Fólkið fyrst – svo allt hitt Forgangsmál Flokks fólksins í Reykjavík

Fólkið fyrst – svo allt hitt

Forgangsmál Flokks fólksins í Reykjavík

Flokkur fólksins vill auka jöfnuð í Reykjavík og kallar eftir réttlæti fyrir alla samfélagshópa. Borgarbáknið hefur þanist út undanfarin ár með ótrúlegum fjölda nýráðninga en því miður ekki á velferðarsviði eða skóla- og frístundasviði. Mannekla er í mörgum störfum, t.d. í leikskólum, frístundaheimilum og heimaþjónustu. Í ofanálag hafa allt of mörg kostnaðarsöm mistök átt sér stað í útboðum og framkvæmdum hjá borginni. Ótækt er að bruðla með fjármuni sem gætu annars stórbætt þjónustu og velferð fólks. Til  að ná fram endurbótum, sem þjóna hagsmunum borgarbúa, er frumskilyrði að borin sé virðing fyrir skattfé þeirra, en þó fyrst og fremst að borin sé virðing fyrir fólkinu sjálfu og þörfum þess og óskum. Flokkur fólksins vill að meira og betra samráð við borgarbúa.

Skiljum engan eftir

  • Langir biðlistar eru eftir allri þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins mun koma til móts við þau tæplega 1900 börn sem bíða eftir þjónustu fagfólks Skólaþjónustu Reykjavíkur. Við munum útrýma slíkum biðlistum.
  • Tryggja að engin börn í Reykjavík þurfi að bíða eftir þjónustu fagfólks. Bið barna eftir t.d. nauðsynlegri sálfræðiaðstoð getur kostað líf.
  • Flokkur fólksins vill leggja sérstaka áherslu á börn sem eru jaðarsett og búa við slæma fjárhagsstöðu foreldra. Við munum tryggja öllum börnum  aðgengi að tómstundastarfi, þ.á.m. tónlistar- og íþróttastarfsemi. Fjölga þarf tækifærum barna til tónlistarnáms með því að fjölga skólahljómsveitum. Rúmlega 100 börn bíða eftir að komast í skólahljómsveit. Við munum einnig koma á gjaldfrjálsum máltíðum í skóla fyrir þau börn sem þurfa á því að halda.
  • Erfitt hefur verið að fullmanna leikskóla í Reykjavík og fjöldi leikskólabarna hefur þurft að vera heima vegna þessa ástands. Við viljum greiða foreldrum, sem ákveða að hafa börnin sín heima á aldrinum 1 til allt að 2 ára, mánaðarlegan styrk sem jafngildir niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar fyrir hvert barn í leikskóla. Þannig minnkar álagið á leikskólana.
  • Við munum innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík.
  • Flokkur fólksins vill að stutt sé vel við viðkvæma hópa eins og öryrkja og eldra fólk d. með fjárhagslegum stuðningi til hagsmunasamtök þeirra

Tryggja þarf jafnframt þessum hópum betra aðgengi að þjónustustofnunum borgarinnar og gæta þess að rækta samskipti og koma upplýsingum til þeirra sem nota ekki netlausnir.

Búsetuöryggi fyrir ALLA

  • Stórauka þarf lóðarframboðum sérstaklega fyrir hagkvæma íbúðir. Flokkur fólksins styður þéttingu byggðar í grónum hverfum þar sem möguleikar eru á stækkun innviða.  Við viljum stækka úthverfin, setja blandaða byggð í fyrirrúm og fjölga atvinnutækifærum í hverfum. Auk uppbyggingar í Keldnalandi er hægt að byggja meira í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Ártúnshöfðinn er langt kominn í skipulagsferli og Kjalarnes kemst í alfaraleið með Sundabraut. Geldingarnesið er einnig góður framtíðarkostur.
  • Um 600 manns bíða eftir félagslegu húsnæði og á annað hundrað eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk. Við munum taka á þeim alvarlega skorti og vinna að því að allir hafi trygga og örugga búsetu í Reykjavík. .
  • Til að gera öldruðum kleift að búa eins lengi heima og þeir vilja og geta, þarf að tryggja þeim fullnægjandi heimaþjónustu
  • Flokkur fólksins vill fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík til þess að allir þeir sem eru með færni- og heilsumat geti gengið að vísum hjúkrunarrýmum
  • Við munum skipuleggja svæði undir uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða í umhverfi sem hentar þeirra þörfum.

Samgöngur fyrir ALLA

  • Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttum samgönguleiðum. Allir eiga að geta komist leiðar sinnar án tillits til ferðamáta með sem minnstum töfum.
  • Almenningssamgöngur eiga að vera valkostur fyrir alla og enginn ætti að vera útilokaður frá þeirri þjónustu vegna slæmrar fjárhagsstöðu.
  • Taka þarf á vanda Strætó bs. sem er í meirihlutaeigu Reykjavíkur. Flokkur fólksins vill að það sé frítt í strætó fyrir öryrkja og 67 ára og eldri. Eldra fólk notar strætó mikið og fá núna helmingsafslátt ef keypt er árskort sem nýlega var hækkað um 60%.
  • Sundabraut er að sjálfsögðu forgangsmál
  • Tryggja þarf aðgengi allra borgara, þ.á.m. bílastæðaaðgengi öryrkja og aldraðra um alla borg.

Fólkið fyrst!