fært úr trúnaðarbók. Lagt er til að tillaga nr. 4 verði samþykkt án þess fyrirvara sem þar er lagður til. Arðgreiðsla verði því allt að fjárhæð 6.000 milljónir króna eða tæplega 2,3% af eigin fé í árslok 2023 og 94% af hagnaði ársins. Lagt er til að tillögur nr. 5 og 7 verði samþykktar. Varðandi tillögu 6 þá leggur tilnefningarnefnd Reykjavíkurborgar fram tilnefningar í kjör stjórnar og varastjórnar Orkuveitu Reykjavíkur fyrir borgarráð. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 17. apríl 2024.

Oft hefur skapast umræða og jafnvel deilur um hvort Orkuveita Reykjavíkur eigi að greiða arð til eigenda sinna yfir höfuð og vissulega hefur verið álitamál hversu háar arðgreiðslur skuli vera. Sumum finnst að ef almenningsfyrirtæki megi ekki greiða út arð þá eigi það líka að eiga við um einkafyrirtæki, að ekki sé munur á eftir því hverjir eiga fyrirtækið. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það eigi að vera hægt að reikna með að stjórnir fyrirtækja sýni ábyrgð og séu með raunhæfar fjárhagsáætlanir, eigi fyrir framkvæmdum og greiði þá út arð af umframtekjum. Borgarsjóður þarf að vera eins stór sjóður og mögulegt er. Áhyggjuefni er hins vegar hvernig farið er með almannafé. Flokkur fólksins hefur lengi horft uppá bruðl og sóun víða í borgarkerfinu. Forgangsröðun er ekki alltaf rétt. Biðlistar eru í alla þjónustu og til að leysa biðlista og mannekluvandann þarf fjármagn að koma í borgarsjóð en umfram allt þarf að fara vel með fé.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði veitt heimild til að draga sem nemur allt að EUR 50.000.000 (þ.e. 50 milljónir Evra) á lán nr. LD2188 hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins, (e. Council of Europe Development Bank – CEB). 

Það er fagnaðarefni að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar skuli loksins hafa viðurkennt að það þurfi að bregðast við margra ára vanrækslu í viðhaldi á húsnæði borgarinnar fyrir grunnskóla, leikskóla og frístundahúsnæði. Flokkur fólksins hefur reynt að vekja athygli á þessari staðreynd allt frá 2018 en án árangurs. Með fyrrgreindri vanrækslu hefur safnast upp gríðarleg viðhaldsskuld sem ekki verður lengur komist hjá að bregðast við. Ekki liggur fyrir hvað það kostar borgarsjóð að kaupa sér áhættuvarnir gegn gengisáhættu lánsins á lánstíma þess. Af gögnum að dæma er ekki  annað að sjá en að með lántöku hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins þá sé rekstur og fjárhagur Reykjavíkurborgar undir sérstöku eftirliti Þróunarbankans til viðbótar við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve niðurlægjandi það er fyrir höfuðborg landsins. Sú staðreynd er afleiðing óstjórnar meirihluta borgarstjórnar á fjármálum borgarinnar um langt árabil.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júlí 2024. þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á samþykkt öldungaráðs í sumarleyfi borgarstjórnar,

Breyta á samsetningu fulltrúa í ráðinu sem leiðir til þess að fækkun er á fulltrúum Félags eldri borgara (FEB) sem er stærsta hagsmunafélag eldra fólks í Reykjavík. Þetta er óásættanlegt. Minnsta mál væri einfaldlega að halda þeim þremur fulltrúum frá FEB en bæta við öðrum enda fer þessi hópur stækkandi. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál kemur fram að lögin skilgreina ekki hvaða fulltrúar skulu eiga sæti í ráðinu, einungis að það skuli vera að lágmarki þrír fulltrúar félaga sem gæta hagsmuna eldra fólks í sveitarfélaginu. Sjálfsagt er að tryggja aðkomu fleiri félagasamtaka sem annast hagsmunagæslu fyrir eldra fólk við borð öldungaráðs. Fulltrúi Flokks fólksins vill að sætum fulltrúa verði fjölgað í takt við vaxandi hlutfall eldra fólks í sveitarfélaginu og að áfram sitji þrír fulltrúar frá FEB í ráðinu. FEB hefur verið ótvíræður talsmaður eldri borgara í Reykjavík ekki síst vegna stærðar félagsins. Hægt er eins og ofan greinir að leysa málið með því að fjölga fulltrúum í ráðinu í stað þess að fækka fulltrúum FEB.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 28. júní 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. júní 2024 á drögum að rekstrarsamningi milli Reykjavíkurborgar og Menningarfélagsins Tjarnarbíós, ásamt fylgiskjölum.

