Aukafundur borgarráðs 3. nóvember 2022

Eitt mál er á dagskrá Skuldabréfaútboð

Bókun Fokks fólksins í málinu:

Meirihlutinn leggur til að borgarráð samþykki tilboð í verðtryggðan skuldabréfaflokk. Greinagerð fylgir.
Lítill sem enginn fyrirvari var á þeim aukafundi sem boðað var til, til að afgreiða málið.

Gögn komu sein og sum gögn eru leynileg. Flokkur fólksins hefur enga möguleika haft að kynna sér þetta mál til að hafa á því skoðun. Flokkur fólksins mótmælir þessum vinnubrögðum. Réttast væri að fresta málinu, alla vega um einn dag til að setja minnihlutann betur inn í tilboðin. Af hverju þessi hraði og af hverju er ekki vitað um þetta fyrr? Hér er greinilega eitthvað neyðarástand í gangi?

 

Lögð er fram ein ný fyrirspurn frá Flokki fólksins

Fyrirspurn frá Flokki fólksins um sundurliðaða kostnaðargreiningu sem liggur að baki gjaldskrá hundaeftirlitsgjalda?

Flokkur fólksins óskar eftir fá sundurliðaða kostnaðargreiningu sem liggur að baki gjaldskrá hundaeftirlitsgjalda? Hækkunin er 10% milli ára. Skýra þarf þessa hækkun þar sem fyrir liggur að verkefnum sem tengjast hundum hefur fækkað og samlegðaráhrif aukist.

Einnig er spurt hvernig gjaldskráin samræmist  lagaheimildinni sem tiltekur að í hundasamþykktum megi eingöngu  innheimta gjöld fyrir það sem þarf að gera?
Skýra þarf og rökstyðja ef gerðar eru ítarlegri kröfur en þær sem fjallað er um í reglugerðum sem falla undir lög um hollustuvernd?