Hér má finna ýmis verkfæri sem gagnleg geta verið þeim sem vinna að eineltismálum í framhaldsskólum.
> Allar skrárnar eru tiltækar HÉR
- Tilkynningareyðublað um einelti eða kynbundið ofbeldi í framhaldsskóla
> Sjá: Tilkynning um einelti eða kynbundið ofbeldi í framhaldsskóla.pdf - Viðbragðsáætlun fyrir framhaldsskóla
> Sjá: Einelti – Viðbragðsáætlun fyrir framhaldsskóla.pdf - Leiðbeiningar og verkferlar fyrir framhaldsskóla og háskóla vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni
> Sjá glærukynningu: Leiðbeiningar og verkferlar fyrir framhalds- og háskóla.pdf - Ef eineltismál eiga ekki að verða að martröð
> Sjá glærukynningu: Ef eineltismál eiga ekki að verða að martröð.pdf
Hugleiðingar um einelti í framhaldsskólum
Þegar kemur að framhaldsskólnum sérstaklega þarf að hafa í huga að fyrstu 2 árin eru nemendur undir 18 ára. Þetta er viðkvæmt aldursskeið og margir krakkar eru afar kvíðnir fyrir því að falla e.t.v. ekki inn í hópinn, eignast ekki vini. Þeir eru því ekki alltaf tilbúnir að láta foreldra eða kennara vita ef verið er að níðast á þeim með einhverjum hætti, gera grín að þeim eða útiloka þá frá hópnum.
Fyrstu tvö árin í framhaldsskóla er nemendur undir 18 ára gamlir.
Umræðuna skal ekki taka með einhverju áhlaupi heldur nota öll möguleg tækifæri til að flétta hana inn í kennslu og annað skólastarf.
Stjórnendur framhaldsskóla hafa mörg tækifæri til að teygja sig eftir verkfærum og fræðslu um þessi mál. Til dæmis er hægt að fjölmenna á fræðslufundi eða þing sem haldin eru um þessi mál. Í bókinni EKKI MEIR er hægt að sjá sýnishorn af viðbragðsáætlun og á þessum vef er einnig að finna dæmi um tilkynningareyðublað. Hvorutveggja ætti að vera á heimasíðum allra skóla og stofnanna. Einnig í EKKI MEIR er dæmi um Líðankönnun sem hægt er að aðlaga með einföldum hætti að nemendum framhaldsskólanna. Umfram allt er einnig í EKKI MEIR hægt að fá hugmyndir um forvarnir og skiptir þar mestu máli sú einfalda aðgerð að ganga i bekki/áfanga skólanna og kalla eftir samstöðu krakkanna um að leggja sitt að mörkum til að allir geti átt ánægjulega skólagöngu.
SJÁ LÍKA Skoðaðu líka verkfærakistur fyrir ..