Fulltrúi Flokks fólksins er ánægður með að styðja eigi við Tjarnarbíó. Tjarnarbíó er þáttur í lífi og menningu hóps Íslendinga. Reyndar er brýnt að finna framtíðarlausn fyrir sviðslistir svo ekki þurfi að vera að plástra endalaust.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 9. júlí 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á breytingu á gjaldskrá sundlauga Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum:

Eldri borgarar hafa áratugum saman haft endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum Reykjavíkurborgar. Nú skal afnema það og er það miður. Flokkur fólksins mótmælir þessu sem og samfélag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis.  Flokkur fólksins hefur lagt fram mótvægistillögu sem er á þá leið að „Lagt er til að borgarráð samþykkir að árskort í sund fyrir eldri borgara í Reykjavík kosti 500 krónur í stað 4000 króna í ljósi þess að eldri borgarar eigi jafnvel eftir að þurfa að kaupa slíkt kort í fleiri  sveitarfélögum.“ Tillagan hefur ekki verið afgreidd.  Efnahagur eldri borgara er afar misjafn og hjá sumum er fjármálastaðan ekki góð og munar þá um hverja krónu. Bent er á að sundiðkun sé mikilvægt lýðheilsumál sérstaklega fyrir þennan aldurshóp svo ekki sé minnst á að hún dregur úr félagslegri einangrun.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til við borgarráð að samþykkja uppfærða stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg:

Fulltrúi Flokks fólksins gerir athugasemd við hversu þröng skilgreiningu á einelti er og telur að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa ættu að beita sér fyrir að fá hana útvíkkaða. Árið 2015 var gerð þrenging á skilgreiningu eineltis sem fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun.“ Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Einnig er vert að nefna að það er of algengt að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komist að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu. Rannsakandinn er jú háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómskvaddan matsmann. Sá sem tilkynnir einelti þarf að geta tryggt að rannsakandi málsins sé óháður og báðir aðilar, meintur þolandi og gerandi eiga að geta kannað feril viðkomandi.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 25. júní 2024:

Lögð er fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um framtíð skóla- og frístundastarfs í Laugardal. Tekið er undir þá afstöðu  að íbúaráð eru réttmætur umsagnaraðili í þessu máli. Hins vegar er miður að íbúaráð Háaleitis og Bústaða taki ekki afstöðu til þeirra sviðsmynda sem kynntar hafa verið í  undirbúningsferlinu og er það fremur óeðlilegt sér í lagi ef ráðið vill láta taka sig alvarlega sem umsagnaraðila. Ljóst er að meirihlutinn í ráðinu, eftir því sem lesa má úr þessari umsögn, gengur alfarið í takt við meirihlutann í borgarstjórn í þessu máli. Einnig er sérkennilegt að formaður íbúaráðs í öðru hverfi en Laugardal hafi skoðun á því hvar börnunum í Laugardal kann að vera búinn skóli. Minnt er á að sviðsmynd eitt var valin og samþykkt í borgarráði fyrir tveimur árum og í kjölfarið var málið sett á ís og allir látnir lifa í fullkominni óvissu um framhaldið.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 24. júní 2024. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:

Kynnt er þjónustukönnun íbúa. Eftir því er tekið að hversu lágt hlutfall íbúa hefur reynslu af íbúasamráði hjá borginni síðastliðin þrjú ár. Þeir sem svara að þeir hafi reynslu nefna þó helst verkefnið Hverfið mitt en af öðru sem tengist íbúaráðunum hefur hinn almenni íbúi ekki mikla reynslu eða þekkingu á íbúaráðum samkvæmt þessari könnun. Örfá prósent hafa tekið þátt í  samráðsferli í gegnum verkefnið hverfisskipulag eða sent Reykjavíkurborg skilaboð og varla nokkur sem notað hafa Twitter til að koma skilaboðum til Reykjavíkurborgar. Þessi könnun kemur illa út ef horft er sérstaklega á tengingu borgarbúa við Reykjavíkurborg sem hlýtur að vera áfellisdómur fyrir meirihlutann.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. júní 2024. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. lið fundargerðarinnar:

Tillögu um íþróttafulltrúa hjá Leikni sbr. 6. lið 112. fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er vísað frá af meirihlutanum með þeim rökum að Leiknir njóti nú þegar hlutfallslega hærri styrkja en önnur íþróttafélög borgarinnar í ljósi þeirrar sérstöðu sem félagið hefur í hverfinu. Leiknir er félag sem hefur lengi verið undir í baráttunni um krónuna og aurinn til að geta haldið úti metnaðarfullu íþróttastarfi með þau spil sem félagið hefur á hendi. Um tíu þúsund manns búa nú í Efra Breiðholti og íbúum þar fer fjölgandi. Íþróttafélagið Leiknir hefur í rúma hálfa öld sinnt mikilvægu hlutverki í þágu íþróttastarfs og starfrækir nú fimm íþróttagreinar. Leiknir vill fjölga iðkendum. Það háir þó starfsemi félagsins að hafa ekki íþróttafulltrúa í fullu starfi. Efra Breiðholt hefur afar mikla félagslega sérstöðu og myndi íþróttafulltrúi í fullu starfi styrkja starfsemi félagsins t.d. með því að fjölga iðkendum af báðum kynjum, sem og af erlendum uppruna.

 

Bókun Flokks fólksins: Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1. júlí 2024.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. lið fundargerðarinnar:

Fram  kemur fundargerðinni að þeim í Kópavogi  gengur illa að útvega lóð fyrir móttökustöð en það  mun auka álagið á móttökustöðvar í Reykjavík. Ekki er rétt að búa við slíkt til langframa, að mati fulltrúa Flokks fólksins  hvorki fyrir Reykjavík  né Kópavog.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð  umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní 2024. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 16. lið fundargerðarinnar:

Fyrirhugað húsnæðisátak í Grafarvogi hefur vakið upp margar spurningar og áhyggjur hjá íbúum. Enda þótt Grafarvogurinn bjóði upp á marga möguleika þarf að stíga varlega til jarðar og gera ekkert sem stríðir gegn skoðunum meirihlutans í hverfinu. Sem dæmi hafa komið upp mótmæli íbúa Grafarvogs vegna fyrirhugaðrar byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima því þar yrði þá gengið á grænt svæði. Margir hafa auk þess áhyggjur af umferð. Aðalatriðið er að stíga ekki á tær íbúa eða valta yfir skoðanir þeirra. Liður 16; bann við að leggja beggja vegna. Sú hefð hefur myndast í mörgum götum í Norðurmýri að ökutækjum sé lagt beggja vegna og því er ekki bara hægt að breyta þessu með einu pennastriki án þess að ræða við fólkið sem þarna býr og hefur hagsmuni að gæta. Verið er að þrengja mjög að bílum og skapa aukin vandræði fyrir bíleigendur. Nauðsynlegt er að hafa kosningu meðal íbúa á svæðinu. Helstu rökin eru þau af hálfu meirihlutans að lagning beggja vegna skapi hættu. En þá er spurt, hafa orðið slys eða óhöpp sökum þessa sem rekja má beinlínis til að lagt er beggja vegna á þessum götum? Í hverfinu og nágrenni þess ríkir nú þegar mikill bílastæðaskortur.

 

Ný mál

Nú hefur meirihlutinn og skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar ákveðið að draga úr garðslætti í Reykjavíkurborg í því skyni að breyta grassvæðum í náttúruleg svæði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um um hvaða svæði er helst að ræða sem ekki hafa verð slegin í sumar en hafa að öllu jöfnu verið slegin og hreinsuð síðustu ár. Óskað er upplýsinga um hvort haft hafi verið samráð við nærliggjandi íbúa þessara svæða og einnig hvort borist hafa kvartanir vegna ákvörðunarinnar.

Greinargerð

Flokki fólksins leist ekki illa á þessa hugmynd að draga úr slætti á fyrirfram skilgreindum svæðum enda hafði fulltrúi Flokks fólksins lagt sjálfur fram tillögu um að dregið verði úr slætti á mönum og umferðareyjum. Mikilvægt er þó að hafa eitthvað samráð við nærliggjandi íbúa í það minnsta að ákvörðunin hafi verið kynnt vel fyrir borgarbúum svo það skapist ekki einhver misskilningur eða sú hugsun að Reykjavíkurborg hafi einfaldlega sést yfir að slá og hreinsa grasfleti og svæði sem ávallt hafa verið slegin á sumrum

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð fari þess á leit við Strætó bs og stjórn þess að settar verði upp öryggis- og eftirlitsmyndavélar í alla vagna vegna tíðra uppákoma og alvarlegra kvartana sem berast frá farþegum, jafnvel frá börnum sem segja farir sínar ekki sléttar eftir að hafa verið um borð í strætisvögnum Strætó bs.

Greinargerð

Sú hugmynd hefur oft áður komið upp að í öllu strætisvögnum ættu að vera öryggis- og eftirlitsmyndavélar en af því hefur ekki orðið. Við endurnýjun vagna er sjálfsagt að gera það. Dæmis sýna að öryggismyndavélar geti komið að gagni  til að upplýsa kvörtunarmál um slæma framkomu farþega eða vagnstjóra en slíkar kvartanir hafa færst í aukanna. Vissulega felst í þessu kostnaður en ávinningurinn er einnig umtalsverður. Mikilvægt er að kerfið taki upp samskipti á milli vagnstjóra og farþega og því væri hægt að nota myndskeiðið til að upplýsa mál ef orð er gegn orði. Í flestum nágrannalöndum eru öryggismyndavélakerfi í strætisvögnum. Verkefnið þarf að vinna í samvinnu við persónuvernd að sjálfsögðu en með fjölgun öryggis- og eftirlitsmyndavélar víðsvegar ætti að vera hægt að yfirstíga allar hindranir.

 

Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að gerð verði óháð úttekt á þjónustu Strætó bs., sérstaklega með tilliti til þjónustulundar, viðmóts og sveigjanleika í garð notenda Strætó bs. samkvæmt samþykktri þjónustustefnu byggðasamlagsins.

Mikilvægt er að skoða einnig stjórnendur og hæfni þeirra til stjórnunar fyrirtækisins.  Skoðað verði sérstaklega þætti eins og hvort starfsfólk þ.m.t. vagnstjórar þekki hlutverk, stefnu og gildi fyrirtækisins. Einnig hvort starfsfólk:

-sýni drifkraft í störfum sínum með frumkvæði, kjark og þor að leiðarljósi?

-vinni vel saman að hagsmunum og framtíðarsýn Strætó og mynda þannig sterka liðsheild?

-skapi traust þeirra sem reiða sig á þjónustu Strætó og sýna áreiðanleika og ábyrgð í verki?

-sýni viðskiptavinum jákvætt viðmót og kurteisa framkomu?

-eru vingjarnleg og hjálpfús gagnvart öllum viðskiptavinum?

-geti veitt upplýsingar um starfsemi Strætó?

-beri virðingu fyrir ásýnd Strætó og umhverfi_

Greinargerð

Þessi tillaga er lögð fram í ljósi fjölmargra kvartanna, sumar hverjar alvarlegar, sem berast reglulega til Strætó bs. Strætó er með þjónustustefnu sem virðist samkvæmt fjölda kvartanna vera meira orð á blaði en raunveruleiki. Markmið þjónustustefnunnar er m.a. að skapa traust notenda, sýna áreiðanleika og ábyrgð í verki og sýna viðskiptavinum jákvætt viðmót og kurteisa framkomu sem og að vera vingjarnleg og hjálpfús gagnvart öllum viðskiptavinum.  Á þessu er pottur brotinn. Það er þess vegna mikilvægt að óháður utanaðkomandi aðili verði fenginn til að rannsaka hverju það veldur að Strætó bs. gangi svo illa að fylgja þjónustustefnunni sem raun ber vitni. Reglulega berast fréttir af slæmri framkomu Strætó bs gagnvart farþegum. Nýlegt dæmi er að 10 ára stúlku var vísað úr  strætisvagni á miðri leið að því er virðist að tilefnislausu. Engar skýringar hafa enn verið gefnar á atvikinu þótt meira en vika sé liðinn frá atburðinum.

 

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort ekki er fyrirhugað að kaup brennsluofn í stað þess að kosta sendingu sorps erlendis til að brenna því?

Greinargerð

Umboðsmaður Alþingis hefur gert aðfinnslu við gjaldskrá Sorpu. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það sé löngu tímabært að huga af alvöru að því að koma upp brennsluofni til að brenna sorpi úr stærsta sveitarfélagi landsins. Nefna má fordæmi í löndum sem við berum okkur saman við. Sem dæmi eru Danir með  sorpbrennslu í miðri Kaupmannahöfn. Að flytja út Sorp til brennslu er gríðarlega dýrt úrræði og kemur við pyngju borgarbúa. Brennsluofn yrði fljótur að borga sig upp. Sorpa hefur áður kannað  möguleika á að byggja upp vinnslugetu brennslustöðvar í áföngum. Til hvers að áfangaskipta? Afurð brennslu verður að mestu varmaorka. Hún verður ekki flutt út.  Brennslustöðvar eru sá valkostur sem nágrannaþjóðir velja til að nýta sorp sem orkugjafa og losna þannig við brennanlegt sorp.
Því miður var hætt við að reisa brennslustöð í Álfsnesi og var sú ákvörðun ekkert skýrð að heitið geti. Það er ekki langt síðan  nokkrir borgarfulltrúar og embættismenn gerðu sér ferð á hendur til nágrannalanda og skoðuðu brennslustöðvar. Það skilaði borginni ekki mögulegri brennslustöð, en ferðin kostaði auðvitað sitt.